Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.04.2016, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.04.2016, Blaðsíða 23
saman við Miley Cyrus eða Justin Bieber,“ segir hann og útskýrir að sambærilegt sé hvernig efnið sé framreitt og borið á borð í gegnum fjölmiðla. Miku sker sig úr að öðru leyti. „Hinn hlutinn af þessu er að Miku er „crowdsourced“; lögin sem hún syng- ur eru samin af aðdáendum hennar, sem er allt öðruvísi en hjá til dæmis Lady Gaga. Þetta er lýðræðslegra módel,“ segir hann en aðdáendur Miku nota hugbúnaðinn til að semja lögin. „Hún kemur síðan fram undir Creative Commons-afnotaleyfi þann- ig að það breytir stöðunni lagalega séð og einfaldar málin,“ segir hann en leyfið virkar á heimsvísu og endist jafn lengi og höfundarréttur. Hvert afnotaleyfi gerir höfundum kleift að viðhalda höfundarétti sínum en jafnframt gefa öðrum almennt leyfi til þess að afrita verkið og dreifa því og notfæra sér það á ýmsan hátt, að minnsta kosti á meðan það er ekki í ágóðaskyni, eins og segir á vefsíðu Creative Commons. Hann segir að Miku geti mögulega verið vísbending um í hvaða átt tón- listariðnaðurinn sé að þróast. „Þetta gæti verið áhugaverð fyrirmynd fyrir tónlistariðnaðinn í heild. Miðlægt módel tónlistariðnaðins er að hrynja og þetta gæti verið ein af þeim áhuga- verðu leiðum sem til eru til að byggja upp tónlistariðnaðinn að nýju.“ Talið berst að því að ungir lista- menn þurfi stundum að gefa tónlist- ina en selji þess í stað ýmsan varning. „Samningar snúast ekki lengur að- eins um tónlistina heldur líka lifandi flutning og varning,“ segir hann. Prior segir að fyrirtækið tapi á tón- leikum Miku því tæknin sé svo flókin. „Tapið bætir það sér upp með sölu- varningi,“ segir hann og minnir á að allskyns krúttlegur varningur falli í kramið í Japan. „Það veldur manni samt áhyggjum að Mika sé sextán ára skólastelpa. Kyngerving ungs fólks er það sem er uggvænlegt við þessa sögu,“ segir hann. Að lokum berst talið að Íslandi en Prior hefur skrifað um landið. Orð- ræðan um íslenska tónlist úti í heimi hefur gjarnan tengst stórbrotnu landslagi en Prior var viss um að þarna lægi eitthvað meira að baki. Hann hefur skrifað lærða grein þar sem hann færir rök fyrir því að ástæða velgengni íslensks tónlistar- fólks sé félagsleg en ekki náttúrunni að þakka. Vildi forðast klisjurnar „Félagsfræðingar hafa áhuga á þver- sögnum og hér var möguleg þversögn að þetta fámenna land væri svona áberandi í tónlistarheiminum. Það var upphafspunktur minn en ég vildi forð- ast helstu klisjurnar um að þetta sner- ist allt um stórbrotið landslag. Mér fannst það ekki mjög fáguð útskýring. Það eru til margir aðrir fallegir staðir og þar eru ekki þessi tengsl milli tón- listar og landslags,“ segir hann. Hann fylgdist með hópamyndun fólks, m.a. á tónlistarhátíðinni Ice- land Airwaves og komst að því að fé- lagslegi þátturinn hefði mikið vægi. Hann skoðaði Reykjavík sérstaklega og þéttriðið net tónlistarmanna þar og ræddi við tónlistarmenn sem voru ekki sáttir við „náttúruskýringuna“. „Ég vildi skoða þetta gegn ríkjandi meginstraumi um áhrif gjósandi eld- fjalla og glansandi jökla en fjölmiðlar í Bretlandi eru uppfullir af náttúru- vísunum þegar rætt er um íslenska tónlist en það er aðeins lítill hluti sög- unnar.“ AFP Hatsune Miku kom fram sem heilmynd á MTV-tónlistarverð- launahátíðinni í Japan árið 2014. 17.4. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23 N ýbýlavegur8.