Orð og tunga - 01.06.2012, Blaðsíða 110
100
Orð og tunga
Önnur íslensk erindi voru þessi:
• Guðrún Kvaran, SÁ: Ordbogsmanuskripter og et historiskt ordbogsar-
bejde.
• Gunnlaugur lngólfsson, SÁ: Deforste islandske ordbeger.
• Jón Hilmar Jónsson, SÁ: Adverb og adverbialer: en forsomt ordklasse i
ordbokene.
• Helgi Haraldsson, prófessor emeritus, Háskólanum í Osló: Islandsk-
tsjekkisk /Tsjekkisk-islandsk ordbok. Orientering.
Dvölin í Lundi var ánægjuleg, í góðum félagsskap og góðu veðrið, a.m.k. í
minningunni. Þá var eftirminnilegt að sjá prúðbúna doktoranta streyma í
útskrift við Háskólann í Lundi í næsta húsi við ráðstefnustaðinn, í síðkjólum
og kjólfötum, við drynjandi fallbyssuskot. Andrúmsloftið við virðulegan
gamlan háskóla birtist þar í öllu sínu veldi.
Ráðstefnur sumarið 2012
Norræn nafnfræðiráðstefna
Dagana 6.-9. júní 2012 verður fimmtánda norræna nafnfræðingaráðstefn-
an haldin í Askov í Danmörku undir yfirskriftinni „Navne og skel - skellet
mellem navne" (Nöhi og skil - skilin milli nafna). Nafnfræðideild norrænu
rannsóknarstofnunarinnar við Kaupmannahafnarháskóla stendur að ráð-
stefnunni. I kynningu á þema hennar benda skipuleggjendur á að ýmiss konar
skil eða mörk, bæði hlutlæg og huglæg, komi við sögu í nafnarannsóknum
og að efnið geti jafnt snert örnefnarannsóknir, mannanafnarannsóknir, rann-
sóknir á nöfnum í borgarumhverfi og á hvers kyns nöfnum af öðru tagi.
Allar upplýsingar um ráðstefnuna má nálgast á vefsíðu hennar, http://nfi.
ku.dk/navnekongres2012.
Alþjóðleg ráðstefna um sögulega orðabókafræði og orðfræði
Dagana 25 - 28. júh' 2012 verður 6. alþjóðlega ráðstefnan um sögulega orða-
bókafræði og orðfræði (ICHLL) haldin í Jena í Þýskalandi. Hún er skipulögð
af indóevrópskudeild Friedrich-Schiller háskólans í Jena og saxnesku vís-
indaakademíunni í Leipzig. Fyrirlestrar, sem fluttir verða á ensku, þýsku
eða frönsku, munu fjalla um ýmsar hliðar sögulegrar orðabókafræði, rann-
sóknir á sögulegum orðabókum og sögulega orðfræði. Frestur til að skila
útdráttum er liðinn en enn er hægt að skrá sig á ráðstefnuna. ítarlegar upp-