Morgunblaðið - 09.06.2016, Side 12

Morgunblaðið - 09.06.2016, Side 12
Pokar Tískulegir pokar sem saum- aðir eru úr herrajakkafötum. Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Áæskuheimili sínu í Hafnar-firði voru systurnar Jennýog Kristín Garðarsdæturvanar því að hver spjör væri nýtt. Móðir þeirra var flink í höndunum og í stað þess að fleygja gömlum og oft slitnum flíkum spretti hún þeim upp, nýtti það sem nýtilegt var, hafði gjarnan rönguna á rétt- unni og sneið og saumaði ljómandi fín föt á börnin sín sjö. Þetta var á sjöunda og áttunda áratug liðinnar aldar og þótti ekkert óvenjulegt, hvorki hjá barnmörgum fjölskyldum né öðrum. „Orð eins og endurnýting og endurvinnsla voru samt ekki á hvers manns vörum í þá daga. Mamma, eins og svo margar mömmur, saum- aði aðallega upp úr gömlum fötum af því að vefnaðarvara var af svo skorn- um skammti,“ segir Jenný og bætir við að vísast hafi fólk líka verið blankara þá en nú. Þær systur hafa gaman af þegar eldri konur heimsækja þær á vinnu- stofu þeirra í Íshúsinu í Hafnarfirði og segja þeim sögur af nægjusemi fólks að þessu leytinu í gamla daga. Enda rifjast slíkar sögur ekki upp af tilefnislausu. Endurnýting er nefnilega í hávegum höfð hjá Sist- ers ReDesign; gamlar karl- mannsskyrtur verða að kjólum, herrajakkar að kventöskum sem og kaffipokar og M&M sælgætispokar svo fátt eitt sé talið. Nýtnin í blóð borin Þær skortir ekki hugmynda- flugið og nýtnin virðist þeim í blóð borin. Það er varla að fersentimetri fari til spillis því úr smæstu afgöng- unum sauma þær peningaveski í mörgum stærð- um og gerðum. „Aukinheldur fá kúnnarnir varninginn innpakkaðan í tau- poka saumuðum úr slitnustu afgöngunum. Í handföng nýtum við til dæmis kragana sem við klippum af skyrtunum áður en við breytum þeim í kjóla,“ upplýsa þær. Vinnan í Sisters ReDesign er aukabúgrein og áhugamál þeirra enda báðar í fullu starfi annars stað- ar, Jenný hjá Henson Sport og Kristín sem textílkennari í Víði- staðaskóla. Eftir að Jenný útskrif- aðist sem kjólameistari frá Iðnskól- anum í Reykjavík lærði hún fatahönnun við Kunsthåndværker- skolen í Kaupmannahöfn. Hún út- skrifaðist 1988 og hefur síðan unnið sem fatahönnuður hjá 66° Norður og víðar. Aftur á móti eru ekki nema þrjú ár síðan Kristín lauk meistaraprófi í náms- og kennslufræði í list- og verkmennt frá Kennaraháskóla Ís- lands. „Hún er tíu árum yngri en ég,“ útskýrir Jenný og Kristín heldur áfram: „Lokaverkefnið í bakkalár- námi mínu í HÍ snerist um endurnýt- ingu og verkefni tengd endurvinnslu. Fyrsti skyrtukjóllinn varð einfald- lega til vegna þess að mig vantaði kjól fyrir fermingarveislu. Ég átti nokkrar gamlar, hvítar skyrtur sem mér datt í hug að sauma mér kjól úr. Ég klippti, saumaði og mátaði þang- að til ég varð ánægð og litaði hann síðan svartan svo hann væri ekki eins og náttkjóll. Kjóllinn vakti at- hygli og kennarinn minn stakk upp á að ég fengi einhvern í lið með mér til að sauma fleiri svona kjóla. Jenný kom vitaskuld fyrst upp í hugann og í fram- haldinu ákváðum við að hanna og sauma kjóla undir eigin merki,“ segir Kristín. Með svipaðan smekk Áður en þær létu til skarar skríða höfðu þær prófað sig áfram í rólegheitum heima hjá Jennýju og sett upp Face- book-síðu þar sem þær kynntu afrakstur vinnu sinnar. Viðbrögðin létu ekki á sér standa, skyrtu- kjólarnir vöktu að þeirra sögn mikla lukku og