Orð og tunga - 01.06.2006, Page 34
32
Orð og tunga
Notendahópur íslenskrar orðabókar er ekki af sama tagi og hópurinn
sem Mugdan miðar við; bókin þarf að þjóna mun breiðari hópi, eins
og fram kemur hér að ofan, enda er hún eina íslenska móðurmálsorða-
bókin sem gefin hefur verið út.
Hér á eftir eru þessar leiðir skoðaðar í ljósi íslenskra gagna. Tekið
skal fram að grundvallaratriðin sem talin eru hér að ofan eru ættuð frá
Mugdan; eftirfarandi staðfærsla er hins vegar mín eigin.
4.1.1 Beygingarlýsing á heima í málfræðibókum
Jafnvel þótt henta þætti að hafa klára verkaskiptingu milli málfræði-
bóka og orðabóka þannig að orðabókamotandinn þyrfti að sækja sér
upplýsingar um beygingar í málfræðibækur væri ekki hægt að kom-
ast hjá því að merkja flettur þannig að notandinn kæmist á leiðarenda
og fyndi orðinu stað í réttum beygingarflokki. Til þess að tryggt sé
að uppflettimynd sé einkvæm þarf upplýsingar um orðflokk og kyn
nafnorða, t.d. í orðunum reiði (hk og kvk) og leiði (hk og kvk). Þetta
dugar ekki einu sinni í öllum tilfellum þar sem dálítið er til af orðum
þar sem beygingarflokkamir sjálfir skilja á milli orða, t.d. í samhljóma
veikum og sterkum sögnum (brenna), og í nafnorðum eins og ró þar
sem beyging er mismunandi eftir merkingu og kenniföllin ein duga
til að skilja á milli orða. I merkingunni 'kyrrð, friður' er ró eintöluorð
og eignarfall eintölu er róar/rór en ró í merkingunni 'stálplata ... með
gati' er líka til í fleirtölu og kenniföllin eru róar (ef.et.) og rær (nf.ft).
Lágmarksupplýsingar um beygingar í íslensku til þess að hægt sé
að finna upplýsingarnar í málfræðibókum eru því samkvæmt þessu
annað tveggja:
1. Kennimyndir og kenniföll (ásamt orðflokki og kyni), a.m.k. í
einsrituðum flettiorðum.
2. Tákn (fyrir beygingarflokka) sem vísa í málfræðibók.
íslenska hefðin er að sýna kenniföll og kennimyndir, eins og gert er
í íslenskri orðabók, en dæmi eru um síðari aðferðina líka. í Rússnesk-
íslenskri orðabók eftir Helga Haraldsson (1996) er t.d. notað flókið tákna-
kerfi, sem vísar í ítarlega beygingarlýsingu aftast í bókinni. Framsetn-
ingin er að því leyti óvenjuleg að beygingarupplýsingar fylgja báðum
málunum, bæði rússnesku og íslensku.