Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.04.2016, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.04.2016, Blaðsíða 18
Þ að var af nógu að taka þegar sest var yfir kaffibolla á Mokka með Benedikt Erlingssyni, leikara, leikstjóra, handritshöfundi og framleiðanda. Spjallið leiðir okkur í ýmsar áttir; um íslenska kvikmyndagerð, mannlegt eðli, umhverfisvá og pólítík. En við byrjum á aðkomu hans að myndinni The Show of Shows sem nú gerir það gott úti í hinum stóra heimi. Efni frá upphafi kvikmyndagerðar „Það var mikið happ í mínu lífi að komast í þetta verkefni,“ segir Benedikt um The Show of Shows sem hann leikstýrði. Myndin er heimildarmynd um sirkusa og má þar sjá myndefni víðs vegar að úr heiminum allt frá upphafi kvikmyndagerðar. Enginn sögumaður er í myndinni né viðtöl heldur líður myndin áfram undir seiðandi tónlist þeirra Sigur Rós- ar-manna, Georgs Holm, Orra Páls Dýrasonar og gítarleikarans Kjartans Dags Holm en einnig fengu þeir til liðs við sig allsherjargoð- ann Hilmar Örn Hilmarsson. „Margréti Jónasdóttur, hinum stóra og vel- tengda íslenska framleiðanda heimildarmynda hjá Sagafilm, tókst með félögum sínum að finna þennan fjársjóð sem var þetta safn,“ seg- ir Benedikt en safnið fannst í Sheffield í Eng- landi og var í umsjá konu einnar. „Hún sat á þessu eins og dreki á gulli. En Margréti og vinum hennar tókst að fá hana til að opna skúffuna og hún bauð mér að skoða þetta. Ég byrjaði með sextán tíma af efni ásamt klipp- aranum David Corno sem gerði með mér Hrossið. En svo kölluðum við inn meira efni út um heim, það var ærið verkefni. Þetta er fjar- sjóður og Margrét leiðir mig inn í hellinn og ég smíða þetta út úr þessu,“ segir Benedikt. „Það var ótrúleg upplifun að fara í gegnum þetta. Það er svo sérstakt að vera með lifandi myndir frá upphafi kvikmyndagerðar. Elsta efnið er frá 1879. Edison og Lumiere bræður að gera tilraunir. Og alveg fram á okkar tíma nánast, eða þar til sjónvarp kemur til sögunnar.“ Maðurinn er fallegur en grimmur Benedikt segist hafa upplifað í gegnum kvik- myndirnar gömlu hversu öfgakennd mann- eskjan er í raun. „Það er allt þarna, þessir öfg- ar, þetta ótrúlega í mannlegri hegðun. Fólk að búa til brauð úr hugmyndum. Hvort sem það er að klæða sig úr fötunum, dansa á línu, ríða nauti eða stinga höfðinu inn í ljón. Í þessu myndefni sér maður hvað manneskjan er mik- ið „paradox“. Við sem verur erum mótsagna- kennd. Bæði falleg og virðingaverð en líka grimm,“ segir Benedikt. „Við erum ekki bara grimm við dýr heldur líka við sjálf okkur,“ seg- ir hann og gefur dæmi úr myndinni. „Þarna er kona sem kastar hníf á dætur sínar, faðir sem heldur á ungabarninu uppi á skýjakljúfinum, menn sem ríða nautunum, í stórkostlegri lífs- hættu. Við mannfólkið elskum að sjá fólk í lífs- hættu. Hvað er það? Svo þegar fólk bjargast á síðustu stundu þá verðum við fyrir smá von- brigðum, við sjáum ekki slysið. Þegar maður fer að greina hvað það er sem skemmtir okkur verður til mjög óhugnanleg og reyndar líka falleg mynd af þessari veru sem skemmtir sér á þennan hátt. Þetta er eiginlega mannfræði- rannsókn,“ útskýrir Benedikt. „Þetta er mynd um X-factor í hundrað ár. Í dag er þetta allt gert stafrænt; risaeðlur, bílar sem hrapa, fólk að deyja. Allt gert með tölvugaldri. Þarna sjáum við þetta í alvöru. Þetta er ekki barna- efni.“ Benedikt telur að fólk sem vinnur í sirkusi við að sýna atriði sem eru jafnvel stórhættuleg stjórnist af einhvers konar skapandi gleði. „Að hrífa fólk. Og að búa til brauð úr sínum hug- myndum. En auðvitað eru launin að sjá öll þessi fallegu andlit, brosandi. Þar eru auðvitað laun listarinnar líka, í þessum andlitum.