Morgunblaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2016 Smáratorgi, Kópavogi Opið virka daga 11.00-18.00 Laugardaga 11.00-18.00 Sunnudaga 12.00-18.00 Vínlandsleið, Grafarholti Opið virka daga 11.00-18.00 Laugardaga 11.00-16.00 Sunnudaga 13.00-17.00 Markaður Smáratorgi Outlet Grafarvogi 60% 50% 50% 40% 40% LÁGMARKS- AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM NÚ 40%60% Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverja- hrepps gerir alvarlegar athugasemdir við þau gögn og rannsóknir sem lögð eru til grundvallar mati á áhrifum virkjana á ferðaþjónustu og útivist við gerð tillögu að matsáætlun fyrir Hvammsvirkjun. Bendir sveitar- stjórnin á að þar sé meðal annars stuðst við gögn frá árinu 2002 sem eigi tæpast við nú þar sem aðstæður séu gjörbreyttar. Óskar sveitarstjórnin eftir því að leitað verði álits fagaðila og hags- munaaðila, eins og til dæmis Samtaka ferðaþjónustunnar og Félags leiðsögu- manna á áhrifum virkjana á ferðaþjón- ustu á svæðinu og sérstaklega verði leitað álits ferðaþjónustuaðila í héraði. Jafnframt hvetur ferðaþjónustan Landsvirkjun til að láta kanna hug íbúa til breytinga á landslagi vegna fyrirhugaðrar virkjunar. Tekið er fram að allir fulltrúar í sveitarstjórn hafi stutt bókunina. Vilja sjá ný gögn um áhrif virkjana á ferðaþjónustu Þrívíddarmynd/Landsvirkjun Hvammsvirkjun Efsta virkjunin verður í landi Hvamms.  Sveitarstjórn veitir umsögn um Hvammsvirkjun Matsáætlun » Örfáar athugasemdir bárust þegar Landsvirkjun kynnti til- lögu að matsáætlun vegna endurskoðunar á hluta um- hverfismats Hvammsvirkjunar. » Veiðimálastofnun taldi rétt að fara betur yfir veiðinýtingu í þverám Þjórsár, fyrir ofan Hvammsvirkjun. Árni Grétar Finnsson agf@mbl.is „Það voru vissulega vonbrigði að sjá þessa lagasetningu og að sjá þetta gerast. Sérstaklega í ljósi þess að þetta voru ekki beinar verkfalls- aðgerðir sem við vorum í heldur var þetta yfirvinnubann og þrátt fyrir lögin ber engum skylda til þess að vinna yfirvinnu. Það er vandséð hvernig þessi lagasetning á að leysa þetta vandamál sem við glímum við sem manneklan er,“ sagði Sigurjón Jónasson, formaður Félags ís- lenskra flugumferðarstjóra, í sam- tali við Morgunblaðið í gærkvöldi eftir fyrstu umræðu Alþingis um frumvarp Ólafar Nordal innanríkis- ráðherra, sem kveður á um bann við verkfallsaðgerðum og frekari vinnu- stöðvunum flugumferðarstjóra. Ekki mikill samningsvilji Spurður um þá möguleika sem eru í stöðunni, úr því komið er, segir Sigurjón: „Ég veit það ekki. Ég hef satt best að segja ekki fundið mik- inn samningsvilja af hálfu viðsemj- enda okkar og síðustu fundir hafa verið svolítið þannig að það er eins og þeir hafi verið að bíða eftir ein- hverju svona inngripi.“ Sigurjón vildi ekki tjá sig um þann samningsfrest sem deiluað- ilum er gefinn, en samkvæmt frum- varpinu er lagt til að ef aðilar hafi ekki undirritað kjarasamning fyrir 24. júní 2016 skuli innanrík- isráðherra skipa þrjá aðila í gerð- ardóm sem skuli fyrir 18. júlí 2016 ákveða kaup og kjör flugumferð- arstjóra. „Við verðum bara að tala saman og sjá svo hvernig þetta fer,“ sagði Sigurjón. BSBR mótmælir harðlega Í ályktun stjórnar BSRB um inn- grip stjórnvalda í kjaradeilu flug- umferðarstjóra, sem send var fjöl- miðlum í gær, segir: „Stjórn BSRB mótmælir harðlega áformum stjórn- valda um inngrip í kjaradeilu Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Isavia.“ Þá gagnrýnir BSRB einnig þann frest sem deiluaðilum er gef- inn áður en gerðardómur er kvadd- ur til. „Með þessu beina inngripi stjórnvalda í frjálsa samninga stéttarfélags er gengið þvert á rétt launafólks til að semja um kaup og kjör við sína viðsemjendur. Stjórn BSRB telur mikilvægt að gefa deilu- aðilum svigrúm til að ná samningum án hótana um þvinganir af hálfu stjórnvalda,“ segir í ályktuninni. Sjö mínútur fyrir níu síður Við fyrstu umræðu þingsins um frumvarpið gagnrýndu þingmenn m.a. skamman fyrirvara sem þeir fengu til þess að kynna sér málið. Ásta Guðrún Helgadóttir, þing- maður Pírata, sagði að þingmenn hefðu fengið frumvarpið í hendur sjö mínútum áður en þingfundur hófst. „Þetta er nú ekki neitt smámál, þarna er verið að setja lög á borg- araleg réttindi flugumferðarstjóra. Sjö mínútur eru einfaldlega ekki nógu mikið fyrir níu blaðsíðna frum- varp,“ sagði Ásta Guðrún. Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, sagði að ríkis- stjórnin hefði komið sér upp þeim leiða vana að leysa kjaramál með lagasetningu. Í ræðu sinni velti hann því fyrir sér hvernig ríkisstjórnin ætlaði að fá flugumferðarstjóra til að sinna yfirvinnu ef ekki tækist að semja fyrir ákveðinn tíma. Róbert líkti aðgerðum ríkisstjórnarinnar við það að leysa þakleka með því að kasta hand- sprengju í þakið. „Þú losnar við þak- lekann en þú átt ekki þak yfir höfuð- ið lengur,“ sagði hann enn fremur. „Vonbrigði að sjá þessa laga- setningu“  Flugumferðarstjórar telja vandséð að lagasetning leysi mannekluna Morgunblaðið/Ernir Flugumferðarstjórar Bann hefur verið lagt við aðgerðum þeirra. Árni Grétar Finnsson agf@mbl.is Mjög ríkir almannahagsmunir standa til þess að starfsemi á ís- lenska flugstjórnarsvæðinu komist í eðlilegt horft og því eiga lög sem fela í sér bann við verkfalli rétt á sér við núverandi aðstæður. Þá er ljóst að kjaradeilan hefur haft verulega nei- kvæð áhrif á almannahagsmuni og sett verkefni ríkisins og alþjóðlegar skuldbindingar í uppnám. Þetta er meðal þess sem fram kemur í athugasemdum í greinar- gerð með frumvarpi Ólafar Nordal innanríkisráðherra um kjaramál Fé- lags íslenskra flugumferðarstjóra sem lagt var fyrir Alþingi, sem kall- að var saman til fundar kl. 15. Frum- varpið var orðið að lögum á tíunda tímanum í gærkvöldi. Gefinn frestur til 24. júní Í lögunum eru verkfallsaðgerðir Félags íslenskra flugumferðarstjóra gagnvart Isavia ohf., svo og aðrar vinnustöðvanir eða aðrar aðgerðir félagsins sem ætlað er að knýja fram aðra skipan kjaramála en lögin ákveða, gerðar óheimilar. Aðilum er þó heimilt að semja um breytingar frá því fyrirkomulagi sem lögin kveða á um en mega ekki knýja þær fram með vinnustöðvun. Hafi fulltrúar Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Isavia ohf. ekki undirritað kjarasamning fyrir þann 24. júní nk. mun gerðardómur fyrir 18. júlí nk. ákveða kaup og kjör flugumferðarstjóra. Í gerðardómi munu þrír eiga sæti; einn sem til- nefndur er af Hæstarétti, einn sem tilnefndur er af Félagi flugumferðar- stjóra og einn sem Samtök atvinnu- lífsins tilnefna. Litið til launaþróunar Í ákvarðanatöku sinni um laun og önnur starfskjör á gerðar- dómur að líta til launaþró- unar samkvæmt þeim kjarasamningum sem gerðir hafa verið á al- mennum vinnumarkaði á síðustu misserum. Gert er ráð fyrir að tímabundinn kostnað- ur ríkissjóðs á árinu 2016 vegna gerðardóms verði á bilinu 3-5 millj- ónir króna, sem felst einkum í þóknunum og aðkeyptri sér- fræðivinnu. Morgunblaðið/Golli Alþingi Þingið var sérstaklega kallað saman í gær vegna lagasetningar um bann við verkfallsaðgerðunum. Almannahagsmunir kalla á lagasetningu  Lög um bann við verkfallsaðgerðum flugumferðarstjóra Í frumvarpi innanríkisráðherra er meðalhófs gætt og þar segir að reynt sé að fara eins sann- gjarna og réttláta leið og mögu- legt er. „Þrátt fyrir að bann við verkföllum taki gildi þegar í stað samkvæmt frumvarpinu verður ekki gripið inn í frelsi til að gera samninga með gerðar- dómi fyrr en að ákveðnum tíma liðnum. Aðilum er þannig gefinn ákveðinn frestur til að ná samn- ingum. Þykir sú leið ganga skemmra en ef gerðar- dómur hefði umsvifalaust tekið til starfa,“ segir í frum- varpinu. Ef ekki nást samn- ingar tekur hlutlaus og sjálfstæður gerðar- dómur til starfa og ákveður launa- breytingar. Aðilar fá rétt- látan frest SANNGJÖRN LEIÐ FARIN Ólöf Nordal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.