Orð og tunga - 01.06.2012, Blaðsíða 58
48
Orð og tunga
Svo að aftur sé litið til flettna með sögninni halda varpa mörkun-
arstrengir þeirra ljósi á setningarleg einkenni sagnarinnar og ýmsar
samstæður verða sýnilegar eins og sjá má í (6)1-4:
(6) 1 so no-dg
halda þræðinum
halda munninum
halda ærunni
2 so fs no-a fs <fn-p-d>
halda í ár með <honum, henni>
halda í hönd með <honum, henni>
halda í taum með <honum, henni>
3 so <no-a>
halda <fund, ráðstefnu>
halda <jól, páska; afmæli>
halda <vinnumann, ráðskonu>
4 <no-ng> so
<áin; ísinn> heldur
<reipið> heldur
<samningurinn> heldur
Þannig getur fengist athyglisverður samanburður á einstökum sögn-
um, bæði að því er varðar setningarleg einkenni og hversu virkar þær
eru í ýmsum sagnasamböndum.
Með tilliti til flokkunar er þó mikilvægara að athuga hvernig tiltek-
in mörk koma fram í heild meðal flettnanna, óháð einstökum sögn-
um. A mynd 1 koma fram stafrófsraðaðir bútar úr flettulista þriggja
marka. I (la) er nafnliðurinn breytilegur og þar beinist athyglin að
fallstjórn og merkingareinkennum nafnorðins en í (lb) og (lc) er um
fast nafnorð að ræða og sambandið myndar skýra merkingarheild, í
flestum tilvikum sem fastmótað orðtak.
Myndun fleiryrtra sagnaflettna dregur hér orðtökin inn í raðir sagn-
anna, þar sem þau birtast í samhengi við formlega og merkingarlega
skyldar flettur en standa ekki einangruð í undirskipuðum liðum nafn-
orðaflettna eins og venja er til í prentuðum orðabókum.
Málfræðileg mörkun fleiryrtra flettna, sagnaflettna jafnt sem ann-
arra, hefur verulegt hagnýtt gildi til leiðsagnar um samheitavensl og
-óákv. fornafn nieö vísun til persónu er auðkennt með ig og afturbeygt fornafn fær
viðbótarþáttinn =r. Fall nafnorða, lýsingarorða og fornafna er auðkennt með =n
fyrir nefnifall, -a fyrir þolfall, <1 fyrir þágufall og =g fyrir eignarfall. Nafnorð með
greini fær auðkennið g aftan við fallþáttinn.