Orð og tunga - 01.06.2012, Blaðsíða 60

Orð og tunga - 01.06.2012, Blaðsíða 60
50 Orð og tunga og mannleg samskipti, afbrýðisemi og illt umtal, gróið land og bithagar. Gildi þeirra felst hér að nokkru leyti í því að skerpa merkingarleg einkenni þeirra flettna sem þær tengjast en um leið búa þær yfir merkingareinkennum sem beina þeim í samheitasambönd og stærri merkingarflokka. Aðrir nafnliðir eru sjálfstæðir og merkingarbærir án tillits til samhengis: ást í meinum, eldri borgarar, samsett orð, dýr merkurinnar, tímans tönn. Staða og hlutverk nafnorða í setningarlegu samhengi er breytilegt með tilliti til þess hvort þau eru rökliðir (frumlög og andlög) eða umsagnir (sagnfyllingar). Nafnorð í sagnfyllingarstöðu með sögninni vera hafa áþekkt hlutverk og lýsingarorð, og sum nafnorð koma fyrst og fremst fram í þeirri stöðu: vera ágætismaður, vera dndlusokkur, vera plága, vera söngmaður. Til að draga fram þessa sérstöðu og skerpa merk- ingartengslin við sambærileg lýsingarorð eru flettumyndir nafnorða af þessu tagi hafðar tvíyrtar og eftir atvikum fleiryrtar: vera hamhleypa, vera JmmJdeypa til verka, vera hamhleypa að dugnaði, verafuni í skapi, vera lmfsjór afjróðlcik. Tengslin við lýsingarorð í fleiryrtum samböndum koma auk þess gjarna fram í því að sambandið (og þar með flett- an) rúmar bæði nafnorð og lýsingarorð: vera besta skinn, vera harður húsbóndi; vera forkur duglegur, vera köttur liðugur. Þessi tilhögun styrkir stöðu þessara sambanda sem flettna og greiðir fyrir því að fletturnar rati í viðeigandi merkingarflokka. Nafnorðaflettur af þessu tagi, með nafnháttarmynd sagnarinnar vera sem upphafslið, eiga við persónu- bundið (ótilgreint) frumlag. 5.3 Atviksliðaflettur Merkingarbærir atviksliðir hafa yfirleitt verið illa sýnilegir sem af- markaðar einingar í orðabókartexta og að því marki sem þeir koma fram eru þeir undirskipaðir einyrtum flettiorðum, oftast nafnorðum eða sögnum. 1 orðanetinu eiga slíkir liðir fullan rétt á sér sem fleiryrtar flettur í virkum form- og merkingartengslum innbyrðis og við stök atviksorð, og við flettur af öðrum orðflokkum innan stærri merkingarheilda. Hér sem annars staðar dregur málfræðileg mörkun fram orðbundin og setningarleg munstur, sem í mörgum tilvikum endurspegla merk- ingarleg vensl, eins og sýnd eru dæmi um á mynd 2.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.