Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.04.2016, Page 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.04.2016, Page 36
FERÐALÖG Sólarvörn er mesta þarfaþing þegar ferðast er til heitralanda. Ráðlegt er að kaupa hana heima áður en farið er af stað svo hægt sé að fara á ströndina strax á fyrsta degi. Ekki gleyma vörninni 36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.4. 2016 1 Seychelles-eyjar www.seychelles.travel Ljósbleikur sandur og túrkisblár sjór einkenna strendur þessa fagra eyríkis í Indlandshafi. Eyjarnar eru alls 115 talsins, flestar þeirra óbyggðar. Að- eins um 92 þúsund manns búa á Seychelles-eyjum. Þriðjungur þeirra starfar við ferðaþjónustu. Eyjarnar eru leiðandi í heiminum í sjálfbærri ferðamennsku en leggja síður áherslu á fjöldaferðamennsku. AFP Getty Images/iStockphoto 2 Maldíveyjar www.visitmaldives.com Ævintýrin eru alls staðar í þessum eyjaklasa og möguleikarnir óþrjótandi enda eru þessar eyj- ar í Indlandshafi yfir þúsund talsins. Þarna eru fjögurra stjörnu hótel fyrir þá sem vilja láta fara vel um sig en þeir sem kjósa annars konar ferðir geta synt og kafað meðal litríkra fiska. AFP 3 Bora Bora, Tahiti www.tahiti-tourisme.com/islands/borabora Bora Bora er ein af Kyrrahafseyjunum sem mynda frönsku Pólýnesíu. Hún er aðeins 29 kílómetra löng og þar ríkin kyrrðin ein. Eyjan er stundum uppnefnd rómantíska eyjan og ber víst nafn með rentu með allar sínar af- viknu strendur og rólegheit. AFP 4 The Hamptons, New York www.hamptons.com Það er engin tilviljun að Hamptons er vinsæll sumardvalarstaður. Strend- urnar þar eru fagrar og þar er hægt að njóta svalans frá Atlantshafinu um leið og sólin er sleikt. AFP 5 Lanikai Beach, Hawaii www.nationalgeographic.com/travel/united-states/hawaii- guide Pálmatré, hvítur sandur og endalaust sólskin gera þessa strönd á Hawaii að draumastað. Lanikai er talin vera fallegasta ströndin á eyjunni auk þess sem hún er sérlega skjólsæl. AFP 6 Nantucket Island, Massachusetts www.nantucket.net Vinsælustu strendurnar á þessari eyju í Atlantshafi kallast Surfside og Children’s. Hvort sem ætlunin er að byggja sandkastala eða láta sólina sleikja kroppinn þá er nóg af sandi. Þá ku vera vel þess virði að fara út til að fylgjast með sólinni setjast á Nantucket-eyju sem liggur suður af Massachusetts-fylki í Bandaríkjunum. AFP bestu strendur veraldar Hið virta tímarit National Geographic gerir talsvert af því að gefa út topp tíu lista yfir það besta í veröldinni að mati sérfræðinga blaðsins. Einn þessara lista er um tíu bestu strendur veraldar. 7 Fraser Island, Australia www.seefraserisland.com Eyjan er stærsta sandeyja heims og hefur að geyma dásamlegar strendur. Regnskóg með þúsund ára gömlum trjám er að finna á eyjunni sem er einstök og tiltölulega óspillt náttúruperla. Ferða- menn sem hana sækja heim eru af öllum toga, allt frá bakpoka- ferðalöngum upp í vel stæða ferðalanga sem velja sér lúxusgistingu. Ljósmynd/Wikimedia Commons 8 St. Barth’s www.st-barths.com St. Barths er ein af mörgum eyjum í Karíbahafinu. Strendurnar þar eru margar og auðvelt á að vera að finna afviknar strendur þar sem hægt er að vera í friði. Sandurinn er hvítur og sjórinn glitrar. Eyjan er vinsæl meðal ferðamanna með dýpri vasa en gengur og gerist og má því gera ráð fyrir að verðið sé hátt í takt við það. LJósmynd/Wikimedia Commons 9 Langkawi, Malaysia www.langkawi.com.my Nafnið Langkawi þýðir óskalandið og á vel við. Langkawi eru eyjar sem liggja norðvestur af Malasíu. Strendurnar eru ægifagrar og ekki uppfullar af fólki. Grænn skógur og tær sjór rammar inn gulan sandinn. 10 10 Kauna’oa Bay, Hawaii www.kaunaoa.com Flóinn er á Kohala-strandlengunni á vesturhluta Hawaii. Strönd- in laðar að enda er hún ein af fáum með hvítum sandi á þessum hluta eyjarinnar. Sjórinn er tær og þarna er vinsælt að kanna djúpin með því að snorkla.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.