Orð og tunga - 01.06.2012, Blaðsíða 71

Orð og tunga - 01.06.2012, Blaðsíða 71
Jón Hilmar Jónsson: Að fanga orðaforðann 61 venslategundum og flokkuninni miðar áfram. Birtingarformið er enn í mótun og sumt af því sem hér verður nefnt er breytingum undirorpið. Því verður aðeins staldrað við megindrættina og þær hugmyndir um hlutverk og notagildi sem einkenna orðabókarlýsinguna. A vefsíðunni er athyglinni beint að innbyrðis venslum flettnanna, og fletturnar koma fram sem grunneining, án þeirra orðasambanda og samsetninga sem þær kunna að geyma í gagnagrunninum. Aðild og hlutur einstakra flettna ræðst af því hvort og í hvaða mæli greiningin hefur skipað þeim í samband við aðrar flettur. Sums staðar hafa aðeins verið greind vensl milli tveggja flettna, annars staðar eru tengsl við hóp eða hópa flettna af ólíkum venslategundum. Merkingarleg og hugtaksbundin vensl flettnanna eru í forgrunni og við greininguna byggist upp orðabókarlýsing sem sameinar hlut- verk samheita- og hugtakaorðabókar. Með tilliti til þess að greiningin þarfnast frekari yfirferðar og samræmingar er fyrst í stað ekki greint til fulls á milli samheita og skyldheita. Sé um orðapör að ræða eru þau tilgreind sérstaklega, svo og andheiti. Merkingarflokkun undir hugtakaheitum er enn sem komið er einkum fyrir hendi meðal sagna- flettna. Þar er jafnframt vísað til skyldra merkingarflokka (hugtaka). I stað þess að velja merkingarflokkunum heiti hefur hver flokkur tiltekna flettu í sínum hópi, eins konar forystuflettu, að yfirskrift. Með því er gert ráð fyrir að notendur nálgist lýsinguna og það sem leitað er að út frá formbundnum leitarstreng. Flettulistinn veitir víða yfirsýn um formlega venslaðar flettur. Af flettustrengnum „bera" spretta til dæmis fram nálega 500 stafrófs- raðar flettur. Leit með algildisstaf getur svo tengt saman flettur með sameiginlegum lið. Þannig skilar leitarstrengurinn „>f'hest!f" yfir 800 flettum, strengurinn „* [hestur]" rösklega 200 flettum með lýsingar- orðum og strengurinn „* <hest*" um 150 flettum í mynd sagnarsam- banda. Mörkunarstrengir fleiryrtra flettna eru ekki beinir leitarþættir á vef- síðunni en innan einstakra merkingarflokka má gera þá sýnilega og virkja þá til umröðunar á flettunum þar sem markið ræður röðinni. A mynd 4 kemur fram breytileg fletturöð undir forystuflettunni meiða sig, eftir því hvort texti rofans hægra megin er fela setningargerð eða sýna setningargerð. Hér er miðað við að mörkunin nýtist notendum án þess að þeir þurfi að tileinka sér forsendur hennar og tilhögun og hafa fulla yfirsýn um skammstafanir og gildi þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.