Morgunblaðið - 09.06.2016, Side 42

Morgunblaðið - 09.06.2016, Side 42
42 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2016 veruleika við síðustu aldahvörf. Skrifræði og miklar verkfræðilegar áskoranir urðu hins vegar til þess að verkið var ekki hafið fyrr en árið 1999. Um 2.600 menn störfuðu við gangagerðina í 17 ár, stór hluti þeirra Þjóðverjar. Rúmlega 28 millj- ónir tonna af bergi varð að bora út úr fjallinu til að rýma fyrir samtals um 151,8 km af göngum, stokkum og út- skotum. Alls liggja fjórar milljónir vinnustunda að baki verkinu. Ann- álaðir fyrir stundvísi kláruðu Sviss- lendingar verkið ári á undan áætlun og svo lítið fór það fram úr kostn- aðaráætlun að vart er orð á því haf- andi. Það segir svo sína sögu af ná- kvæmninni við þennan gríðarlega gangagröft, að þegar slegið var í gegn í eystri jarðpípunni klukkan 14:17 þann 15. október 2010 skeikaði aðeins 8 sentímetrum lárétt og ein- um sentímetra lóðrétt er bormenn mættust í fjallinu, 30 km frá suður- opinu og 27 km frá norðuropinu. Borvélar grófu um 80% lestarpíp- anna tveggja en um 20% þeirra voru boruð og sprengd með hefðbundnum hætti. Jarðfræðingar töldu lengi vel, að útilokað yrði að bora bein og lárétt göng í stað þess að bora upp og í sveig eins og í gömlu göngunum. Og segja má, að gríðarlegar framfarir í bortækni hafi bjargað göngunum. Þar á meðal var tilkoma 410 metra langrar borvélar sem gróf sig á met- hraða inn í bergið, eða 40 metra á hverjum degi gegnum 73 mismun- andi bergtegundir Gotthard-fjalls. Þessi risabor japlaði ekki aðeins á klettastálinu og skilaði muldu grjótinu aftur úr sér heldur lagði hann í leiðinni forsteyptar einingar er móta veggi gangnanna. Í kjölfar borsins fylgdu þrjár 125 manna vakt- ir, sem voru að allan sólarhringinn í samtals 43.000 vinnustundir hver vakt, og lögðu lestarteinana. Unnið var við gangagerðina óslitið allan sól- arhringinn 365 daga á ári í 17 ár. Meðan á gangagerðinni stóð biðu níu starfsmenn bana. Fór minning- arathöfn um þá fram daginn fyrir vígsluna. Verkfræðiþrautir Vegna lágrar legu ganganna blöstu áður óþekktar aðstæður við gangamönnum. Vegna sligandi bergþekju á svo miklu dýpi og spennu í berginu þurfti sérlausnir til að koma í veg fyrir að göngin myndu afmyndast undan þrýstingnum að ofan. Það leystu verkfræðingar með því að þróa sérstakar og sveigjan- legar stálgjarðir sem læstust að hluta undan jarðspennunni og komu þannig í veg fyrir að gangamann- virkið aflagaðist. Þegar göngin voru vígð og form- lega tekin í notkun 1. júní síðastlið- inn voru Seikan-göngin í Japan (53,9 km) ekki lengur lengsta samgöngu- mannvirki veraldar. Þau tengja eyj- arnar Honshu og Hokkaido undir Tsugaru-sundi og voru opnuð fyrir umferð árið 1988. Gotthard-göngin með sína 57 kílómetra veltu þeim úr sessi. Og hin 50,5 kílómetra Ermar- sundsgöng milli Englands og Frakk- lands féllu í þriðja sætið. Þau þykja eitt af sjö helstu undrum nútímans og eftir sem áður eru þau lengstu göng undir sjó, en 37,9 km þeirra eru undir sjávarmáli. Vöruflutningar í forgang Svo sem nærri má geta kostar mannvirki sem þetta skildinginn, eða 11 milljarða evra, eða sem svar- ar 1.540 milljörðum íslenskra króna. Svissneska stjórnin getur því aðeins ráðist í slík fjárútlát að hún hafi stuðning þjóðarinnar við þau. Í þjóð- aratkvæði í nóvember 1998 fékkst sá stuðningur er 64% Svisslendinga lýstu samþykki við gangagerðina og fjármögnun verksins, sem meðal annars fól í sér nýjan vegaskatt. Fyrsta lestin gegnum göngin var ekki full af fyrirmennum, heldur venjulegu svissnesku alþýðufólki. Hafði það unnið ferð með lestinni í sérlegu þjóðarhappdrætti. Tóku 160.000 manns þátt í því en 500 voru dregnir út til ferðarinnar. Með næstu lest voru stjórnmálamenn og gestir yfirvalda, þar á meðal Angela Merkel kanslari Þýskalands, Francois Hollande forseti Frakk- lands og Matteo Renzi forsætisráð- herra Ítalíu. Göngin munu stytta ferðatíma fólks og vöruflutninga. Þar sem þau eru meira og minna flöt og eiginlega alveg án hæðarbreytinga geta lestar ekið á allt að 250 km/klst hraða í þeim. Það styttir til að mynda leiðina milli Zürich í Sviss og Lugano á Ítal- íu um 45 mínútur í um tvær stundir. Má búast við að styttingin heilli Svisslendinga til Ítalíuferða en engir nota járnbrautir meira til almennra ferðalaga en íbúar Sviss. Ferðast hver þeirra að jafnaði 2.300 kíló- metra á ári með lestum. Með tilkomu ganganna verður til bein lestartenging milli Rotterdam í Hollandi og Genúa á Ítalíu. Milli Zürich í Sviss