“ Tónlistin breytir sjónarhorninu Benedikt er leikstjóri myndarinnar en segir að þessi vinna sé ekki dæmigerð enda er hann að raða saman kvikmyndabútum en ekki að leik- stýra leikurum. „Ég er kvikmyndagerðar- maður sem býr til merkingarbæra upplifun. Efnið liggur fyrir og ég vinn úr því. Þetta er eins og þegar Grænlendingar gera skúlptúra úr beinum. Þeir horfa á beinið og segja: hvaða mynd er falin inni í beininu? Nú verð ég að hreinsa burt allan hroðann svo að myndin komi í ljós,“ segir Benedikt en myndin er unn- in í náinni samvinnu við klipparann David. „Við eyddum hálfu ári af ævi okkar og svo var líka mjög náin vinna með tónlistarmönnunum. Svo er spurning hvort þetta sé kvikmynd eða tónverk. Tónverk með kvikmynd eða kvik- mynd með tónverk? Samstarfið við Sigur Rós- ar-menn var mjög gjöfult og þeir komu mér á óvart. Tónlistin breytir sjónarhorninu. Þú get- ur algjörlega endurstillt sjónarhorn áhorfand- ans eftir því hvernig tónlist þú setur við mynd- ina. Í rauninni er það sögumaðurinn á einhvern hátt. Þeir endurstilltu sjónarhorn mitt,“ segir Benedikt. Tónlistin hefur verið gefin út á vinyl og heit- ir platan Circe. Hún var tilnefnd til Edduverð- launa nú í ár. „Myndin kom ekki til álita því hún var ekki frumsýnd en hún er frumsýnd núna fyrst á þessu ári. Hún hefur farið víða og fengið mikið flug, þessi mynd. Hennar vegur fer vaxandi, hún byrjaði í Sheffield sem opn- unarmynd þar og fór svo til San Sebastian og Gautaborgar og nú nýlega var hún opnunar- mynd í Vilníus. Ég var þar í viku að hneigja mig. Og nú verður hún sýnd á Tribeca kvik- myndahátíðinni á Moma safninu þar sem hún verður spiluð í lúppu í hálfan dag,“ segir Bene- dikt og hann hlakkar mikið til. Íslenska myndefnið ómetanlegt Íslenskt efni leikur stórt hlutverk í myndinni. „Það sem er merkilegt fyrir okkur Íslendinga, fyrir utan að fá innsýn í þennan geðveika heim sem „show businessinn“ er, er að sjá íslensku listamennina sem koma þar fram. Myndefnið frá Jóhanni Svarfdælingi er ómetanlegt. Hann var áhugamaður um kvikmyndatöku og átti 8 mm vél. Hann tekur upp efni sem er algjört lykilefni fyrir þessa mynd. Við fáum innsýn í líf þessa merkilega manns sem var risastjarna í þessum heimi,“ segir Benedikt og bætir við að annar Íslendingur hafi komið við sögu í mynd- inni. „Það er Jóhannes á Borg, sem var glímu- maður. Þarna sjáum við hann berjast við átján indjána. Gunnar Nelson kemst ekki með tærn- ar þar sem Jóhannes hefur hælana,“ segir hann. „Svo eru þarna mjög merkilegar myndir úr Vatnsmýrinni, konur til sýnis. Hin nakta kona hefur alltaf verið hluti af sirkusnum.“ Kalla mig „show business“ mann Benedikt hefur gert eina bíómynd í fullri lengd, Hross í Oss, sem farið hefur víða og fengið góða dóma en hún fékk meðal annars kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs. Einnig hefur hann gert tvær stuttmyndir en auk þess leikið í ýmsum leikritum, sjónvarpsþáttum og í leikþættinum margrómaða Ormstungu og Mr. Skallagrímsson svo eitthvað sé nefnt. Hann hefur í auknum mæli snúið sér að handrita- gerð og leikstjórn sem og tekið sér sæti fram- leiðandans. „Ég kalla mig stundum „show bus- iness“ mann. Það getur verið kostur að líta á svið sitt í breiðara ljósi. Ég sem leikstjóri í leikhúsi fer mikið inn á verksvið framleiðand- ans. Það er sama í kvikmyndum; íslensk kvik- myndasaga er saga