Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.04.2016, Síða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.04.2016, Síða 32
HEILSA Frjóofnæmi hrjáir marga. Í sumum tilvikum getur verið gott að byrjasnemma (í apríl/maí) að taka ofnæmislyf og safna þannig upp forða fyrir sumarið, en best er auðvitað að ráðfæra sig við lækni. Forvarnir gegn frjóofnæmi 32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.4. 2016 Skólahreysti hefur fest sig í sessi svo um munar, enkeppnin fór fyrst fram árið 2005. Síðan þá hafa þús-undir unglinga tekið þátt og enn fleiri mætt á áhorf- endapallana að hvetja sitt fólk. Mikil spenna ríkir fyrir úr- slitakvöldið. Íþróttahúsin fyllast á hverju ári Sýn keppnninar hefur verið frá upphafi að hvetja börn til að taka þátt í alhliða íþróttaupplifun sem byggð væri á grunn- forsendum almennrar íþróttakennslu og þar sem keppendur ynnu að mestu leyti með eigin líkama í þrautunum. Andrés Guðmundsson, framkvæmdastjóri Skólahreysti, segir að keppnin hafi gengið ótrúlega vel í ár. „Það kemur manni alltaf jafn mikið á óvart og gaman að sjá þegar að íþróttahúsin fyll- ast á hverju einasta ári af áhorfendum. Yfir 90% af skólum mæta til leiks,“ segir Andrés, sem segir að mikill metnaður ríki hjá skólunum. Hann segir að skólarnir séu sífellt að verða virkari í samvinnu við Skólahreysti. Keppt í fimm erfiðum greinum Fjórir eru í hverju liði og er keppt í fimm greinum. Keppt er í upphífingum, dýfum, armbeygjum, hreystigreip og í hraða- braut. Andrés segir allar þrautirnar vera erfiðar. „Það eru alltaf sömu þrautirnar. Þá vita krakkarnir að hverju þau ganga,“ segir hann. „Ég vil hrósa krökkunum, en ég er fullur aðdáunar á því hvað þau eru dugleg og að enginn skuli hætta í keppni. Allir eru að gera sitt besta,“ segir Andrés. Tólf skólar eru í úrslitum. Það eru Holtaskóli, Grundakóli, Grunnskólinn á Ísafirði, Lindaskóli, Laugalækjarskóli, Hvols- skóli, Kelduskóli, Árskóli, Síðuskóli, Egilsstaðaskóli, Stóru- Vogaskóli og Hagaskóli. Áhorfið á þáttunum hefur aukist mik- ið og hefur verið það mesta í ár frá upphafi. Úrslitaþátturinn verður í beinni útsendingu á RÚV klukkan 20 þann 20. apríl. Úrslita- stundin nálgast Skólahreysti er nú haldin í tólfta sinn með þátttöku 108 skóla á land- inu. Sjö hundruð nemendur í 9. og 10. bekk tóku þátt í ár, en keppnin nýtur vaxandi vinsælda. Keppt verður til úrslita í Laugardalshöll næstkomandi miðvikudag. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Keppt er í upphíf- ingum, dýfum, arm- beygjum, hreystigreip og í hraðabraut. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Morgunblaðið/Kristinn Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Spennan magnast nú þegar úrslitakeppnin nálgast. Nemendurnir eru metnaðarfullir og standa sig vel. Latabæjarhlaupið, sem síðastliðinn áratug hefur verið haldið samhliða Reykjavíkurmaraþoninu, verður ekki haldið í ár. Engu að síður verður sérstakt krakkahlaup skipulagt á svæðinu í kringum Hljómskálagarðinn líkt og verið hefur en það hlaup verður ekki lengur undir merkjum Latabæjar. Leiksýning með helstu íbúum Lata- bæjar heyrir því einnig sögunni til. Ástæðan fyrir breytingunni mun vera sú að samningur Latabæjar og Ís- landsbanka, styrktaraðila Reykjavíkurmaraþonsins, rann út eftir síðasta hlaup og verður ekki endur- nýjaður. Samkvæmt upplýsingum frá Íþrótta- bandalagi Reykjavíkur, sem heldur utan um Reykjavíkurmaraþonið, verður eftir sem áður boðið upp á einhvers konar skemmtun í Hljómskálagarðinum í tengslum við nýja krakkahlaupið þótt það verði með breyttu sniði. Til stend- ur að segja nánar frá fyrirkomulagi nýja hlaupsins og skemmtiatriða tengdra því innan fárra vikna. Latabæjarhlaupið var fyrst haldið ár- ið 2006 og tóku þá hátt í 4.500 börn þátt. Árið á eftir voru þátttakendur álíka margir, en síðustu tvö þrjú ár hefur þeim börnum sem taka þátt fækkað töluvert og voru þau í kringum 2.700 í fyrra og tvö ár þar á undan. Íþróttaálfurinn fær frí þann 20.ágúst næstkomandi því ekkert Latabæjar- hlaup verður haldið samhliða Reykjavíkurmaraþoni í ár. Morgunblaðið/Eggert KRAKKAHLAUP Latabæjarhlaupið ekki haldið í ár

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.