Morgunblaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2016 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Það er vorlegt í Þingeyjarsýslu og sólin hefur skinið inn um gluggana undanfarna daga hjá mönnum og málleysingjum. Kýrnar hafa baulað á sólina og beðið með eftirvæntingu eftir því að fá að hoppa í haganum. Hreyfingin úti er þeim lífsnauðsynleg og þær búa lengi að útivistinni. Góð spá er næstu daga en þurrkur haml- ar sprettu þannig að nokkuð langt er í að sláttur hefjist í héraðinu. Á myndinni má sjá nokkrar af kúnum á Laxamýri þar sem þær fagna sumrinu, en kýr fara lík- lega út á flestum bæjum landsins í vikunni. Kúnum á Laxamýri hleypt út í sumarið Morgunblaðið/Atli Vigfússon Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Umhverfisráðherra er að undirbúa skipun starfshóps til að kortleggja miðhálendi Íslands og skoða hug- myndina um að gera það að einum þjóðgarði. Sigrún Magnúsdóttir um- hverfisráðherra vísar til umræðunnar sem er um málið en tekur fram að sjálf sjái hún alveg eins fyrir sér minni en fleiri friðlýst svæði. Á borði umhverfisráðherra liggur skýrsla starfshóps um friðland að Fjallabaki. Hópurinn lagði meðal ann- ars til að skipaður yrði sérstakur starfshópur til að vinna að stækkun verndarsvæðisins og endurskoðun friðlýsingarskilmála. Þar er meðal annars rætt um að öll Torfajökulseld- stöðin lendi innan friðlandsins, allur Laugavegurinn, Veiðivötn, Hekla, Eyjafjallajökull, Fimmvörðuháls og Skógafoss, auk Landmannalauga og annarra perla sem nú þegar eru í frið- landinu. Vert að skoða hugmyndina Sigrún segir vel koma til greina að gera þetta. „Maður horfir mjög til þessa svæðis sem eins af gullmolum ís- lenskrar náttúru. Það er vinsælt en hefur látið á sjá. Æskilegt væri að dreifa álaginu á fleiri staði innan frið- landsins.“ Hún segist hafa áhyggjur af landinu almennt og vilja reyna að bregðast við. Margt sé í gerjum. Bendir hún á hug- myndina um að gera miðhálendið að einum þjóðgarði. Fluttar hafa verið um það þingsályktunartillögur og hafa náttúruverndar- og útivistarsamtök og Samtök ferða- þjónustunnar sameinast í bar- áttu fyrir málefn- inu og safnað und- irskriftum vegna kröfunnar. Sigrún bendir á að málið hafi jafnvel bland- ast inn í kosninga- baráttu frambjóð- enda til embættis forseta Íslands. Verkefni starfshópsins verður að hennar sögn að kortleggja miðhálend- ið með auðlindum, vegum og öðrum innviðum og gera grein fyrir skipu- lagsmálum. Gera meðal annars yfirlit yfir núverandi friðlýst svæði á miðhá- lendinu, helstu náttúruverðmæti og hagsmuni. Einnig að fara yfir hug- myndina um að gera hálendið að ein- um þjóðgarði. „Ég tel vert að skoða þessa hug- mynd en tel að huga þurfi að mörgu áður en því er slegið fram að þetta sé ákjósanlegasta fyrirkomulagið,“ segir Sigrún og bætir við: „Mín persónulega skoðun er að það sé að mörgu leyti eðlilegra að skipta landinu upp í minni markaðssvæði í ferðamennsku.“ Sigrún segir að margir eigi hags- muna að gæta á hálendinu og nefnir að landið sé innan marka á þriðja tugar sveitarfélaga. Hyggst hún leita eftir tilnefningum fulltrúa hagsmunaaðila og stofnana í starfshópinn. Hún tekur það fram að henni finnist rétt að skoða þessa hugmynd áður en farið sé að skipa nefnd til að vinna að stækkun friðlands að Fjallabaki því þessi svæði skarist. Nefnd skoði hálendisþjóðgarð  Verkefnið að kortleggja auðlindir, innviði og skipulag og fara yfir hugmyndina  Ráðherra vill skoða málið áður en ákveðið verður að stækka friðland að Fjallabaki Sigrún Magnúsdóttir Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur sam- þykkti í gær að stytta viðveru barna á frístunda- heimilum um korter. Frá næsta hausti verður heimilunum lokað kl. 17. Áætlað er að þannig náist fram hagræðing sem nemur um 4 milljónum á árinu 2016 og um 11 milljónir á árinu 2017. Um 200 börn af rúmlega 4.000 nýta þessa þjónustu. „Þarna náum við að sam- ræma opnunartíma í leik- og grunn- skólum,“ segir Skúli Helgason, for- maður ráðsins. „Það var verið að setja mikla peninga í eitthvað sem af- ar fáir nýta sér. Þetta eru í kringum 5% sem hafa nýtt sér þetta korter og það vegur þungt. Það munar um þessar milljónir í þessum rekstri,“ segir Skúli. Hann segir að sparnaðar- tímabilið verði vonandi styttra en stefndi í. „Við förum vonandi að snúa vörn í sókn fljótlega.“ Í bókun Sjálfstæðisflokksins um málið kemur fram að sá mikli niður- skurður sem boðaður hafi verið á skóla- og frístundasviði sé þegar far- inn að bitna verulega á sjálfsagðri grunnþjónustu sem snúi að börnum. „Forgangsraða hefði átt í þágu skóla- barna og tryggja þeim sem besta þjónustu í stað þess að fara í hvert gæluverkefnið á fætur á öðru.“ segir í bókuninni. benedikt@mbl.is Stytta viðveru um korter Skúli Helgason  Frístundaheimilin verða opin skemur Jóhann Hjartarson er efstur eftir áttundu umferð Skákþings Íslands, sem tefld var í Tónlistarskóla Sel- tjarnarness í gær. Jóhann hefur hlotið sex vinninga, hálfum vinningi meira en þrír aðrir. Jón Viktor Gunnarsson, Héðinn Steingrímsson og Bragi Þorfinnsson eru allir með fimm og hálfan vinning eftir að þeir gerðu jafntefli í gær. Hart var barist, bæði á toppi og botni, í áttundu umferð. Jóhann lagði Einar Hjalta Jensson og mætir Guðmundi Kjartanssyni í dag. At- hygli vekur að stórmeistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson hefur að- eins hlotið tvo og hálfan vinning. Jóhann einn í efsta sæti Starfsmenn Reykjavíkurborgar voru mættir í gróðursetningu á Austurvelli í gær, gulklæddir með græna fingur. Sumarblómin eru sett niður víða um borgina og allt kapp lagt á að því verki sé lokið fyrir þjóðhátíðarhöldin 17. júní. Aðeins rúm vika er til stefnu. Morgunblaðið/Golli Gulklædd með græna fingur í gróðursetningu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.