Orð og tunga - 01.06.2012, Blaðsíða 69
Jón Hilmar Jónsson: Að fanga orðaforðann
59
Samanburður út frá orðapörum fæst ekki svo mark sé að nema
byggt sé á gríðarstóru textasafni. Þar hefur Tímarit.is verið undirstaðan
og skilað miklum og fjölbreyttum gögnum og aukið verulega við
flettuforða orðanetsins.
Raunhæfasti mælikvarði á merkingarskyldleika sem orðapör hafa
að bjóða er fólginn í því að greina fjölda sameiginlegra fylgdarorða
(meðorða). Við slíka greiningu kemur til dæmis fram að orðin lygi og
ósannindi tengjast bæði orðinu óheilindi (lygi og óheilindi, óheilindi og
ósannindi) og óheilindi tengist jafnframt sumum þeirra orða sem mynda
önnur orðapör með orðunum lygi og ósannindi. Þar sem hvert orðapar
er aðeins skráð einu sinni burtséð frá textatíðni gætir lítt séreinkenna
einstakra texta og virkustu fylgdarorðin skera sig glögglega úr í stóru
safni.
I gagnagrunni orðanetsins koma fram 132 orðapör með flettunni
lygi. Samanburður á orðapörum leiðir í ljós að eftirtaldar flettur
standa henni næst í þessari röð (fjöldi sameiginlegra fylgdarorða er í
svigum): ósannindi (69), rógur (50), rógburður (44), blekking (36), ósann-
sögli (35), uppspuni (34), fleipur (32). Myndina má svo skerpa enn frekar
með því að stilla saman tveimur flettum eins og gert er í töflu 1, þar
sem fram kemur að virkustu tengsl flettnanna lygi og ósannindi eru að
miklu leyti bundin sömu orðum. Töludálkarnir sýna fjölda orðapara,
sá fremsti á við flettuna sem er yfirskrift samanburðarins, sá í miðið
við flettuna framan við og í þeim aftasta er fjöldi orðapara þar sem
fylgdarorðið er sameiginlegt þeim báðum. Þannig kemur orðið lygi
fram í pörum eins og lygi og skrök og tilbúningur og lygi. Fylgdarorðin
skrök og tilbúningur reynast svo að sínu leyti mynda pör með mörgum
þeirra orða sem tengjast orðinu lygi á sama hátt, t.d,fals og skrök (sbr.
lygi ogfals), tilbúningur og ímyndun (sbr. lygi og ímyndun). Við þennan
samanburð ber ekki aðeins að líta á fjöldann því hlutfallið skiptir
einnig máli og flettur neðar á listanum (með færri orðapörum) geta
sýnt hlutfallslega mikil tengsl.
ÍX8Í__________________________
ósannindi I no hvk flt 11321209169
rógurlno kkl 1321187150
rógburðurlno kkl 1321117144
blekking I no kvk 1132187136
ósannsögli I no kvk 1132163135
uppspuni I no kk 1132180134
fleipur I no hvk 1132176132
ósannindi__________________
lygar I no kvk flt 12091204196
rógur I no kk 12091187176
lygi I no kvk 12091132169
rógburðu r I no k k 12091117162
uppspuni I no kk 1209180145
tilbúningur I no kk 1209150131
skrök I no hvk 1209141130