Orð og tunga - 01.06.2012, Blaðsíða 67

Orð og tunga - 01.06.2012, Blaðsíða 67
Jón Hilmar Jónsson: Að fanga orðaforðann 57 eru misjafnlega virkar, og svo miðað sé við orðasambandavensl (sam- setningarvensl hafa óskýrara gildi að þessu leyti) getur stundum verið erfitt að greina dæmigerð og einkennandi orðasambönd. En virkar flettur, þar sem um er að ræða drjúgan fjölda tengdra flettna (lykilorða) í gagnagrunninum, má bera saman og athuga hvaða mælikvarðar koma til greina við að meta skyldleikastigið. Slíkt mat á áþreifanlegum og tölulegum grunni hefurbæði fræðilega og hagnýta þýðingu og styður þær beinu flokkunaraðgerðir sem áður er lýst (um aðferðir við mat á merkingarskyldleika má m.a. lesa hjá Önnu Björk Nikulásdóttur og Matthew Whelpton 2010). Merkingarflokkurinn ósannindi sameinar orð og (merkingarbær) orðasambönd, þar sem saman koma nafnorð, lýsingarorð og sagnir: lygi, uppspuni, skrök, staðlausirstafir; lygari, lygalaupur, ósannindamaður; lyginn, skröksamur, skreytinn; Ijúga, búa <þetta> til, fara frjálslega með staðreyndir, segja ósatt. Með yfirsýn um þetta orðafar í gagnagrunni orðanetsins má mynda klasa með samheitum (Jygi, ósannindi, skrök, uppspuni), tengja saman skyldheiti (lygi, hálfsannleiki; Ijúga, leyna sannleikanum) og greina andheitapör (sannleikur - lygi; sannindi - ósannindi). Þá er byggt á mati greinandans án þess að það sé stutt sýnilegum gögnum. En þar sem um er að ræða flettur með fjölbreyttum lykilorðum getur beinn sam- anburður á lykilorðatengslum varpað ljósi á merkingarvenslin og verið til vísbendingar um hversu náin þau eru. A mynd 3 eru nokkrir bútar úr slíku tengslakorti flettnanna lygi og ósannindi þar sem fram kemur að flettumar eiga sér 87 sameiginleg lykilorð (í miðdálkinum) en önnur lykilorð eru bundin annarri þeirra í gagnaefninu. Hér ber mest á gagnategundunum orðasamband (O) og orðapar (P) en SAMSETNINGARLIÐUR (H), ORÐTAK (ot), ANDHEITI (A) Og JAFNHEITA- runa úr erlend-íslenskum orðabókum (R) koma einnig við sögu. Með því að bera flettuna lygi að fleiri flettum á þennan hátt fæst mynd af því hvaða flettur standa henni næst með tilliti til lykilorðatengsla. Gallinn við þennan vitnisburð er sá að hér er blandað saman ólík- um gagnategundum sem geta vegið misjafnlega þungt. Með því að binda samanburðinn við tiltekna tegund sem sýnir nægilega virkni má ætla að myndin geti orðið skýrari og ná megi lengra við að greina og meta merkingarlegt skyldleikastig. Þá er vænlegast að líta til orða- para því þar er virknin og fjölbreytnin gjarna mest og þar tengjast saman málfræðilega samstæðar flettur (af sama orðflokki).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.