Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.04.2016, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.04.2016, Blaðsíða 8
STEPHEN CURRY Einn besti körfuboltaleikmaður heims um þessar mund- ir, ef ekki sá besti, lætur ekki mikið yfir sér. Hann er hvorki þrútinn af vöðv- um né gnæfir yfir keppinautana. Það væri of langt gengið að segja að hann væri væskilslegur að sjá, hann virkar einfaldlega venjulegur. Engu að síður virðist hann geta prjónað sig að vild í gegnum varnir andstæðinganna og aldrei hefur önnur eins þriggja stiga skytta spilað í bandaríska körfubolt- anum. Sumir segja að hann sé besta skytta allra tíma. Stephen Curry hefur átt stjörnutímabil og lið hans, Golden State Warri- ors, hefur verið með eindæmum sigursælt. Síðasta umferð fyrir úrslita- keppni var leikin á miðvikudag og með sigri sínum á Memphis Grizzlies setti liðið met sem seint verður slegið. Á tímabilinu sigraði liðið í 73 leikjum og tapaði aðeins níu. Gamla metið settu Michael Jordan og félagar í Chicago Bulls þegar þeir sigruðu í 72 leikjum og töpuðu 10 tímabilið 1995-1996. Sú var tíðin að lið Golden State var haft í flimtingum. Þegar Curry kom til Golden State árið 2009 – hann var valinn sjöundi í leik- mannavalinu – hafði liðið ekki komist í úrslitakeppnina síðan 1995 og það breyttist ekki fyrstu þrjú árin hans í deildinni. Nú er öldin önnur. Golden State varð meistari í fyrra og Curry var valinn mikilvægasti leikmaður úrslita- keppninnar. Liðið hefur leikið enn betur í ár og virðist óstöðvandi. Óhjákvæmilegt var að liðið yrði borið saman við lið Chicago Bulls fyrir 20 árum eftir sigurgönguna í vetur. Til þess að standast þann samanburð dugir Curry og félögum ekkert minna en meistaratitill. Þar hjálpar til að Steve Kerr, þjálfari Golden State, var leikmaður Bulls þegar liðið sló metið og varð meistari á sínum tíma. Reynsla hans segir til sín. Eltingaleikurinn við metið hefur hins vegar gert það að verkum að mikið álag hefur verið á lykilleikmönnum, sem ella hefðu verið látnir hvíla til að safna kröftum fyrir úrslitakeppnina. Hvort það mun há Curry og liðsfélögum hans þegar á hólminn er komið er óráðið en árangurinn í vetur verður ekki tekinn frá þeim. kbl@mbl.is Í PRÓFÍL 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.4. 2016 EINS OG FARSÓTT Þriggja stiga skotið er aðals- merki Stephs Currys. 2014 bætti hann metið í skor- uðum þristum í fyrsta skipti, sló það aftur í fyrra og stórbætti það í ár. Á þessu tímabili setti hann 402 þriggja stiga skot. Í fyrra skoraði hann úr 286 skotum. Flestir dást að skotfimi hans, en öðrum þykir nóg um og segja að þristarnir séu að eyðileggja leikinn. „Það sem byrjaði sem kláði breyttist í útbrot, varð að sjúkdómi og er nú farsótt,“ skrifaði dálkahöfund- urinn Bernie Lincicome í Chicago Tribune fyrir mán- uði. „Við skulum bara nefna nafnið. Stephen Curry.“ Lincicome segir að þriggja stiga skotið hafi verið búið til fyrir þá, sem gátu ekki stækkað nógu mikið, voru ekki nógu flinkir að drippla, gátu ekki keyrt af nægum krafti að körfunni eða voru ekki nógu fljótir. Nú sé ekki lengur neitt sérstakt við að hitta af löngu færi. Körfuboltinn hafi lifað af ýmis skeið, tíma Jor- dans, Wilts og Dr. J, en tími Currys sé minnst spenn- andi, sama hvað oft sé rakið í andakt hvað hann hitti úr mörgum þriggja stiga skotum á kvöldi. Ófá myndskeið af Curry að hita upp fyrir leiki með tvo bolta hafa verið sett á vefsíðuna YouTube og aðrar slíkar. AFP Vændur um að gera íþróttina leiðinlegri LISTDANS Steph Curry er tign- arlegur á velli og allt sem hann gerir virðist áreynslulaust. Dag- blaðið The New York Times fjallaði í nóvember um hina list- rænu hlið á leik Currys og sagði hann líkan ballettdansara. „Þegar ég horfi á Steph tek ég helst eftir ótrúlegri samhæfingu handa, fóta og hvernig hann fer með boltann,“ sagði Taras Do- mitro, aðaldansari hjá ballett Helga Tómassonar í San Franc- isco, í viðtali við blaðið. „Við not- um ekki bolta, við erum með konu. En hann rekur boltann eins og við höndlum konu á sviðinu.“ Listræna hliðin Curry hefur sig á loft til að taka skot í leik gegn Minnesota Timberwolves í byrjun apríl. EPLIÐ OG EIKIN Stephen Curry fæddist í Akron í Ohio 14. mars 1988. Hann vakti fljótlega athygli fyrir körfuboltahæfileika sína og blómstraði með liði Davidson-háskóla. Hann byrj- aði að leika með Golden State 2009. Curry á ekki langt að sækja áhugann á körfubolta. Faðir hans, Dell Curry, spilaði í NBA í 16 ár, lengstum með Charlotte Hornets þar sem hann lýsir nú leikjum í sjón- varpi. Hann var afbragðs þriggja stiga skytta, þótt sonurinn sé föðurbetrungur. Dell Curry er stigahæsti leikmaður Char- lotte frá því liðið var stofnað. Steph Curry á tvö systkini. Yngri bróðir hans, Seth, leikur einnig í NBA, spilar fyrir Sacramento Kings. Systir hans, Sydel, leikur blak í háskóla. Bræðurnir fóru iðulega á æf- ingar með föður sínum og æfðu sig að skjóta bolta á körfu. Stephen Curry spjallar við Dell Curry, föður sinn eftir leik við Atlanta í febrúar. AFP Körfubolti í blóðinu Besta skytta allra tíma? Stephen Curry gerir sig líklegan til að senda boltann í leik við Los Angeles Clippers. AFP ’ Curry virðistgeta prjónaðsig að vild í gegn-um varnir and- stæðinganna. Curry fylgist með hnefaleikum ásamt Ayesha, konu sinni, í Oakland í mars. Stephen Curry og Serge Ibaka, leikmaður Oklahoma Thun- der, berjast um frákast í leik á heimavelli Golden State Warriors í Oakland í mars. AFP „Hundurinn minn var búinn að vera í meðferðum hjá dýralækni í heilt ár vegna húðvandamála og kláða, þessu fylgdi mikið hárlos. Hann var búinn að vera á sterum án árangus. Reynt var að skipta um fæði sem bar heldur ekki árangur. Eina sem hefur dugað er Polarolje fyrir hunda. Eftir að hann byrjaði að taka Polarolje fyrir hunda hefur heilsa hans tekið stakkaskiptum. Einkennin eru horfin og hann er laus við kláðann og feldurinn orðinn fallegur.“ Sigurlín Birgisdóttir, hundaeigandi Sími 698 7999 og 699 7887 Náttúruolía sem hundar elska Við Hárlosi Mýkir liðina Betri næringarupptaka Fyrirbyggir exem Betri og sterkari fætur NIKITA hundaolía Selolía fyrir hunda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.