Morgunblaðið - 09.06.2016, Side 24

Morgunblaðið - 09.06.2016, Side 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2016 SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is „Þið hafið svipt okkur lífsbjörginni,“ sögðu breskir togaraskipstjórar bál- reiðir þegar Íslendingar og Bretar undirrituðu 1. júní 1976 samkomu- lag í Osló sem í reynd fól í sér að bresk stjórnvöld viðurkenndu rétt Íslands til yfirráða yfir 200 mílna fiskveiðilögsögunni sem tekið hafði gildi 15. október 1975. Að baki var einhver harðasta milliríkjadeila Ís- landssögunnar, barátta sem skók ís- lenskt þjóðlíf og reyndi á þolrif ráðamanna landsins og samskiptin við vinaþjóðirnar í Atlantshafs- bandalaginu. Vonbrigði og reiði breskra sjómanna þurftu ekki að koma á óvart því miklir hagsmunir voru í húfi. Bretar höfðu veitt á Ís- landsmiðum um aldabil og togar- arnir verið hér við land um áratuga- skeið. Þeir töldu sig eiga sögulegan rétt til áframhaldandi veiða. Fiskurinn frá Íslandi hafði skapað þeim verulegar tekjur. Höggið af samningnum varð sérstaklega þungt fyrir nokkra útgerðarbæi á austur- strönd Englands sem um tíma urðu að horfast í augu við atvinnuleysi, gjaldþrot og fólksfækkun. Fyrir Ís- lendinga var útfærslan einhver mik- ilvægasti atburðurinn frá stofnun lýðveldisins, síðasti áfangi sjálfstæð- isbaráttunnar og mörgum þótti við hæfi að síðustu bresku togararnir sigldu af Íslandsmiðum á fullveld- isdaginn 1. desember 1976. Stór- aukin yfirráð yfir fiskimiðunum skiptu sköpum fyrir efnahag lands- manna; þjóðartekjur stórhækkuðu og lífskjör bötnuðu þegar tugþús- undum tonna af sjávarafla til við- bótar var landað hér. Stefnan mörkuð 1948 Landhelgisdeilan 1975 til 1976 átti sér nokkurn aðdraganda. Árið 1948 voru sett lög um vísindalega verndun fiskimiða landgrunnsins. Þjóðlífið grundvallaðist þá og enn í dag á fiskveiðum. Auðvelt var að rökstyðja að með lögunum var verið að styðja lífshagsmuni þjóðarinnar. Á landgrunnslögunum byggðist út- færsla fiskveiðilögsögunnar – eða landhelginnar eins og stundum er sagt – næstu áratugina. Hún var gerð í fjórum áföngum, í 4 mílur 1950 til 1952, í 12 mílur 1956, í 50 mílur 1972 og 200 mílur 1975. Öllum var þessum útfærslum mótmælt af öðrum þjóðum og harð- ast af Bretum, enda voru hags- munir þeirra á Íslandsmiðum mest- ir. Í fyrstu deilunni settu Bretar löndunarbann á ísfisk frá Íslandi í breskum höfnum og stóð það í fjög- ur ár. Það hitti þó Breta sjálfa verr fyrir en Íslendinga, því fiskskortur varð hjá þeim. Íslendingar brugðust við banninu með því að frysta meira af fiski og gera viðamikinn vöru- skiptasamning við Sovétríkin árið 1953. Samið var um lyktir lönd- unarbannsins 1956. Þegar lögsagan var færð út í 12 mílur vorið 1958 sendu Bretar her- skip til að verja togara sína á mið- unum. Samningar tókust 1961. Út- færslan í 50 mílur í febrúar 1972 leiddi af sér enn harkalegri við- brögð Breta sem sendu hingað her- skip og dráttarbáta sem gerðu til- raunir til að sigla á íslensku varðskipin. Í þeirri deilu beittu varðskipsmenn togvíraklippu í fyrsta skipti. Áttu Bretar ekkert svar við þessu sérstæða leynivopni Íslendinga. Bráðabirgðasamkomu- lag til tveggja ára tókst í deilunni í nóvember 1973. Útfærslan 1975 Um sama leyti og útfærsla fisk- veiðilögsögunnar í 200 mílur tók gildi haustið 1975 var samningurinn við Breta frá 1973 að renna úr gildi. Vildu Bretar semja að nýju á svip- uðum nótum og fyrr, en nýr samn- ingur skyldi gilda í áratug og fisk- afli þeirra ekki vera minni en 130 þúsund tonn árlega. Á þetta gátu ís- lensk stjórnvöld ekki fallist, en buðu 65 þúsund tonn. Upp úr