Orð og tunga - 01.06.2012, Blaðsíða 56
46
Orð og tunga
því tífaldast. Fleiryrtir nafnliðir koma einnig til sögunnar, og atviks-
liðir koma fram á sjónarsviðið sem virkar flettur. Meðferð lýsingar-
orða í þessu samhengi er hins vegar óskýrari, þar sem merking þeirra
er gjarna afar kvik, en einræðing og fleiryrtar flettur hafa þar einnig
hlutverki að gegna eins og vikið verður að í kafla 5.4.
I flettulistanum kemur einræðingin fram í töluröðuðum lista þar
sem lýsandi skýring eða skýringarorð auðkennir hverja flettu fyrir
sig:
(1) 1 fýla no kvk (vond lykt)
2 fýla no kvk (ólund)
3 fýla no kvk (þoka, fúlviðri)
Slík aðgreining einyrtra flettna er mest áberandi meðal nafnorða enda
eru merkingarskilin þar hvað greinilegust. Meðal fleiryrtra flettna er
hún hins vegar fátíð enda nær einræðingin þar oftast að endurspeglast
í sjálfri flettumyndinni.
5.1 Fleiryrtar sagnaflettur
Sagnaflettur í orðanetinu eru settar fram sem heilir sagnliðir og rök-
liðagerðin á þann hátt gerð sýnileg. Framsetningin er að fyrirmynd
orðasambanda í Orðastað og Orðaheimi, með afmörkun breytilegra
liða innan oddklofa:
(2) gefa <honum, henni> <mat, hressingu>
renna <bílnum> <inn í stæðið>
Fletturnar í (2) hefjast á sögn í nafnhætti án þess að á undan fari til-
greint frumlag. Flettur með því sniði eiga við þegar um er að ræða
nefnifallsfrumlag í eintölu með vísun til persónu. Annars er frum-
lagsliðurinn tilgreindur á undan sögninni eins og í (3):
(3) <dómur> fellur
<honum, henni> leiðist <námið>
<þeir, þær, þau> þérast
Krafan um einræðingu og fleiryrtar flettur gerir það að verkum að af
einstökum sögnum geta sprottið fjölmargar sagnaflettur, breytilegar
að formi og merkingu. Svo að vísað sé til algengra og fyrirferðarmik-
illa sagna kemur sögnin halda fram í rösklega 500 flettum, í ólíku um-