-200 Kópavogur-S:527 1717 - dom usnova@ dom usnova.is -w w w .dom usnova.is Frítt verðmat Viltu vita hvað þú færð fyrir fasteignina þína ? Fasteignasala venjulega fólksins... Fagljósmyndun Traust og góð þjónusta alla leið Dægurtónlistarfræði eða „Popul- ar Music Studies“ er þverfaglegt fræðasvið sem hefur verið að sækja í sig veðrið innan háskóla- samfélagsins undanfarna ára- tugi. Alþjóðleg samtök um þessi fræði voru stofnuð árið 1981 (IASPM, International Association for the Study of Popular Music) og þeim til- heyra félagsfræðingar, sál- fræðingar, mannfræð- ingar, heimspekingar, sagnfræðingar, tónlistar- fræðingar o.s.frv.. Tilurð dægurtónlistarfræða sem sérstakrar, fræði- legrar nálgunar, er m.a. vegna óánægju í garð hefðbundinna tónlist- arfræða (e. musicology) sem rýndi þá nær eingöngu í klassíska tónlist og popp- tónlistarfræðingarnir sáu sig tilneydda til að slíta sig frá hefðbundnum tónlistar- fræðum til að koma inn áherslupunktum sem höfðu lengi legið óbættir hjá garði. Hin mismunandi fög koma að dægurtónlistinni frá mismunandi vinklum og reynt er að skilja hana í ólíku samhengi, út frá póli- tík, stéttaskiptingu, kynja- hlutverkum, kynþáttum, ungmennarannsóknum, tónleikamenningu, fagurfræði, miðlun (geisladiskar, vínyll, streymi) eða samsetningu undir- geira (þungarokk, raftónlist, söngvaskáldatónlist o.s.frv.). Umhverfi tónlistarinnar og iðnaðurinn sem henni fylgir er skoðaður (útvarp, útgáfufyrir- tæki, fjölmiðlar, gagnrýnendur o.s.frv.) en einnig hvernig hún orkar á einstaklingana, hvort heldur þeir eru áhorfendur eða listamenn, og hvernig fólk bregst við tónlist og nýtir sér hana í daglegu lífi. Einnig er mikið verið að rýna í yfirstandandi þróun og nýmiðla, þ.e. hlutverk samfélags- miðla, tónlistarveita, spilastokka (iPod) og alnetsins almennt, einkum með tilliti nýrra neyslu- venja. Dæmi um spurningar sem hægt er að kasta fram á þessum vettvangi eru t.d. eru Bítlarnir eitthvað merkilegir tónlistarlega séð? Hvernig er hægt að útskýra velgengni Bjarkar? Er það eitt- hvað í vatninu hérna sem stuðlar að framgangi íslenskrar popp- og rokktónlistar á erlendri grundu? Er streymi og niðurhal af netinu að drepa niður tónlist eða eru þetta vegvísar til framtíðar? Var pönkið bara rusl eða stór- merkileg samfélagsbylting? Er hægt að taka Kylie Minogue al- varlega sem listamann eða er tónlist hennar bara froða? Hvað eru dægurtónlistarfræði? Listaháskóli Íslands og Háskóli Íslands standa í sameiningu að fyrstu íslensku dægurtónlistar- ráðstefnunni. Fer hún fram 22. apríl í báðum skólum. Kl. 11.30 í Odda, HÍ, mun dr. Nick Prior eiga opið samtal við Arnar Egg- ert Thoroddsen, doktorsnema í tón- listarfræðum og aðjúnkt við skólann, en kl. 13.30 færast leikar yfir í LHÍ, Sölvhólsgötu, þar sem Prior mun opna ráðstefnuna með fyrirlestri. Þvínæst kynna nemendur í námskeiðinu Menningarfræði dægurtónlistar á tuttugustu öld verkefni og svo flytja íslenskir sem er- lendir fræðimenn erindi. Þau Þorbjörg Daphne Hall, lektor við LHÍ, dr. Viðar Hall- dórsson, dr. Davíð Ólafsson og Arnar Egg- ert Thoroddsen eru fulltrúar Fróns en þær Dr. Áine Mangaoang og Emily Baker, doktorsnemi, koma frá háskólanum í Liv- erpool. Ráðstefnu lýkur svo með pall- borði og opnum umræðum og þar tekur dr. Páll Ragnar Pálsson, tónskáld, tón- listarfræðingur, gítarleikari Maus og kennari við LHÍ þátt ásamt fyrirles- urum. Ráðstefnan fer fram á ensku og að- gangur er ókeypis. Lærðir sem leikir eru hvattir til að mæta. Ráðstefnan er haldin til að styðja við sýni- legan vöxt í dægurtónlistarfræðum hér- lendis. T.a.m. var námskeiðið „Félagsfræði dægurmenningar“ haldið í fyrsta skipti í HÍ síðasta vor og námskeiðið „Menningarfræði dægurtónlistar á tuttugustu öld“ var haldið nú í vor. Síðasta haust fór námskeiðið „Popp- og rokktónlist í fræðilegu ljósi“ fram í Endur- menntun og væntanlegir útskriftarnemar, bæði í LHÍ eða HÍ, eru í auknum mæli farnir að skrifa um dægurtónlistartengd efni. Dagskrá dægurtón- listarráðstefnunnar AFP Kylie Minogue
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.