og Mílanó á Ítalíu mun ferðalagið styttast um klukkustund niður í 2:40 stundir. Ferðalagið gegnum göngin sjálf mun aðeins taka um 17 mínútur. Megin tilgangurinn með nýju Gotthard-göngunum er ekki sá að auka á þægindi lestarfarþega, heldur að gera vöruflutninga um Alpasvæð- ið skilvirkari með aukinni flutninga- getu. Það ætti að stuðla að því að færa vöruflutninga af vegum um Alpana yfir í lestar og draga þannig úr slysum og umhverfistjóni sem stöðug fjölgun þungra flutningabíla hefur valdið. Flutningar um göngin verða og mun skjótvirkari en með hægfara flutningabílum yfir fjöllin. Vegna nær engra hæðarbreytinga í þeim þarf ekki að beisla eins margar eimreiðar fyrir lestarnar, ferðatím- inn styttist og fleiri lestar geta því farið um þau á sólarhring, eða 260 flutningalestar í stað 180 sem gömlu Gotthard-göngin afkasta. Á endan- um munu 260 vörulestar og 65 far- þegalestar fara um göngin á sólar- hring, að því er fram kemur á heimasíðu ganganna. Þær síðar- nefndu fara um þau á rúmlega 200 km/klst hraða en vörulestarnar á 160 km/klst. Brenner-göng senn lengst Þótt Gotthard-göngin hafi verið formlega vígð og tekin í notkun að nafninu til verða þau ekki rekin með fullum afköstum strax. Eiginlega hefst umferð ekki um þau fyrr en í desember, rétt fyrir jól, að loknum umfangsmiklum prófunum. Til að ganga úr skugga um öryggi og sníða af hugsanlega agnúa verða alls 3.000 lestarferðir farnar um göngin fram að því. Að því búnu verður fyrst hægt að leggja af gömlu Gotthard- göngin, sem eiga rætur sínar að rekja allt aftur til ársins 1882. Gotthard-grunngöngin eru ein þriggja ganga sem mynda nýtt járn- brautakerfi undir Alpana. Hin eru Lötschberg-grunngöngin sem tekin voru í notkun 2007 og Ceneri- grunngöngin sem enn eru ófullgerð. Nú þegar stefnir allt í að veldi Gotthard-ganganna sem lengstu járnbrautaganga heims muni ekki vara nema í mesta lagi áratug. Árið 2026 er nefnilega búist við að lokið verði gerð nýrra Brenner-ganga. Þau verða 64 kílómetra löng og er ætlað að draga úr bílaumferð yfir hið fjölfarna Brenner-skarð í Ölpunum. Komin í gegn Farþegar í fyrstu lestinni um nýju göngin fögnuðu þegar ferðinni lauk. Undir Alpana Göngin verða kjarni nýs járnbrautakerfis. Myndin er úr annarri pípu gangnanna. Lengstu og dýpstu lestar- göng heims Ný og lárétt lestargöng undir Gotthard-fjall í Sviss færir Norður- og Suður-Evrópu nær hvor annarri og styttir ferðatíma og flýtir fyrir vöruflutningum. Göngin þykja verkfræðilegt meistarastykki. Fagnað Nýju Gotthardgöngin munu stytta ferðir milli Norður- og Suður-Evrópu. Því var fagnað mjög í Sviss þegar fyrsta lestin fór í gegn 1. júní síðast liðinn. Um borð var alþýðufólk en fyrirmenni voru í næstu lest á eftir. SVIÐSLJÓS Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Færni Svisslendinga á tæknisviðinu er annáluð. Þeir eru frægir fyrir úr og klukkur og mælitæki hvers konar. Þótt þeir eigi ekki einir hlut að máli hefur nýtt verkfræðiundur bæst í sarp Svisslendinga með nýju Gott- hard-lestargöngunum. Þau voru vígð 1. júní og eru lengstu járnbrautar- göng heims. Stytta þau leiðir milli Norður- og Suður-Evrópu og færa þessi svæði álfunnar hvort nær hinu. Svissnesku Alparnir, frá Matter- horn til Eiger, Mönch og Jungfrau, eru tilkomumiklir en varla hefur nokkurt fjall þó sama táknræna gild- ið og Gotthard. Svo rammt kveður að fjallinu að heimamenn segja á góð- viðrisdögum „Án Gotthard er Sviss ekkert.“ Wolfgang von Goethe sagði Gotthard-klasann stórfenglegan, nánast konunglegan. Þar má finna uppsprettur stóránna Rínar, Rónar og Ticino. Í fjallinu er einnig að finna mikilvægustu samgöngutengingu milli Norðursjávar og Miðjarðar- hafs. Nýju Gotthard-göngin (Gotthard Basistunnel) eru verkfræðilegt meistarastykki. Þau eru ekki bara heimsins lengstu jarðgöng heldur og dýpstu umferðargöng þar sem allt að 2.300 metra þykkt berg er ofan þeirra á leiðinni gegnum fjallið. Þau eru einnig fyrstu flötu láglendisgöng gegnum Alpana en mesta hæð þeirra yfir sjó eru 550 metrar. Um er að ræða tvær „pípur“ gegnum fjallið með einu lestarspori í hvorri. Liggja þau nokkurn veginn norður-suður. Nyrðri munninn er við bæinn Erst- feld í Uri-kantónu og syðri munninn við Bodio í kantónunni Tessin. 28 milljónir tonna af grjóti Hugmyndinni um göngin var fyrst komið á framfæri fyrir 69 árum, eða 1947, af hálfu svissneska verkfræð- ingsins Carl Eduard Gruner. Hann spáði því þá, að göngin gætu orðið að Siemens AG

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.