Orð og tunga - 01.06.2012, Blaðsíða 79
Umsagnir um bækur
69
að óbeint í útgáfunni. I fyrsta lagi: Hvert er eiginlega aðalmarkmið
útgáfunnar? og í öðru lagi: Við sögu hvaða „Glossary" er átt í inn-
gangskaflanum?
3 Inngangur ritstjóra
Inngangi Anthony Faulkes (s. vii-xlvi) er skipt í tvo kafla: annars veg-
ar er rakinn aðdragandi Specimen lexici rnnici og tengsl ritsins við DG
55 og önnur samtímaverk hins vegar er gerð grein fyrir heimildum að
dæmum og skýringum sem koma fyrir í orðabókinni og handritinu.
3.1 „The Glossary": Uppruni og saga
Vitað er að danski vísindamaðurinn og fornfræðingurinn Ole Worm
átti frumkvæðið að útgáfu orðabókarinnar SLR, sem eignuð er Magn-
úsi Ólafssyni, presti í Laufási í Eyjafirði. Viðfangsefni orðabókarinnar
og hlutverk Magnúsar kemur fram í titli orðabókarinnar: „Specimen
lexici runici, obscuriorum qvarundam vocum, qvæ in priscis occur-
runt Historiis & Poetis Danicis, enodationem exhibens. Collectum á
Dn. Magno Olavio Pastore Laufasiensi in Islandia doctissimo."
Skýrt er frá hvernig Worm fór þess á leit við séra Magnús 1635 að
hann tæki saman lista yfir orðaforðann í fornum íslenskum kveðskap
(Specimen 2010:viii). Þrátt fyrir áhuga og þekkingu í fornum fræðum
var íslenskukunnáttu Ole Worms vægast sagt ábótavant. Telur
Faulkes að Magnús hafi þegar verið byrjaður á verki af svipuðu tagi
því þegar hann lést 1636 var orðalistinn langt kominn. Svo virðist sem
fóstursonur hans og eftirmaður í Laufási, Jón Magnússon, hafi bætt í
uppkast Magnúsar og sent Ole Worm, án þess þó að ljúka verkinu að
fullu. Afrit Jóns og uppkast Magnúsar eru nú glötuð.
Þar með hefst leitin að „The Glossary". Eins og Faulkes skýrir
frá styðst SLR (1650) ekki eingöngu við verk prestanna. í háskóla-
bókasafninu í Uppsölum er varðveitt handritið DG 55, „Glossarivm
Priscæ Lingvæ Danicæ collectum a Magno Olai Jslando Pastore
Lavfasiensi; anno M. DC. XXXVI". Handritið geymir afrit af verkum
þeirra Magnúsar og Jóns. Gerð er grein fyrir uppruna þess og tengslum
bæði við hin glötuðu handrit Laufásprestanna og við SLR eins og hún
birtist 1650. DG 55 er ýtarlega lýst. Gætir viss misræmis í efni SLR og