Morgunblaðið - 09.06.2016, Side 28

Morgunblaðið - 09.06.2016, Side 28
BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Málefni Látrabjargs eru í sjálfheldu vegna flókins eignarhalds. Ferðafólk flæðir yfir viðkvæmt fuglabjarg og skilur eftir sig sár í landinu og truflar fuglinn. Á sama tíma er Umhverfis- stofnun að draga úr þjónustu sinni og Vesturbyggð heldur að sér höndum en landeigendur telja sig ekki hafa aðstöðu til að taka við þjónustunni. Svæðið sem nefnt er Látrabjarg er hluti úr landi fjögurra jarða og ein- stakir hlutar þess kenndir við jarð- irnar. Látrabjarg og Keflavíkurbjarg eru í eigu liðlega 100 einstaklinga. Eigendurnir hafa myndað með sér landeigendafélagið Bjargtanga sem er í raun samráðsvettvangur þeirra því hver og einn eigandi fer með eig- in eignarhlut, hversu smár sem hann er. Bæjarbjarg er í eigu ríkisins og Breiðavíkurbjarg í eigu hjónanna sem reka ferðaþjónustu í Breiðavík. Eigendur Breiðavíkur og ríkið styðja hugmyndir um friðlýsingu. Hagsmunir rekast á Bjargið er stærsta sjávarbjarg landsins, um 14 kílómetrar að lengd. Sjófuglinn sem byggir bjargið er tal- inn hafa verndargildi á evrópska vísu. Látrabjarg er vinsæl náttúru- perla, ekki síst vegna lundans fallega sem það byggir, og hefur eitt mesta aðdráttarafl ferðamannastaða á Vestfjörðum. Hefur það sjálfstætt gildi fyrir ferðaþjónustuna á svæð- inu, fyrir utan náttúruverndargildið. Þessir hagmunir rekast orðið á. Áætlað er að um 100 þúsund ferða- menn leggi leið sína út á bjargið á hverju ári. Þeir skilja eftir ummerki. Stígar myndast utan við stíga og tröppur og svað myndast í rign- ingum. Þá hættir fólk sér út á bjarg- brúnina til að taka sjálfsmyndir með lundanum. Það skapar vitaskuld hættu og útvíkkar svæðið sem gróð- ur nær ekki að hylja. Banaslys varð þarna á árinu 2010 þegar maður sem var við myndatöku féll fram af bjarg- brúninni. Vinna við friðlýsingu í bið Umhverfisstofnun hefur í nokkur ár unnið að undirbúningi friðlýsingar jarðanna fjögurra sem liggja að Látrabjargi í samræmi við náttúru- verndaráætlun. Á meðan á þessu ferli hefur staðið hefur starfsmaður Umhverfisstofnunar verið við land- vörslu á sumrin. Bæjarstjórn Vesturbyggðar er mjög hlynnt því að Látrabjarg verði friðlýst og hefur jafnframt lýst áhuga á að svæðið verði gert að þjóðgarði með allri þeirri þjónustu sem friðlýsingu í því formi fylgir. Mikill meirihluti land- eigenda er fylgjandi friðlýsingu en lengi hefur verið vitað um að sam- staða væri ekki alger í þeirra röðum og lítill hópur beinlínis mótfallinn. Vegna þess hefur málið lítið þok- ast áfram. Umhverfisstofnun ákvað að láta á þetta reyna með því að afla yfirlýs- ingar landeigenda um stuðning við áframhaldandi vinnu við undirbún- ing friðlýsingar. Fólk var ekki beðið um að lofa fyrirfram samþykki við ákvörðun um friðlýsingu eða væntanlega friðlýsingarskilmála. Ekki tókst að fá samþykki allra, af ýmsum ástæðum, en í hópi þeirra sem ekki skrifuðu undir voru ein- hverjir sem beinlínis eru á móti frið- lýsingu, telja hana ekki þjóna hags- munum sínum. Þegar það lá fyrir ákvað Umhverf- isstofnun að setja málið í bið og ein- beita kröftum sínum að öðrum svæð- um. Orðið allt of mikið Umhverfisstofnun ber að hafa samráð við landeigendur áður en gerð er tillaga til ráðherra um frið- lýsingu. Stofnunin hefur yfirleitt miðað við að allir landeigendur séu samþykkir. Sveinn Pétursson, formaður land- eigendafélagsins Bjargtanga, er óánægður með að Umhverfisstofnun hafi sett málefni Látrabjargs í bið. Telur hann að ekki hafi verið unnið nógu skipulega að því að ná landeig- endum saman. Segist hann hafa eytt miklum tíma í að skýra málin út