Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.04.2016, Blaðsíða 51
17.4. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51
Á náttborðinu hjá mér er The Story
of My Teeth eftir skáldkonu frá
Mexíkó, Valeria Luiselli, sem er
stórfurðuleg saga af spunameistara
og tönnunum hans. Eitt af því sem
er merkilegt við hana
er að þýðandinn fékk
leyfi til að bæta við
bókina, þannig að ég sé
það fyrir mér að þegar
þessi bók kemur út á
fleiri tungumálum taki hún frekari
breytingum.
Svo er ég með bók sem heitir á
ensku Norwegian Wood, en er
norsk bók, heitir Hel ved og er eftir
Lars Mytting. Hún segir frá því
hvernig maður ræktar
skóg og heggur við og
hvernig á að raða hon-
um. Þessi bók sló alger-
lega í gegn í Bretlandi,
það hafa selst af henni
100.000 eintök.
Svo er ég með kvæðasafn Snorra
Hjartarsonar sem
kemur bráðum út aft-
ur í nýrri útgáfu. Það
er alltaf gaman að
glugga í hann.
Svo er ég með nýja
bók eftir Rögnu Sig-
urðardóttur, Vinkonur, sem er al-
veg nýkomin út og hún er næst.
Önnur ný bók á náttborðinu hjá
mér er Taktu til í lífi þínu! Þetta er
bók sem er gott að blaða í því þetta
tekur sinn tíma. Nú mun ég taka til
í lífi mínu, fylgja öllum ráðum bók-
arinnar og svo fæ ég höfundinn
heim til mín til að taka heimilið út.
Stella Soffía
Jóhannesdóttir
Rögnu Sigurðardóttur langaði að
skrifa sögu um bernskuvináttu
eða unglingavináttu vegna þess
að þá erum við svo viðkvæm.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
BÓKSALA 6.-12.APRÍL
Listinn er tekinn saman af Eymundsson.
1 JárnblóðLiza Marklund
2 Hælið Sankta PsykoJohan Theorin
3 Kryddjurtarækt fyrirbyrjendur
Auður Rafnsdóttir
4 Independent PeopleHalldór Laxness
5 Aðeins ein nóttSimona Ahrnstedt
6 Saga tónlistarinnarÁrni Heimir Ingólfsson
7 Kuggur 14 Hoppað í ParísSigrún Eldjárn
8 Hugskot - skamm-, fram-og víðsýni
Friðbjörg Ingimarsdóttir/
Gunnar Hersveinn
9 Meira blóðJo Nesbø
10 Kuggur 15 Rassaköst í RómSigrún Eldjárn
1 JárnblóðLiza Marklund
2 Hælið Sankta PsykoJohan Theorin
3 Aðeins ein nóttSimona Ahrnstedt
4 Meira blóðJo Nesbø
5 MerktEmelie Schepp
6 KólibrímorðinRoslund & Hellström
7 Saga af nýju ættarnafniElena Ferrante
8 Í hita leiksinsViveca Sten
9 Framúrskarandi vinkonaElena Ferrante
10 Níunda sporiðIngvi Þór Kormáksson
Allar bækur
Íslenskar kiljur
MIG LANGAR AÐ LESA
Hér til hliðar er sagt frá stuttlista
alþjóðlegu Booker-verðlaunanna,
en sá sem hlýtur þau hreppir um
800.000 krónur. Í vikunni var líka
kynntur stuttlisti annarra alþjóð-
legra bókmenntaverðlauna, Impac-
verðlaunanna, og þar er heldur
meira fé í boði – sigurvegarinn fær
um 18 milljónir króna.
Á stuttlistanum eru bækurnar
Outlaws eftir spænska rithöfundinn
Javier Cercas, Academy Street eft-
ir írsku skáldkonuna Mary Costello,
The End of Days eftir þýsku skáld-
konuna Jenny Erpenbeck, A Brief
History of Seven Killings eftir hinn
jamaíkanska Marlon James, Diary
of the Fall eftir Brasilíumanninn
Michel Laub, Our Lady of the Nile
eftir rúandíska höfundinn Schol-
astique Mukasonga og síðan bækur
fjögurra bandarískra höfunda;
Your Fathers, Where Are They?
And the Prophets, Do They Live
Forever? eftir Dave Eggers, Dept.
of Speculation eftir Jenny Offill,
Lila eftir Marilynne Robinson og
Family Life eftir Akhil Sharma.
Þýski rithöfundurinn Jenny Erpenbeck hefur tvívegis lesið upp hér á landi.
Ljósmynd/Lesekreis
Metfé í boði
IMPAC-VERÐLAUNIN
Heyrðu umskiptin
Fáðu heyrnartæki til reynslu
Það er næstum því sama hvernig heyrnarskerðingu þú ert með
og hvernig lifi þú lifir, því ReSound heyrnartækin eru vel til þess
fallin að hjálpa þér við að skilja talmál, hafa framúrskarandi
hljómgæði og snjalla þráðlausa tengingu.
Apple, Apple merkið, iPhone, iPad og iPod touch eru
vörumerki Apple Inc, skráð í BNA og öðrum löndum.
App Store er þjónustumerki Apple Inc. Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is
Heyrnartæki eruniðurgreidd afSjúkratryggingum
Íslands