Orð og tunga - 01.06.2012, Blaðsíða 83

Orð og tunga - 01.06.2012, Blaðsíða 83
Umsagnir um bækur 73 sérlega aðgengilegt enda er tilgangur útgáfunnar að vissu leyti óljós. Viðfangsefnið virðist í rauninni vera hvorugt ritanna, SLR eða DG 55, fyrir sig heldur virðist með „the Glossary" vera átt við mengi heimilda og efnis sem á einhvern hátt tengist orðabókinni. Utgáfa orðabókar í ritröðinni Orðfræðirit fyrri alda gæti í sjálfu sér verið vísbending um að efnið sé unnið frá orðfræðilegum sjónarhóli. Svo er þó ekki í þessu tilfelli, því sem orðfræðilegar heimildir eru verkin látin tala fyrir sig sjálf. I staðinn liggur áherslan á hinu textafræðilega og fílólógíska sjónarhorni. Horft er aftur í tímann, á miðaldamálið, og ekki fram á við á upphaf orðfræðilegra lýsinga á íslensku. Um gæði verksins sem textafræðilegs og fílólógísks framlags er ég lítt dómbær, og lofsyrði á veikum grunni eru kannski ekki mikils virði. Þrátt fyrir það tel ég hér mikið verk unnið við að fylla í eyður í vitneskju okkar um orðaforðann í íslenskum fornbókmenntum og einnig um hvaða miðaldahandrit voru fyrir hendi á fyrri hluta 17. aldar. Þar að auki er mikill kostur að nú skuli þessi verk vera handbær þeim sem áhuga hafa á fyrstu orðabókinni um íslenska tungu. 6 Viðauki: um Specimen lexici runici 1650 Eins og gerð er grein fyrir í inngangi útgáfunnar er Specimen lexici runici að mörgu leyti dæmigerð fyrir orðabækur 17. aldarinnar. Þetta varðar einkum sundurleitar upplýsingar í flettugreinunum og ófull- komna prentlist. Orðabókin er þó að sumu leyti sérstæð. Auk þess að vera fyrsta orðabókin sem fjallar um íslenskt mál er hún fremst í flokki orðabóka á Norðurlöndum um að skýra frá málfræðilegum eig- inleikum flettiorðsins. Nafnorðum, lýsingarorðum og sögnum fylgja oft, en þó ekki alltaf, upplýsingar um orðflokk og oft er nánar getið um orðmyndina ef hún er önnur en grunnmyndin. Einnig kemur fyr- ir að tiltekin beygingarmynd orðsins sé gefin upp og rædd. Orðaforð- inn er að miklu leyti nafnorð og er kyn þeirra tilgreint. Nokkuð er um lýsingarorð en sagnorð og smáorð eru tiltölulega fá. Orðabókin geymir þannig upplýsingar sem eru áhugaverðar fyrir þann sem vill kynna sér fyrstu tilraunir til málfræðilegrar lýsingar íslenskra orða. Vitað er að þrátt fyrir áhuga sinn á íslenskum fornritum hafði Ole Worm litla eða enga kunnáttu í íslensku. Þessi danski læknir og vís- indamaður var einn atkvæðamesti fornfræðingur Norðurlanda á fyrri hluta 17. aldar og hann var frumkvöðull útgáfunnar 1650. Hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.