Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.04.2016, Blaðsíða 14
E
instaka sinnum heyrist í farþega-
flugvél í grennd við Oddeyrina á
Akureyri. Vinalegt hljóð frá vélum
Flugfélags Íslands. Naser-
fjölskyldan frá Sýrlandi kippir sér
ekki upp við það eftir að hafa upplifað skelfi-
legan gný herflugvéla og sprengjuárásir í
kjölfarið í heimalandinu mánuðum saman.
Margir ættingjar hafa látið lífið í stríðinu og
þau vita ekkert um afdrif þriggja systkina
húsbóndans; hafa ekki heyrt frá þeim í þrjú
ár, þau gætu setið í fangelsi en Joumaa finnst
líklegra að þau hafi verið drepin af sveitum al-
Assads forseta.
Á nýju heimili þessarar glaðværu, sjö
manna fjölskyldu er mikið brosað; þar ríkir
þakklæti, gleði og bjartsýni. Fjórir mánuðir
eru síðan hjónin Joumaa og Joumana komu til
landsins ásamt sonum sínum fimm og 28 öðr-
um sýrlenskum flóttamönnum. Tvær fjöl-
skyldur settust að í Kópavogi en fjórar á Ak-
ureyri. Alls fjölgaði Akureyringum um 23
þriðjudaginn 19. janúar og allir í þeim hópi
virðast blómstra í höfuðstað Norðurlands.
Hinn fertugi Joumaa Naser brosir breitt
þar sem blaðamaður situr í stofu fallegrar
íbúðar á efri hæð í tvíbýlishúsi á Eyrinni og
sýpur á rótsterku, sýrlensku kaffi með engi-
ferkeim. Fjölskyldan er þar öll saman komin,
eiginkonan og móðirin Jumana er 35 ára, Ah-
mad 16, Mohamad 15, Amjad 14, Mouhanad 12
og Majd er fjögurra ára.
Elsti sonurinn er nýbyrjaður í Verkmennta-
skólanum á Akureyri, þrír ganga í Oddeyrar-
skóla og sá yngsti er í leikskóla. Jumana vinn-
ur heima, hana langur út á vinnumarkaðinn en
vill ná tökum á íslenskunni fyrst. Hún starfaði
á snyrtistofu heima í Sýrlandi meðan lífið þar
gekk sinn vanagang. Hefur reyndar haft nóg
að gera heima síðustu ár og hefur enn, með
fimm stráka.
Áður en drengirnir byrjuðu í skóla höfðu
allir Sýrlendingarnir, sem komu til Akureyrar
í janúar, verið í mánuð á íslenskunámskeiði,
bæði börn og fullorðnir.
Joumaa er nýbyrjaður að vinna hálfan dag-
inn hjá Rafmönnum, þar sem honum hefur
verið afar vel tekið og samstarfsmenn bera lof
á hann. Joumaa starfaði sem rafvirki í heima-
landinu og einnig þann tíma sem fjölskyldan
dvaldi í Líbanon.
„Fólkið er æðislegt“
„Hann vill ekki segja gott – heldur mjög,
mjög, mjög gott,“ segir túlkurinn Ahmed eftir
fyrsta svar húsbóndans, þegar spurt er hvern-
ig fjölskyldan hafi það í nýjum heimkynnum.
„Við gátum ekki ímyndað okkur svona góðar
móttökur og það strax frá fyrsta degi. Fólk
hér er yndislegt; samfélagið á Akureyri hefur
tekið okkur einstaklega vel,“ segir Joumaa.
„Veðrið er vissulega öðruvísi en við erum
vön, okkur er kalt en það jafnar sig. Enda er
miklu betra að vera kalt en í stríði. Tungu-
málið er erfitt en við reynum að læra. Það sem
skiptir mestu máli er hve okkur er vel tekið og
að strákarnir skuli vera komnir í skóla. Hér
eru allir boðnir og búnir til að aðstoða okkur
sem var því miður ekki raunin í Líbanon, þar
sem við vorum í fjögur ár,“ segir fjölskyldu-
faðirinn. „Fólkið er æðislegt,“ skýtur Moh-
anad inn í, sá 12 ára.