leikstjóra sem eru sínir eigin framleiðendur. Í upphafi af illri nauðsyn. En um leið er það mikill kostur. Og í dag er þetta mjög algengt og regla fremur en hitt. Það er nauðsynlegt fyrir mig sem leikstjóra að hafa framleiðsluvald til að geta tekið stórar ákvarðanir. Þegar þarf að velja eða fórna á leiðinni. Peningar stjórna líka hinum listrænu ákvörðunum,“ útskýrir Benedikt. „Ég hef alltaf verið einhvers konar framleið- andi minna verka og ég ætla mér að vera líka framleiðandi fyrir aðra, það er líka leiðin fyrir mig til að lifa af á milli verkefna. Ég lifi á ekki á því að gera eina mynd á fimm ára fresti,“ segir Benedikt sem vill einbeita sér að kvik- myndagerð. „Þetta er spurning um að ná ár- angri, þá vill maður ganga alla leið. Og þetta er þá leiðin, að halda sér í bransanum,“ segir hann um hlutverk sitt sem framleiðandans. Þú ert ekki í mjög tryggu starfi, launalega séð. „Nei, guð minn góður. Ég er búinn að vera bóhem-listamaður í 19 ár. Ég var eitt ár með árs samning, annars horfir maður inn í eyði- mörkina, tekjulaus. Eftir þetta eina ár fékk ég angistarkast en þá mundi ég að þannig hafði þetta alltaf verið. Við hjónin höfum stundum klappað hvort öðru á öxlina. Við höfum náð að lifa þetta af og erum ekki mjög skuldsett. Ég á alltaf einleik sem ég get dustað rykið af,“ segir hann. Vonbrigði að fá ekki styrk hérlendis Hross í Oss er hans stærsta kvikmyndaverk- efni hingað til. „Hún fékk heldur betur vængi. Ég er í framhaldi af því að undirbúa mína næstu mynd sem ég kalla Fjallkona fer í stríð. Handritið er eftir mig og Ólaf Egil Ólafsson. Fjármögnun gengur mjög vel erlendis en öllum að óvörum kom smá babb í íslenska bátinn. Við fengum fyrst já frá ráðgjafa sjóðsins enda virð- ast menn vera nokkuð ánægðir með handritið bæði hér og erlendis en síðan fengum við nei frá kvikmyndasjóðnum sjálfum. Sem þýðir að myndin verður ekki tekin upp fyrr en sumarið 2017. Þetta voru auðvitað vonbrigði en það er ekkert réttlæti í listum. Það sem er ánægjulegt er hvað ég virðist vera heit kartafla í útlöndum. Ég er kominn með tvo stóra styrki í Frakk- landi, auk media þróunar styrks. Svo er búið að selja dreifingarréttinn fyrirfram en þetta verð- ur auðvitað dýr mynd. Við erum að tala um „ac- tion“ mynd,“ segir Benedikt. „Ég mun líklega geta gert myndina með eða án kvikmyndasjóðs en ekki fyrr en næsta sumar. Vonandi með. Því auðvitað vil ég að mitt fólk sé með og að við get- um verið stolt af þessu saman.“ Að hlúa að listum í landinu „Ég hafði alltaf ímyndað mér að við værum öll í sama liði. Í ljósi síðustu uppljóstrana í pólitík „Það er ekkert réttlæti í listum“ Benedikt Erlingsson er á leið til New York á Tribeca kvikmyndahátíðina með heimildarmyndina The Show of Shows sem hann leikstýrði. Tónlistin var í höndum Sigur Rósar-manna en myndin hefur fengið mikið lof erlendis. Benedikt er með mörg járn í eldinum, kvikmynd hans Fjallkona fer í stríð fer í tökur á næsta ári en auk þess mun hann gera barnamynd og sjónvarpsþættina Danska konan. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is ’ Við mannfólkið elskum aðsjá fólk í lífshættu. Hvað erþað? Svo þegar fólk bjargast ásíðustu stundu þá verðum við fyrir smá vonbrigðum, við sjáum ekki slysið. Þegar maður fer að greina hvað það er sem skemmtir okkur verður til mjög óhugnanleg og reyndar líka falleg mynd af þessari veru sem skemmtir sér á þennan hátt. VIÐTAL 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.4. 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.