Orð og tunga - 01.06.2012, Blaðsíða 98
88
Orð og tunga
Catharina Nyström Höög. 2005. Tcamworkl Mmi kan lika gcirna sam-
arbeta\ Svenska ásikter om importord. Moderne importord i spráka i
Norden IX. Oslo: Novus forlag. 190 bls. ISBN 978-82-7099-411-3.
Jacob Thogersen. 2007. Det er meget godt som det er ... er det ikke? En
undersogelsc af danskernes holdninger til engelsk. Moderne importord
i spráka i Norden X. Oslo: Novus forlag. 270 bls. ISBN 978-82-7099-
479-3.
Hanna Óladóttir. 2009. Shake, sjeik eller mjólkurhristingur? Islandske
holdninger til engelsk sprákpávirkning. Modeme importord i spráka i
Norden XI. Oslo: Novus forlag. 149 bls. ISBN 978-82-7099-567-7.
Leila Mattfolk. 2011. Attityder till det globala i det lokala. Finlands-
svenskar om importord. Moderne importord i spráka i Norden XII.
Oslo: Novus forlag. 237 bls. ISBN 978-82-7099-653-7.
I þessum fjórum ritum er dregið saman mikið efni um viðhorf Svía,
Dana, Islendinga og sænskumælandi Finna til tungumálsins og til er-
lendra áhrifa og aðkomuorða, einkum úr ensku. Sænska og íslenska
rannsóknin byggjast á djúpviðtölum við 24 einstaklinga hvor rann-
sókn, sú finnska á 36 viðtölum og sú danska á viðtölum við 47 ein-
staklinga. Öll viðtölin voru tekin árin 2002-2003. Þátttakendur voru
valdir samkvæmt hugmyndum um lífsstíl, sem er vinnulíkan ættað
úr félagsfræði og markaðssálfræði, og þeim skipt í fjóra hópa með
hliðsjón af því sem til einföldunar mætti kalla stjórnendur og und-
irmenn. Skiptingin miðast annars vegar við einkenni vinnustaðar-
ins, þ.e. hvort um er að ræða hefðbundið framleiðslufyrirtæki eða
nútímalegt þjónustufyrirtæki, og hins vegar við stöðu fólks á vinnu-
stað, þ.e. yfirmenn og millistjórnendur andspænis undirmönnum.
Talið er að þessir þættir hafi áhrif á, eða endurspegli, að einhverju
leyti lífsstíl fólks og sjálfsmynd og þá um leið viðhorf þess. í reynd
eru fyrirtækin valin fyrst og síðan þátttakendur innan þeirra. Reynt
var að hafa meðalaldur sem næstan 35 árum. (Sjá nánar Höög 2005:41
o.áfr., Thogersen 2007:20 o.áfr., Hanna Óladóttir 2009:33 o.áfr., Matt-
folk 2011:37 o.áfr.)
Greinargerð Hönnu Óladóttur hefst á sögulegum inngangi sem er
prýðileg viðbót við umfjallanir Guðrúnar Kvaran og Ástu Svavars-
dóttur í 1. bindi ritraðarinnar og Ara Páls Kristinssonar í 2. bindi.
Meginkafli ritsins er greining 24 einstaklingsviðtala. Er þar fjallað
um notkun ensku og viðhorf til hennar, íslenskt mál og viðhorf til