veittu þeim um leið byr undir báða vængi að hella sér í auknum mæli út í fram- leiðsluna. Áhugi Jennýjar á endurnýtingu á öllum sviðum vaknaði reyndar þeg- ar hún bjó í Danmörku þar sem sorp var flokkað á heimilum og töluverð vakning var í umhverfismálum. „Verkaskipting hjá okkur systrum er nokkuð skýr og við höfum líkan smekk. Þótt Kristín sé liðtæk við saumaskapinn hef ég hann meira á minni könnu. Við vinnum saman að undirbúningnum, ráðum ráðum okk- ar um snið og þvíumlíkt, þvoum fatn- aðinn, litum ef með þarf og sníðum. Og stöndum svo vaktina saman eða til skiptis í vinnustofunni. Opnunar- tímann auglýsum við á Facebook-- síðunni okkar en einnig getur fólk haft samband og mælt sér mót við okkur hérna í Íshúsinu,“ segir Jenný. Náttúruleg efni Þær kaupa skyrturnar og jakkafötin aðallega af Rauða kross- inum en eru býsna vandlátar. Gervi- efni koma ekki inn fyrir þeirra dyr, bara fatnaður úr náttúrulegum efn- um, aðallega ull og bómull. „Vinir og kunningjar gauka líka af og til að okkur fatnaði, sem þeir hefðu ella fargað. Í hvern kjól fara mismargar skyrtur, allt eftir því hvernig efnin raðast saman út frá fagurfræðilegu sjónarmiði og hversu heillegar skyrturnar eru,“ segja þær. Engir tveir kjólar eru nákvæm- lega eins og þær leggja áherslu á að bjóða þá í mismunandi stærðum. Stundum sauma þær eftir pöntun því dæmi eru um að fólk vilji nýta það sem til fellur af eigin heimili, eins og mamma systranna gerði í gamla daga. „Ég og eldri bróðir minn feng- um þó yfirleitt nýjar flíkur sem síðan gengu í erfðir til yngri systkinanna – endurbætt, fyrst á réttunni svo á röngunni,“ rifjar Jenný upp. Gamlar skyrtur fá nýtt líf Endurnýting er leiðarljós systranna Jennýjar, kjóla- meistara og fatahönnuðar, og Kristínar, textílhönn- uðar, á vinnustofu þeirra Sisters ReDesign. Þar sitja þær löngum stundum og breyta gömlum herra- skyrtum í kjóla, sauma töskur úr herrajakkafötum og kaffipokum og sitt hvað fleira. Morgunblaðið/Þórður Arnar Sisters ReDesign Systurnar Kristín og Jenný Garðarsdætur á vinnustofu sinni í Íshúsinu í Hafnarfirði. Skyrtukjóll Köf́lóttur skyrtukjóll, saumaður úr mörgum skyrtum. Löggutaska Hliðartaska sem dreg- ur dám af byssubeltistösku. Endurnýtt Gallaskyrtukjóll úr gallaefni og peningaveski úr afgöngum. 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2016 54.900 kr. á mánuði* 41.900 kr. á mánuði* 36.300 kr. á mánuði*24.500 kr. á mánuði* 5.790.000 kr. 4.450.000 kr. 3.890.000 kr.2.590.000 kr. Kia Sorento Classic Kia Sportage EX 4WD Kia Carens EXKia cee’d EX SW Árgerð 7/2014, ekinn 46 þús. km, dísil, 2200 cc, 200 hö, sjálfskiptur, eyðsla frá 6,7 l/100 km. Árgerð 5/2013, ekinn 81 þús. km, dísil, 2000 cc, 136 hö, sjálfskiptur, eyðsla frá 6,0 l/100 km. Árgerð 5/2014, ekinn 73 þús. km, dísil, 1700 cc, 136 hö, sjálfskiptur, eyðsla frá 5,2 l/100 km. Árgerð 9/2013, ekinn 62 þús. km, dísil, 1396 cc, 90 hö, beinskiptur, eyðsla frá 4.4 l/100 km. Notaðir ÁR EFTIR AF ÁBYRGÐ Notaðir ÁR EFTIR AF ÁBYRGÐ Notaðir ÁR EFTIR AF ÁBYRGÐ Notaðir ÁR EFTIR AF ÁBYRGÐ Ábyrgð fylgir! NOTAÐIR BÍLARwww.notadir.is Kletthálsi 2 110 Reykjavík 590 2160 Opnunartímar Virka daga 10–18 Laugardaga 12–16 Mánaðargreiðsla m.v. 50% bílalán í 72 mánuði. Vextir 9,25% og árleg hlutfallstala kostnaðar er 11.4%. Ábyrgð er í 7 ár frá skráningardegi bifreiðar. * **

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.