Orð og tunga - 01.06.2012, Blaðsíða 36

Orð og tunga - 01.06.2012, Blaðsíða 36
26 Orð og tunga valið á samhengisorðunum var sett saman tíðnitafla nafnorða, sagn- orða og lýsingarorða, eitt hundrað algengustu orðunum var sleppt og næstu 5000 skilgreind sem samhengisorð. Algengustu orðin voru ekki notuð þar sem þau eru ekki nægilega aðgreinandi, það eru til dæmis ekki sérkennandi upplýsingar fyrir orð að það komi fyrir í námunda við sögnina vera. Fjöldi samhengisorða var valinn með það í huga að geta lýst dæmigerðu umhverfi markorðanna sem best en að samhengisorðin hefðu samt sem áður ákveðna tíðni í málheildinni. Þegar markorð og samhengisorð hafa verið valin þarf að skilgreina umhverfið eða samhengið sem á að kanna. Samhengið getur til að mynda verið afmarkað af ákveðnum fjölda orða í kringum markorð, svokölluðum orðaglugga, og einnig er hægt að tiltaka hvort kanna á samhengi vinstra megin, hægra megin eða báðum megin við mark- orðin. Margar rannsóknir hafa verið gerðar með mismunandi gerðum orðaglugga, en ekki hefur verið hægt að sýna fram á að ein ákveðin skilgreining sé árangursríkust (Sahlgren 2006). í þessari rannsókn voru nokkrar tilraunir gerðar með mismunandi stærðir orðaglugga. Stærri orðagluggar, t.d. af stærðinni 25 (12 orð vinstra megin og 12 orð hægra megin við markorðin), reyndust nýtast vel til þess að skipta orðum upp í merkingarsvið. Til þess að marka sérkenni orðanna enn frekar skiluðu smærri orðagluggar betri niðurstöðum. Að endingu var orðagluggi af stærðinni sjö notaður, þ.e. þrjú orð vinstra megin og þrjú orð hægra megin við markorðin voru könnuð. Fyrir greininguna var búin til tafla þar sem hver lína stendur fyrir eitt markorð og hver dálkur fyrir eitt samhengisorð. Hver reitur í fylkinu8 stendur fyrir það hve oft viðkomandi markorð (=lína) kemur fyrir með ákveðnu samhengisorði (=dálkur). I upphafi stóð því talan 0 í öllum reitum og þegar samhengisorð fannst innan orðaglugga ákveðins markorðs var talan í viðkomandi reit hækkuð um einn. Að greiningu lokinni var því hvert markorð tengt við vektor9 sem sýnir dreifingu orðsins í námunda við ákveðin samhengisorð og vektorinn er þannig lýsandi fyrir það samhengi sem orðið kemur fyrir í í textasafninu (skv. fyrirfram skilgreinda samhengishugtakinu). Kenningin sem liggur til grundvallar útreikningum á merkingartengslum er sú, að orð sem koma fyrir í svipuðu samhengi séu merkingarlega tengd (sjá t.d. Schútze 1993). Til þess að reikna út merkingartengsl markorða þarf s fylki (e. matrix): tafla með línum og dálkum. “ vektor (e. vector): hverja línu eða hvern dálk í fylki má skilgreina sem vektor. Línu- vektor samanstendur af reiturn úr dálkunum í fylkinu, hver reitur stendur fyrir einn dálk. Línuvektorar fylkis með tíu dálka telja því tíu reiti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.