Morgunblaðið - 09.06.2016, Page 6

Morgunblaðið - 09.06.2016, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2016 Barnaskór Hummel Litur: Svart, nr 28-38 Hummel Stadil Leather Verð áður: 11.995 Verð nú 8.995 Dömuskór Rieker Litur svart, nr. 36-41 Leður hælasandalar Verð áður: 14.995 Verð nú 12.995 TOLLALÆK KUN Skechers Air, herra Cooled Memory Form Litur: Burg Verð áður: 15.995 Verð nú 13.995 „Við teljum að þessar minjar séu frá 18. eða 19. öld, en það á eftir að rannsaka þær frekar,“ segir Vala Garðarsdóttir, fornleifafræðingur, um fornleifar sem komið hafa í ljós við uppgröft á lóðinni á milli Aðal- strætis 7 og Vallarstrætis 4 í Reykjavík. Uppgröfturinn þar er liður í sömu rannsókn og á lóð Landsím- ans við Kirkjustræti þar sem mannabein hafa fundist. Til stendur að reisa stórt hótel á svæðinu og var þess vegna ráðist í uppgröftinn. Vala segir ekki útilokað að eldri minjar eigi eftir að koma í ljós á staðnum, en svæðið sé þó allt meira og minna raskað af mannavöldum frá tíð fyrri kynslóða Reykvíkinga. Þarna hafi verið grafnir djúpir kjallarar og lagðar leiðslur og rör. Hún segir að rannsóknin í heild gangi vel og sé innan tímaáætlunar. Stefnt hefur verið að því að upp- greftri verði lokið ekki síðar en í lok ágúst. Við uppgröftinn starfa nú 5 til 6 fornleifafræðingar, en að auki eru nokkrir við úrvinnslu gagna. gudmundur@mbl.is Morgunblaðið/Þórður Minjar frá 18. eða 19. öld Guðni Einarsson Anna Lilja Þórisdóttir Vænta má talsverðra breytinga á mannaskipan Alþingis eftir næstu kosningar. Af núverandi 63 alþing- ismönnum hafa 11 ákveðið að hverfa af þingi og fjórir hafa ekki enn gert upp hug sinn um hvort þeir hyggjast gefa kost á sér til áframhaldandi þingsetu. Tveir alþingismenn vildu ekki svara þegar Morgunblaðið spurði hvort þeir hygðust áfram gefa kost á sér til þingstarfa eða ætluðu að hverfa af þingi. Kosningar undirbúnar Tæplega fjórðungur alþingis- manna er því að hætta eða er óákveðinn um framhaldið. Nærri 3⁄4 núverandi þingmanna ætla að gefa áfram kost á sér eða 46 þeirra sem nú sitja á Alþingi. Það er svo í höndum stjórnmálaflokkanna og kjósenda hverjir hreppa þingsæti í alþingiskosningunum sem á að halda í haust. Staðan hjá þingmönn- unum sést nánar á meðfylgjandi töflu. Eins og fram hefur komið eru stjórnmálaflokkarnir farnir að und- irbúa kosningarnar. Frambjóðend- ur verða ýmist valdir á lista í próf- kjörum, sem geta verið opin eða lokuð, á tvöföldum kjördæmisþing- um, af uppstillinganefndum eða í forvali. Að lokum eru það kjósend- urnir sem mæta á kjörstað sem ráða því hverjir munu setjast á þing. Eftir síðustu alþingiskosningar, 27. apríl 2013, tóku 27 nýir þing- menn sæti á Alþingi eða tæplega 43% þingmanna. Þar munaði mest um tólf nýja þingmenn Framsókn- arflokksins og átta nýja þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Í kosningun- um 2009 náðu einnig 27 nýir þing- menn kjöri. Af þeim voru 14 endur- kjörnir 2013. Þingheimur breytist  Ellefu þingmenn hafa ákveðið að hætta  Fjórir ekki gert upp hug sinn  Minnst 46 þingmenn stefna að endurkjöri Alþingismenn Hverjir halda áfram og hverjir hætta Gefa kost á sér áfram Árni Páll Árnason (S) Ásmundur Einar Daðason (B) Ásmundur Friðriksson (D) Ásta Guðrún Helgadóttir (Þ) Birgir Ármannsson (D) Birgitta Jónsdóttir (Þ) Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (V) Bjarni Benediktsson (D) Björt Ólafsdóttir (A) Brynjar Níelsson (D) Elín Hirst (D) Elsa Lára Arnardóttir (B) Eygló Harðardóttir (B) Guðlaugur Þór Þórðarson (D) Gunnar Bragi Sveinsson (B) Haraldur Benediktsson (D) Helgi Hrafn Gunnarsson (Þ) Helgi Hjörvar (S) Höskuldur Þórhallsson (B) Jón Gunnarsson (D) Katrín Jakobsdóttir (V) Kristján Þór Júlíusson (D) Lilja Rafney Magnúsdóttir (V) Líneik Anna Sævarsdóttir (B) Oddný G. Harðardóttir (S) Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (S) Óttar Proppé (A) Páll Valur Björnsson (A) Ragnheiður Elín Árnadóttir (D) Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (B) Sigríður Á.Andersen (D) Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (S) Sigurður Ingi Jóhannsson (B) Silja Dögg Gunnarsdóttir (B) Steingrímur J. Sigfússon (V) Steinunn Þóra Árnadóttir (V) Svandís Svavarsdóttir (V) Unnur Brá Konráðsdóttir (D) Valgerður Bjarnadóttir (S) Valgerður Gunnarsdóttir (D) Vilhjálmur Árnason (D) Vilhjálmur Bjarnason (D) Willum Þór Þórsson (B) Þorsteinn Sæmundsson (B) Þórunn Egilsdóttir (B) Össur Skarphéðinsson (S) Ætla að hætta Brynhildur Pétursdóttir (A) Einar K. Guðfinnsson (D) Frosti Sigurjónsson (B) Hanna Birna Kristjánsdóttir (D) Katrín Júlíusdóttir (S) Kristján L. Möller (S) Páll Jóhann Pálsson (B) Ragnheiður Ríkharðsdóttir (D) Róbert Marshall (A) Sigrún Magnúsdóttir (B) Ögmundur Jónasson (V) Óákveðin Guðmundur Steingrímsson (A) Haraldur Einarsson (B) Karl Garðarsson (B) Vigdís Hauksdóttir (B) Vilja ekki svara Illugi Gunnarsson (D) Jóhanna María Sigmundsdóttir (B) A: Björt framtíð B: Framsóknarflokkur D: Sjálfstæðisflokkur S: Samfylkingin V: Vinstri græn Þ: Píratar Morgunblaðið/Eggert Alþingi Flestir þingmanna á þessari mynd ætla að halda áfram. Tvö tilboð bárust í gatnagerð og lagnir fyrir veitur í væntanlegt íbúðahverfi PCC Seaview Residen- ces á Húsavík. Sérfræðingar eru að fara yfir tilboðin og meta. PCC er jafnframt í viðræðum við fyrirtæki um uppbyggingu íbúðarhúsanna. Mikill húsnæðisskortur er á Húsavík, sérstaklega í ljósi mikillar atvinnuuppbyggingar á vegum PCC BakkiSilicon á iðnaðarsvæðinu á Bakka. PCC, fyrirtækið sem reisir kísilverið, er að athuga möguleika á því að byggja 45 íbúðir og sveitarfé- lagið Norðurþing tók frá lóðir í Holtahverfi í því skyni. Tilbúið haustið 2017 PCC Seaview Residences bauð verkið út, í samvinnu við veitufyr- irtæki, gatnagerð og lagnir í hverf- inu. Verktakinn á að leggja fráveitu, hitaveitu og rafmagn og skila götum og gangstéttum malbikuðum og til- búnum grassvæðum. Tvö fyrirtæki lögðu fram tilboð en þau hafa ekki verið birt. Fyrirtækið óskaði í vor eftir hug- myndum arkitekta og verktaka að uppbyggingu svæðisins. Bergur Elí- as Ágústsson sem stýrir verkefninu segir að fyrirtækið eigi í viðræðum við aðila um uppbygginguna. End- anlegar ákvarðanir verði teknar þegar allt verður klappað og klárt. Áhugi hefur verið á því að íbúðirnar yrðu að mestu tilbúnar áður en kís- ilverið tekur til starfa, undir lok árs 2017. helgi@mbl.is PCC skoðar til- boð í byggingu íbúðahverfis  Tvö tilboð í gatnagerð  Rætt við fyrirtæki um uppbygginguna Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Húsavík Séð m.a. yfir höfnina. Lögreglumenn ríkislögreglustjóra hafa þegar hafið störf í Frakklandi í tengslum við Evrópumótið í knatt- spyrnu. Tveir lögreglumenn verða staðsettir í stjórnstöð mótsins í Par- ís og sex lögreglumenn munu fylgja íslenska liðinu og verða viðstaddir leiki þess. Lögreglumennirnir í stjórnstöð- inni munu miðla upplýsingum milli franskra yfirvalda og íslensku lög- reglumannanna sem verða á leikj- um Íslands. Stjórnstöðin verður op- in allan sólarhringinn á meðan á mótinu stendur og munu íslensku lögreglumenn- irnir hafa við- veru þar á dag- vinnutíma og vera með bak- vakt á nóttunni. Hlutverk lög- reglumannanna á leikjunum er að vera tengiliðir milli íslenskra áhorfenda og franskra yfirvalda. Öll stjórnun, skipulag og ákvörðunarvald er í höndum franskra yfirvalda, segir í tilkynningu ríkislögreglustjóra. Lögreglan hefur hafið störf í Frakklandi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.