Orð og tunga - 01.06.2012, Page 60
50
Orð og tunga
og mannleg samskipti, afbrýðisemi og illt umtal, gróið land og bithagar.
Gildi þeirra felst hér að nokkru leyti í því að skerpa merkingarleg
einkenni þeirra flettna sem þær tengjast en um leið búa þær yfir
merkingareinkennum sem beina þeim í samheitasambönd og stærri
merkingarflokka. Aðrir nafnliðir eru sjálfstæðir og merkingarbærir
án tillits til samhengis: ást í meinum, eldri borgarar, samsett orð, dýr
merkurinnar, tímans tönn.
Staða og hlutverk nafnorða í setningarlegu samhengi er breytilegt
með tilliti til þess hvort þau eru rökliðir (frumlög og andlög) eða
umsagnir (sagnfyllingar). Nafnorð í sagnfyllingarstöðu með sögninni
vera hafa áþekkt hlutverk og lýsingarorð, og sum nafnorð koma fyrst
og fremst fram í þeirri stöðu: vera ágætismaður, vera dndlusokkur, vera
plága, vera söngmaður. Til að draga fram þessa sérstöðu og skerpa merk-
ingartengslin við sambærileg lýsingarorð eru flettumyndir nafnorða
af þessu tagi hafðar tvíyrtar og eftir atvikum fleiryrtar: vera hamhleypa,
vera JmmJdeypa til verka, vera hamhleypa að dugnaði, verafuni í skapi, vera
lmfsjór afjróðlcik. Tengslin við lýsingarorð í fleiryrtum samböndum
koma auk þess gjarna fram í því að sambandið (og þar með flett-
an) rúmar bæði nafnorð og lýsingarorð: vera besta skinn, vera harður
húsbóndi; vera forkur duglegur, vera köttur liðugur. Þessi tilhögun styrkir
stöðu þessara sambanda sem flettna og greiðir fyrir því að fletturnar
rati í viðeigandi merkingarflokka. Nafnorðaflettur af þessu tagi, með
nafnháttarmynd sagnarinnar vera sem upphafslið, eiga við persónu-
bundið (ótilgreint) frumlag.
5.3 Atviksliðaflettur
Merkingarbærir atviksliðir hafa yfirleitt verið illa sýnilegir sem af-
markaðar einingar í orðabókartexta og að því marki sem þeir koma
fram eru þeir undirskipaðir einyrtum flettiorðum, oftast nafnorðum
eða sögnum.
1 orðanetinu eiga slíkir liðir fullan rétt á sér sem fleiryrtar flettur í
virkum form- og merkingartengslum innbyrðis og við stök atviksorð,
og við flettur af öðrum orðflokkum innan stærri merkingarheilda.
Hér sem annars staðar dregur málfræðileg mörkun fram orðbundin
og setningarleg munstur, sem í mörgum tilvikum endurspegla merk-
ingarleg vensl, eins og sýnd eru dæmi um á mynd 2.