við- ræðunum slitnaði, en ekki hafði það verið til að auðvelda þær að meðan á þeim stóð sýndu íslensku varð- skipin bresku togurunum innan lög- sögunnar fulla hörku, ráku þá brott og klipptu jafnvel á togvíra þeirra. Ákváðu Bretar þá að senda her- skip á miðin og hétu því að vernda togarana gegn því að þeir veiddu saman á þröngum svæðum. Einnig settu Bretar nú að nýju löndunar- bann á íslensk fiskiskip í breskum höfnum. Deilan stigmagnast Næstu vikurnar magnaðist deilan stig af stigi. Hvert atvikið rak ann- að þar sem togklippum varðskip- anna var beitt gegn bresku togur- unum og bresku herskipin reyndu að verja sína menn. Hinn 11. des- ember 1975 sigldu tveir breskir dráttarbátar á varðskipið Þór þar sem skipið var á leið á miðin frá Seyðisfirði. Skemmdist skipið nokk- uð á bakborðshlið og varð að snúa til hafnar. Þetta olli mikilli reiði og kærði ríkisstjórnin framferðið til fastaráðs NATO og öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Í byrjun árs 1976 sigldu breskar freigátur nokkrum sinnum á íslensku varð- skipin og ollu tjóni. Alls munu þau vera 54 skiptin sem bresk herskip og dráttarbátar og íslensk varðskip rákust saman. Bretar héldu því fram að íslensku skipin hefðu oft viljandi stuðlað að árekstri og dæmi væru um að þau sigldu sjálf af ásetningi á bresk skip; sérstaklega var varðskipið Baldur nefnt í því sambandi en þrisvar sinnum þurftu breskar freigátur að sigla heim til viðgerða eftir árekstur við það. Togklippunum var beitt miskunn- arlaust meðan á deilunni stóð, munu skráð 48 tilvik þar sem varðskips- menn klipptu á veiðarfæri breskra togara. Stjórnmálasambandi slitið Íslensk stjórnvöld héldu því fram að með því að senda herskip á Ís- landsmið væru Bretar að brjóta gegn stofnsáttmála Atlantshafs- bandalagsins. Kröfðust þau þess að NATO stöðvaði framferði Breta. Einnig var biðlað til Bandaríkja- manna. Voru beinlínis hafðar uppi hótanir um að Ísland gengi úr bandalaginu og segði upp varnar- samningnum ef ekki fengist stuðn- ingur við að koma Bretum á brott. Í febrúar 1976 slitu Íslendingar stjórnmálasambandinu við Bret- land. Ísland var á þessum tíma mikil- vægur útvörður í hernaðarkerfi vestrænna þjóða og ráðamönnum þeirra leist ekki á blikuna og hófu að beita sér fyrir lausn deilunnar. Settu þeir mikinn þrýsting á bresku ríkisstjórnina. Utanríkisráðherra Breta lagði fram nýjar tillögur um lausn deilunnar á utanríkis- ráðherrafundi NATO-ríkjanna und- ir lok maí 1976 og hófust þá samn- ingaviðræður að nýju. Rúmri viku seinna var Oslóarsamkomulagið undirritað. Bretar fengu að veiða í sex mánuði til viðbótar, samtals 50 þúsund tonn á 24 togurum hverju sinni, en frekari veiðar voru háðar leyfi íslenskra stjórnvalda. Það leyfi fékkst aldrei og lauk þá siglingum breskra fiskiskipa á Íslandsmið. Skipti sköpum fyrir efnahaginn  Fjörutíu ár frá lokum síðasta þorskastríðsins við Breta  200 sjómílna fiskveiðilögsaga Íslands við- urkennd eftir harða baráttu 1. júní 1976  Þjóðartekjur hækkuðu og lífskjör landsmanna bötnuðu Ljósmynd/Morgunblaðið Sigur Með samningi í Osló 1. júní 1976 viðurkenndu Bretar í reynd yfirráðarétt Íslendinga yfir 200 mílunum. Einar Ágústsson, utanríkisráðherra, og Matt- hías Bjarnason, sjávarútvegsráðherra, gerðu samninginn fyrir hönd Íslands og Anthony Crosland, utanríkisráðherra, fyrir hönd Breta. Stórtíðindi Sigurinn í Osló var að- alfrétt Morgunblaðsins 2. júní 1976. Mikið úrval af sumarfatnaði Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. S:781-5100 Opið: Mán-fim: 12-18 - fös: 12-16 www.facebook.com/spennandi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.