Morgunblaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 37
FRÉTTIR 37Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2016 Morgunblaðið/RAX Reykjanesbraut Unnið hefur verið að því að leggja ljósleiðara milli akreina. Þetta er vandaverk. Verktaki á vegum Orkufjarskipta er að ljúka við að leggja ljósleiðara á milli Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar. Streng- urinn er lagður í jörðu á milli akreina Reykjanesbrautar, þar sem hún er með að- skildar brautir. „Hann er fyrst og fremst til þess að hægt sé að stýra og verja orkumannvirki á Suðurnesjum,“ segir Bjarni M. Jónsson, framkvæmdastjóri Orkufjarskipta. Hann segir að raforkukerfinu sé stýrt frá einum stað. Því þurfi mjög góð fjarskipti á milli orkuvirkja, hvort sem það séu virkjanir eða tengivirki. „Virkjanirnar búa stöðugt til rafmagn og setja inn á kerfið. Á móti getur kerfið ekki tekið við meiri orku en verið er að nota á hverjum tíma. Landsnet sér um þessa stjórnun og því þarf stöðuga vöktun. Fjar- skiptakerfið gegnir miklu hlutverki í því, er eins og taugakerfið í mannslíkamanum,“ segir Bjarni. Orkufjarskipti eru í jafnri eigu Lands- virkjunar og Landsnets og er tilgangur þeirra að reka öflugt fjarskiptakerfi í þágu orkukerfisins. Bjarni segir að kerfið sé sjálfstætt og hafi eigið varaafl enda sé fjar- skiptakerfið það síðasta sem megi bila. Það hafi mikilvægu hlutverki að gegna ef bil- anir verða í raforkukerfinu og hjálpi til við að koma því í gang aftur. Fleiri rör í skurðinum Ljósleiðarinn er 25-30 km langur og er áætlað að verkið kosti 60-90 milljónir kr. Vandaverk er að leggja hann á milli ak- brautanna en Bjarni segir að verktökunum hafi gengið vel. Til að losna við að ljósleið- arasvæðið verði grafið upp aftur eru lögð fleiri rör í skurðinn og öðrum fjarskipta- fyrirtækjum verður boðið að nýta þau. helgi@mbl.is Ljósleiðari lagður á milli akreina  Orkufjarskipti tengja Suðurnes við stjórnstöðina  Stöðug vöktun Stjórn Íslenska safnaðarins í Noregi hefur ákveðið að ráða séra Ragnheiði Karítas Péturs- dóttur til starfa sem prest safn- aðarins. Þrír umsækj- endur voru um embættið, sem veitist frá og með 1. júlí næstkom- andi. Frestur til að sækja um emb- ættið rann út 18. maí sl. Valnefnd skipuð þremur fulltrú- um, einum fulltrúa safnaðarstjórn- ar, einum fulltrúa biskups og einum sameiginlegum fulltrúa biskups og safnaðarstjórnar annaðist ráðning- arferlið. Um embættið sóttu einnig séra Lilja Kristín Þorsteinsdóttir og María Rut Baldursdóttir guðfræð- ingur. Ráðin safnaðar- prestur í Noregi Ragnheiður Karítas Pétursdóttir Utankjörfundar- atkvæðagreiðsla vegna forseta- kjörs sem fram fer 25. júní fer eingöngu fram í Perlunni í Öskjuhlíð frá og með 9. júní að því er fram kem- ur í tilkynningu frá sýslumann- inum á höfuðborgarsvæðinu. Utan- kjörfundaratkvæðagreiðslan hefur staðið yfir hjá embætti sýslu- mannsins frá því laugardaginn 30. apríl. Opið verður alla daga milli kl. 10 og 22 vegna atkvæðagreiðsl- unnar í Perlunni. Þó verður lokað föstudaginn 17. júní. Á kjördag, laugardaginn 25. júní, verður opið milli kl. 10 og 17 fyrir kjósendur sem eru á kjörskrá utan höfuð- borgarsvæðisins. Atkvæðagreiðslan flyst í Perluna Vegagerðin hefur opnað tilboð í gerð Dettifoss- vegar, frá gatna- mótum Dettifoss- vegar vestri að Hólmatungum. Verkið felst í að byggja upp veginn að efra burðar- lagi. Lengd út- boðskaflans er 7,72 kílómetrar. Tvö tilboð bárust og voru þau bæði hærri en kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar. Ístrukkur ehf. og Jón Ingi ehf. á Kópaskeri buðu rúmar 298 milljónir og Þ.S. verk- takar ehf., Egilsstöðum buðu 287,6 milljónir. Áætlaður verktakakostnaður Vegagerðarinnar var 261,4 millj- ónir. Verklok eru áætluð 15. ágúst 2017. Vegagerðin fer á ný yfir til- boðin. Bæði tilboð voru yfir áætlun Vegagerðar Ferðamenn við Dettifoss. skólAjógúrT Skólajógúrt er nú sykurminni og uppfyllir viðmið Skráargatsins um sykurmagn í jógúrt. Jógúrtin er afar kalkrík, inniheldur trefjar og fæst núna einnig í stærri umbúðum. Veldu það sem hentar þinni fjölskyldu. HollArI Í fjÖLskyLdusTÆRÐ H V ÍT A H Ú S ÍÐ /S ÍA SYKU R- MINNI 8,5g ko lvetni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.