fyrir fólki og margir sem áður voru á móti séu nú jákvæðir. Hann hefur, eins og aðrir, áhyggj- ur af stjórnlausum ágangi ferða- fólks. „Þetta er orðið allt of mikið. Við eigum landið en viljum ekki hindra neinn í að skoða það. Hins vegar getum við ekki borið þjón- ustuna á herðum okkar,“ segir Sveinn. Hann bendir á að fólk sé á ferðinni á bjarginu allan sólarhring- inn og það skríði fram á bjargbrún og teygi sig fram af henni með steng- ur til að taka sjálfsmyndir. Lundinn fái aldrei frið til að sinna ungum sín- um. Sveinn segir að með friðlýsingu fái ríkið tæki til að stýra fjöldanum sem fari á bjargið og geti til dæmis lokað því á nóttunni um varptímann. Ásthildur Sturludóttir, bæjar- stjóri Vesturbyggðar, segir niður- stöðuna dapurlega. „En við vonumst til þess að hægt verði að vinna áfram að þessu máli. Við treystum á góðan vilja landeigenda. Þetta er mikilvægt svæði á heimsvísu. Við getum ekki haft stjórnlausa umferð ferðafólks. Friðlýsingin snýst meðal annars um að setja reglur um hana,“ segir hún. Dregið úr þjónustu Umhverfisstofnun hefur fyrst og fremst skyldur við friðlýst svæði. Því verður landvarsla þarna í lág- marki en starfsmaður mun þó líta til með svæðinu. Ásthildur segir að meiri hætta sé á skemmdum og slysum þegar landvörður er ekki á svæðinu. Sveinn segir að ekki komi til greina að loka bjarginu til að vernda það og firra landeigendur ábyrgð og hann lýsir jafnframt þeirri skoðun sinni að gjaldtaka komi ekki til greina nema fyrst sé búið að byggja upp þjónustu til að selja aðgang að. „Við viljum ekki gera okkur að grýlu þarna,“ segir hann. Umhverfisstofnun mun ekki Sjálfhelda á Látrabjargi  Ferðafólk flæðir stjórnlaust um fuglabjarg og skilur eftir sig sviðna jörð  Friðlýsing talin nauðsynleg Bjargtangar Unnið er að lagfæringum á göngustígum. Möl hefur verið borin á stíginn til hægri. Ferðafólkið virðist þó kunna betur við að ganga yfir grasið, að bjargbrúninni. Við bjargbrún Gamlir, niðurgrafnir stígar liggja meðfram bjargbrún. Ferðafólkið vill fara upp úr þeim og ganga á þúfunum. 28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2016 Fallegir púðar sem hægt er að nota á tvo vegu Listhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík, sími 551 2050 Opið 11-18, lokað laugard. LISTHÚSINU Stærð 50x50 Klósettmál ferðafólks eru vinsælt umræðuefni um þess- ar mundir. Salernin á Brunnum, á milli Hvallátra og Bjargtanga, eru lokuð. Ásthildur bæjarstjóri segir að enginn hafi fengist til að hafa umsjón með þeim í sumar. Það sé dýrt fyrir sveitarfélagið að senda mann daglega frá Patreksfirði til að sjá um þau. Leitað hefur verið eftir samstarfi við landeigendur en hún segir að afgerandi svör hafi ekki fengist. Telur þó góðar líkur á að úr því rætist. Ef ekki fáist fólk til að sjá um klósettin verði þau lokuð áfram. Síðasta opinbera salernisaðstaða á leiðinni út á Bjarg yrði þá á Hnjóti. Vegurinn út á Látrabjarg, einn fjölfarnasti ferða- mannavegur Vestfjarða, liggur um túnið á Hvallátrum. Sívaxandi umferð veldur ónæði í frístundabyggð land- eigenda og hættu. Gert er ráð fyrir að vegurinn verði færðurupp fyrir byggðina í nýlegu deiliskipulagi. Ekki eru allir landeigendur ánægðir með þá línu og Vegagerð- in hikar við að fara í framkvæmdir á meðan málin eru ekki komin á hreint. Enn ein sjálfheldan á Látrabjargi. Reynt að opna klósettin á Brunnum DEILT UM LEGU VEGARINS ÚT Á LÁTRABJARG EN HANN LIGGUR NÚ Í GEGN UM TÚNIÐ Á HVALLÁTRUM Morgunblaðið/Sigurður Bogi Fuglabjarg Látrabjarg er stærsta sjávarbjarg landsins. Sjófuglarnir sem þar lifa eru taldir hafa alþjóðlegt verndargildi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.