Orð og tunga - 01.06.2012, Blaðsíða 10
Orð og tunga
viii
doktorsnemi við Háskóla Islands, sagði frá gerð Islcnsks merkingarbrunns,
þeim vélrænu aðferðum sem þar er beitt og markmiðum verkefnisins en
merkingarbrunnurinn er einkum ætlaður til nota við ýmis máltæknileg
úrlausnarefni, þ.e.a.s. hann er ætlaður vélum fremuren fólki. Loks fjallaði
]ón Hilmar Jónsson, rannsóknarprófessor viðStofnun Arna Magnússonar
í íslenskum fræðum, um Islenskt orðanet sem hann og Þórdís Ulfarsdóttir
hafa unnið að um árabil. Sjónarhornið í því verkefni er fyrst og fremst
orðabókarfræðilegt, aðferðir um margt ólíkar þeim sem viðhafðar eru
í verkefni Onnu og megintilgangurinn annar. Greiningin fer í miklu
ríkari mæli fram í höndunum, ef svo má segja, og markmiðið er ekki
síst að birta lifandi notendum ýmiss konar merkingarleg og formleg
vensl orða og orðasambanda. Málstofunni lauk með pallborðsumræðum
þar sem fyrirlesarar brugðust við erindum hver annars og áheyrendum
gafst kostur á að bera fram fyrirspumir og athugasemdir. Á grundvelli
erinda sinna og þeirra umræðna sem á eftir fylgdu hafa fyrirlesararnir nú
samið greinar sem eru uppistaðan í þessu hefti. I sameiningu gefa þær
áhugaverða innsýn í það rannsóknar- og þróunarstarf sem nú fer fram
við greiningu á merkingu og merkingarvenslum íslenskra orða og orða-
sambanda og með grein Matthew Whelpton eru íslensku verkefnin sett í
samhengi við það sem verið er að gera og gert hefur verið annars staðar.
Auk þemagreinanna þriggja eru í heftinu þrír ritdómar um nýleg verk
á sviði tímaritsins. Anna Helga Hannesdóttir, dósent við Gautaborgarhá-
skóla, fjallar um nýja útgáfu á orðabók frá 17. öld, Specimen Lexici Runici
eftir séra Magnús Olafsson í Laufási sem kom útí ritröðinni Orðfræðiritjyrri
ahia. Þá fjallar Ásgrímur Angantýsson, lektor við Háskólann á Akureyri,
um Handbók í íslensku sem kom út á síðasta ári og loks fjallar Veturliði G.
Óskarsson, dósent í Uppsölum, um ritröðina Moderna importord i sprdka i
Norden þar sem gerð er grein fyrir niðurstöðum samnefndrar rannsóknar
á nýlegum aðkomuorðum í norðurlandamálum en í dómnum horfir hann
einkum til þeirra bóka og bókarkafla sem fjalla um íslensku.
Að vanda eru svo í heftinu bókafregnir þar sem sagt er í stuttu máli
frá nokkrum nýjum og nýlegum verkum sem vakið gætu áhuga lesenda,
þ. á m. einni orðabók, íslex orðabókinni, sem er sérstaklega samin til vef-
birtingar og því ekki bók í hefðbundnum skilningi. Loks eru sagðar fréttir
af nýliðnum og væntanlegum ráðstefnum sem tengjast fræðasviði tíma-
ritsins.