Orð og tunga - 01.06.2012, Blaðsíða 97
Umsagnir um bækur
87
þessum toga laga sig yfirleitt vel að íslensku máli og á það einkanlega
við um framburð þeirra. Hljóðfræðibreyturnar sem rannsakaðar voru
koma langoftast fram með því gildi sem svarar til eðlilegs íslensks
framburðar að tvæimur undanskildum sem ekki sýna jafnskýra að-
lögun. Það eru samhljóðaklasar í upphafi orða eins og chilla og langt/
stutt sérhljóð á undan tveimur samhljóðum í orðum á borð við roast-
beef, en hvort tveggja er þó mun oftar lagað að íslensku hljóðkerfi en
ekki. Hið sama á við um beygingarlegar breytur að undanskilinni
sambeygingu lýsingarorða af enskum toga, en þau eru iðulega höfð
óbeygð.
Helge Omdal og Helge Sandoy (ritstj.). 2008. Nasjonal eller inter-
nasjonal skrivemáte? Om importord i seks nordiske samfunn. Moderne
importord i spráka i Norden VIII. Oslo: Novus forlag. 187 bls. ISBN
978-82-7099-490-8.
Sjö bókarkaflar sem fjalla um aðlögun nýlegra aðkomuorða (þ.e.
sem tekin hafa verið upp eftir seinni heimsstyrjöld), fyrst og fremst
af engilsaxneskum uppruna, að norrænu ritmálunum. Um íslensku
skrifar Asta Svavarsdóttir í kaflanum „"Staffið er megakúl." Om til-
pasning af moderne importord i islandsk skriftsprog" (bls. 21-48).
Höfundur greinir þar 458 íslensk orð úr sömu athugun á dagblaða-
textum og þeirri sem fjallað var um í 3. bindi ritraðarinnar, aukinni
með viðbótargögnum úr gagnagrunni Morgunblaðsins. Af þessum
orðum eru 292 úr ensku. Greiningin byggist á 45 mismunandi staf-
sehningar- og beygingarlegum breytum, og miðast greiningin á staf-
setningaraðlögun við orð af enskum uppruna en hin beygingarlega
við öll orðin sem athuguð voru. Meðal þess sem fram kemur er að
langflest aðkomuorðin eru annaðhvort beygingarlega aðlögðuð eða
hlutlaus með tilliti til þeirra breytna sem kannaðar voru, og einungis
2% sýna augljós merki um erlend beygingareinkenni. Öllu fleiri orð
sýna einhver erlend merki í rithætti sínum en þó er nálega helming-
urinn lagaður að íslenskum ritvenjum og fjórðungur í viðbót er hlut-
laus með tilliti til breytna sem voru kannaðar; minna en þriðjungur
orðanna er því ritaður andstætt íslenskum ritvenjum.
Síðustu fjögur rit þessarar ritraðar, sem fjallað er um hér, eru
eigindlegar sérrannsóknir sem fjalla um sænsku, dönsku, íslensku og
Finnlandssænsku.