Orð og tunga - 01.06.2012, Blaðsíða 105
Bókafregnir
95
með tiltekin formleg einkenni (t.d. nöfn sem enda á -ti'ai eða -staðir),
ömefni af ákveðnum uppruna (t.d. staðamöfn sprottin af mannanöfnum),
staðbundin einkenni örnefna og nöfn á stjórnsýslueiningum á Islandi. Einn-
ig eru í ritinu yfirlitsgreinar, þ.á m. greinar sem fela í sér samanburð við
örnefni annars staðar, t.d. í Skotlandi og Orkneyjum, og greinar um ákveð-
in fyrirbæri s.s. Nafngiftir erlendra sjómanna á íslenskum stöðum. Nokkrar
greinar fjalla um önnur nöfn en örnefni, t.d. nöfn í skáldverkum Halldórs
Laxness og íslensk ættar- og millinöfn. Þótt nafnfræði hafi augljóslega verið
í brennidepli við val á greinum eru líka nokkrar greinar um önnur efni í
ritinu, þ.á m. um tiltekin orð, um viðskeytið -ari, um hljóðdvöl í íslensku og
um íslensk málfræðiheiti á 19. öld. Greinunum í bókinni er raðað í aldursröð;
sú elsta var skrifuð 1968, sú yngsta 2004. bær hafa áður birst í tímaritum,
greinasöfnum, afmælisritum og ráðstefnuritum innan lands og utan. Um
þriðjungur þeirra er skrifaður á íslensku en hinar eru ýmist á ensku, þýsku
eða einhverju Norðurlandamálanna. Þótt safnið sé mikið að vöxtum, rúmar
fjögur hundrað blaðsíður auk skráa, sýnir ritaskrá Svavars (1962-2009), sem
birt er í lok bókarinnar, að það geymir einungis hluta þess sem hann hefur
birt. Fyrir utan ritaskrána er stutt skammstafanaskrá og ítarleg nafnaskrá
í lok bókarinnar. Heimildir fylgja hins vegar hverri einstakri grein, ýmist
neðanmáls eða í sérstakri heimildaskrá, auk upplýsinga um það hvar hún
birtist fyrst og stundum fylgir henni útdráttur á öðru máli en því sem hún
er skrifuð á.
Greinasafn Ásgeirs Blöndals Magnússonar skiptist í tvo hluta. Sá fyrri
nefnist Orðfræði og þar eru tólf tiltölulega stuttar greinar um orð og orða-
forða. Flestar þeirra skrifaði Ásgeir sem fasta pistla í íslensk málfræði-
tímarit, íslenska tungu á árunum 1960-1965 undir yfirskriftinni „Ur fórum
Orðabókarinnar" og í þættinum „Orð af orði" í fyrstu árgöngum Islensks máls.
Auk þess eru í þessum hluta tveir mjög ítarlegir ritdómar um etýmólógískar
orðabækur Holthausen (birtur 1950) og de Vries (birtur í þremur hlutum
1957-1962). I síðari hluta safnsins, sem hefur yfirskriftina Málfræði, eru sex
greinar frá árunum 1953-1981, hver um sig um tiltekið efni í íslenskri eða
norrænni málsögu. Flestar þeirra fjalla um þróun hljóðkerfis og framburðar
en þama er einnig grein um endurtekningarsagnir með t-viðskeyti og önn-
ur um þróun orðaforðans. Aftan við greinamar er skammstafanaskrá, sam-
eiginleg ritaskrá fyrir allar greinamar og ítarleg skrá um íslensk orð sem
fjallað er um í greinunum. Gunnlaugur Ingólfsson, einn ritnefndarmeðlima,
skrifar inngang að greinasafninu. Þar segir hann frá ævi og störfum Ásgeirs
og fjallar um greinarnar sem birtar eru í safninu en í því mun vera dregið
saman megnið af því sem Ásgeir ritaði um íslenskt mál og málfræði fyrir
utan höfuðrit hans, Islenska arðsifjabók (1989), sem gefin var út að honum
láhuim.