Það er sólríkt síðdegi norður í landi.
Joumaa er kominn heim úr vinnunni, þrír son-
anna – Ahmad, Amjad og Mouhanad halda
senn á karateæfingu, Mohamad hefur hugsað
sér að skreppa á líkamsræktarstöð. Majd, sá
yngsti, leikur sér í tölvuspili, einbeittur á stól
við hlið móður sinnar.
Segja má að lífið gangi íslenskan vanagang.
„Krakkarnir er mjög gott,“ segir broskarl-
inn Amjad þegar spurt er um skólann. Ahmed
túlkur staðfestir ánægju strákanna, og sá sem
þetta skrifar upplifði hana reyndar með eigin
skynfærum daginn eftir þegar hann kom við í
gamla skólanum sínum.
„Við getum tekið þátt í mestöllu í skólanum.
Skiljum auðvitað ekki íslensku ennþá, það er
erfitt, en kennararnir eru mjög duglegir við að
beita alls konar leikjum og öðrum aðferðum til
að reyna að koma okkur í skilning um hlut-
ina,“ segir Amjad. Þegar blaðamaður drap
niður fæti í Oddeyrarskóla var Amjad í heim-
ilisfræði ásamt skólasystkinum sínum í átt-
unda bekk, ilmurinn var indæll enda nýbak-
aðir snúðar á borðum.
Strákarnir eru mjög áhugasamir og dugleg-
ir að sögn kennara og það leynir sér reyndar
ekki. Mohamad og Mouhanad spreyta sig á ís-
lenskum orðum í einni stofunni; eru þar tveir
með kennara þá kennslustundina en halda
fljótlega annað. Æfa sig þarna á táknum sem
ekki eru þekkt í arabísku. „Ó ... Ómar,“ segir
annar. Man eftir eftir einum af nýju skóla-
bræðrunum. Þeir hlæja og gera að gamni sínu.
Ör, segir kennarinn og bendir á afleiðingar
gamallar skeinu. En orðið þýðir fleira ... Þeir
hrista hausinn. En brosa; það vörumerki
Ahmad, elsti bróðirinn, á karateæfingu. Majd litli leikur sér í tölvunni.
Betra að vera
kalt en í stríði
Hjónin Joumaa og Joumana komu sem flóttamenn til Íslands síðari hluta janúarmánaðar ásamt
sonum sínum fimm og 28 öðrum löndum sínum. Þegar boðið kom stukku þau út í mikla óvissu
en voru samt staðráðin í að fara um leið og færi gæfist. Fjölskyldan er alsæl í dag á Akureyri.
’ Þeir brosa, sofa vel, borðavel og finnst æðislegt að verakomnir í skóla, eru við góðaheilsu og geta stundað íþróttir.
Fjölskyldan í fótbolta með vinum. Mohamad með boltann, Mouhanad til vinstri.
Texti og myndir
Skapti Hallgrímsson
skapti@mbl.is
Það var ánægjuleg lífsreynsla að kynnast Naser-fjölskyldunni, Joumaa, Joumana og drengjunum þeirra fimm, sem
blómstra á Akureyri eftir að hafa upplifað stríð heima í Sýrlandi og fjögur erfið ár í Líbanon. Hugsanlega voru það
örlög mín að hitta einmitt þetta fólk þegar ég falaðist eftir viðtali við einhverja þeirra sýrlensku flóttamanna sem
komu til bæjarins í janúar. Þau búa nefnilega í húsinu þar sem ég ólst upp til tíu ára aldurs! Tilviljun?
NÝTT LÍF Í NÝJUM HEIMKYNNUM
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.4. 2016