Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.04.2016, Side 27

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.04.2016, Side 27
Nostrað er við hvern krók og kima á heimilinu. Hráar, steyptar hillur með skemmtilegum smáhlutum koma vel út í forstofunni. Bekkinn við snyrtiborðið smíðaði faðir Vingu. Myndirnar á veggjunum eru hengdar upp með svörtu límbandi sem gefur örlítið rokkað og hrátt yfirbragð. ’ Þægindi set ég ofarlega þegar kem-ur að innréttingu heimilisins, ekkisanka að sér of mörgum hlutum ogfylgja sinni eigin sannfæringu.“ Vigdís Ingibjörg, sem kölluð er Vinga, segir stílinn áheimilinu hráan en hlýlegan á sama tíma.„Þægindi set ég ofarlega þegar kemur að innrétt- ingu heimilisins, ekki sanka að sér of mörgum hlutum og fylgja sinni eigin sannfæringu,“ útskýrir Vinga sem sækir mikinn innblástur í náttúruna. „Svo elska ég Instagram og kaupi mér einstaka sinnum eitthvert freistandi tímarit.“ Vinga er sjálf með skemmtilegt Instagram undir nafninu @vingap þar sem hún birtir fallegar myndir. Aðspurð hvar parið kaupi helst inn á heimilið segist Vinga hafa mjög gaman af því að kíkja í allskyns búðir hérna heima og fá hugmyndir og innblástur „Góði hirðirinn klikkar aldrei. Ég vinn nánast við hliðina á Blómavali svo ég er líka fastagestur þar. Svo versla ég líka aðeins á netinu, til dæmis á eBay og Etsy. Ég á ömmu sem býr rétt hjá mér og stundum þegar mig langar í eitthvað nýtt á heimilið labba ég yfir til hennar og ,,versla“ hjá henni. Hún á svo svakalega mikið af skemmtilegum og fallegum hlutum bæði sem hún hefur keypt og gert sjálf og er alltaf til í að leyfa mér að taka eitthvað með mér heim sem mér líst vel á.“ Eldhúsið er í miklu uppáhaldi hjá Vingu. Sjálf valdi hún innréttingar, gólfefni og flísar á heimilið. „Ég er svo ótrúlega ánægð með eldhúsið og auk þess finnst mér afskaplega gam- an að elda og baka.“ Aðspurð hvort eitthvað sé á óskalistanum inn á heimilið svarar Vinga;„ Það er nóg á óskalistanum. Ljósmynd eftir RAX-a á vegginn, nýtt sófaborð, grill og hangandi stóll í garðinn. Já og svört hnífapör – mér finnst þau svo svöl.“ Svefnherbergið er hlýlegt og notalegt. Vegglampana fékk parið í Bauhaus en ljósmyndin er frá Etsy. Vinga er sérstaklega hrifin af ljósakrónunni með skrautperu sem hangir yfir borðstofuborðinu. Það er keypt í versluninni Rökkurrós. 17.4. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27 * Taxfree tilboðið gildir bara á sófum og jafngildir 19,35% afslætti. Að sjálfsögðu fær ríkissjóður virðisaukaskatt af söluverði. Afslátturinn er alfarið á kostnað Húsgagnahallarinnar og gildir til 29. apríl 2016 CLEVELAND Hornsófi með tungu. Hægri eða vinstri tunga. Dökk- eða ljós- grátt slitsterkt áklæði. Stærð: 308 × 140/203 × 81 cm 153.218 kr. 189.990 kr. CLEVELAND Tungusófi. Hægri eða vinstri tunga. Dökk- eða ljósgrátt slitsterkt áklæði. Stærð: 231 × 140 × 81 cm 96.766 kr. 119.990 kr.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.