Morgunblaðið - 09.06.2016, Síða 51

Morgunblaðið - 09.06.2016, Síða 51
51 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2016 Götuleikhúsið Íslensk æska er full af sköpunarkrafti og frumlegheitum og eitt af því sem setur mikinn svip á mannlífið í miðbæ Reykjavíkur á sumrin er skemmtilegt Götuleikhús unga fólksins. Golli Átta árum eftir al- þjóðlega efnahags- kreppu hrannast upp nýjar blikur sem fyrr en varir geta valdið langvarandi og djúp- stæðum áföllum. Um leið og það er sagt er þó haldið í vonina um að staðbundin ófriðar- bál í Mið-Austur- löndum og víðar leiði ekki til stórstyrjaldar í kjarn- orkuvæddum heimi. Stærsti ógn- valdurinn þess utan er ríkjandi efnahagskerfi byggt á nýfrjáls- hyggju sem ræður ferðinni að heita má um allan heim og hefur reynst stærsta hindrunin í vegi efnahagslegs stöðugleika, réttlætis í skiptingu lífsgæða og viðleitni til sjálfbærrar framtíðar. Þeir sem telja þetta ýkjur ættu m.a. að kynna sér nýlegar aðvaranir úr óvæntri átt, þ.e. frá rann- sóknateymi Alþjóða gjaldeyris- sjóðsins, sem setur spurninga- merki við efnahagsstefnu frjálshyggjunnar sem fylgt hefur verið undangengna þrjá áratugi. Er þá bæði vísað til þess að skammtíma fjármagnsflutningar síðustu áratuga hafi meira en tvö- faldað hættu á banka- og gjaldmið- ilskreppu og aukið jafnframt á misskipt- ingu og þrengingar með samdrætti í efna- hagslífi og atvinnu- leysi. (IMF Magazine: Finance & Develop- ment, júníhefti). Óvissa magnast á efnahagssviðinu Efnahagskerfi heimsins er nú sam- slungnara en nokkru sinni fyrr og því næm- ara fyrir sveiflum og samdrætti en áður var. Almennt hefur dregið úr hagvexti og framleiðni í þróuðum ríkjum síðustu árin. Ef ekki hefði haldist mikill hagvöxtur í Kína mörg undanfarin ár væri örugg- lega skollin á alvarleg efnahags- kreppa á Vesturlöndum. Efnahags- líf í Japan hefur um árabil hangið á horriminni og viðleitni til örv- unar litlu sem engu skilað. Hag- vöxtur í Kína hefur hægt á sér og óvissa er um framhaldið. Ástandið í flestum ríkjum Evrópusambands- ins hefur um árabil einkennst af stöðnun og miklu atvinnuleysi. Til- raunir til að blása lífi í efnahags- starfsemina á kostnað launafólks hefur leitt til harðra átaka, nú síð- ast í Frakklandi þar sem stefnir í neyðarástand. Átökin innan Evr- ópusambandsins taka á sig æ dramatískari myndir með uppgjör Breta um aðild innan seilingar. Til- raunir til að koma á fríverslunar- og fjárfestingasamningnum TTIP milli ESB og Bandaríkjanna hafa siglt í strand eftir að vitnaðist um innihaldið, þar sem m.a. yrði geng- ið þvert á evrópska umhverfis- staðla og bætt við yfirþjóðlegu dómskerfi. Jafnaðarmannaflokkar án kjölfestu Sósíaldemókratískir flokkar hafa upp á síðkastið verið að tapa fylgi víðast hvar í Evrópu, þó hvergi eins mikið og Samfylkingin hér- lendis. Fyrrverandi stuðningsmenn þessara flokka hafa leitað bæði til hægri og vinstri og kennt er um óskýrri stefnu og vonbrigðum með þátttöku flokkanna í ríkisstjórnum, nú síðast í Svíþjóð, Þýskalandi og Frakklandi. Einnig hafa þjóðernis- sinnaðir flokkar víða dregið til sín fylgi frá sósíaldemókrötum, eins og dæmi frá Skotlandi og Austurríki sýna ljóslega. Einkennandi fyrir flesta krataflokka er að þeir hafa ekki megnað að setja fram trú- verðuga stefnu í umhverfismálum, sumpart vegna tregðu innan stétt- arfélaga í viðkomandi ríkjum við að horfast í augu við æskilegar breytingar. Fylgi við umhverfis- sjónarmið hefur því leitað til græn- ingja og vinstrigrænna flokka. Ósjálfbær efnahagsstarfsemi, lofts- lagsbreytingar og ör fólksfjölgun eru sem aldrei fyrr ógn við um- hverfi jarðar. Stjórnmálaflokkar sem ekki horfast í augu við þá vá- boða og bjóða upp á trúverðug svör við þeim eru ekki líklegir til að öðlast traust almennings. Málið er flókið og varðar alla samfélags- þætti, ekki síst leikreglur efna- hagslífsins og brotthvarf frá of- neyslu til einfaldari lífshátta. Endurmat og eldskírn nýrra kynslóða Hraðfara breytingar eru einkenni síðustu áratuga, knúðar fram af ágengum tækninýjungum og sam- keppni fjölþjóðafyrirtækja um markaði. Á fáeinum árum hefur samskiptaumhverfi fólks tekið al- gjörum stakkaskiptum og heimurinn fyrir daga Nets og snjallsíma er ungu fólki hulin ráðgáta. Margar spurningar vakna um áhrif upplýsingaflóðs og samfélagsmiðla á stjórnmál og glímuna við þau erfiðu vandamál sem bíða nýrra kynslóða. Sumir vilja setja allt sitt traust á Netið og beint lýðræði sem stjórn- tæki í krafti þess. Þá yfirsést mönn- um að ekkert kemur í staðinn fyrir yfirvegaða greiningu mannshugans og samtakamátt fjöldans til að knýja fram breytingar, en sam- skiptatæknin getur vissulega leikið stórt hlutverk. Benda má á sjálfsprottnar hreyf- ingar eins og Podemos á Spáni sem breytt hafa landslagi stjórnmálanna þarlendis á örfáum árum og valda því að þar ríkir nú pattstaða í að- draganda þingkosninga 26. júní. Syriza í Grikklandi eru samtök af svipuðum meiði sem náðu þingræð- islegum meirihluta og fá nú for- smekkinn af glímunni við óbilgjarna lánardrottna, sem heimta sitt. Þeir kraftar sem hafa undirtökin í efna- hagslífi heimsbyggðarinnar láta ekki sinn hlut af fúsum vilja og úrslit átaka á þeim vígvelli munu nú sem fyrr skipta sköpum. Nýjar kynslóðir sem hyggjast bera fram klassískar kröfur um frelsi, jafnrétti og bræðralag og þurfa jafnframt að takast á við aðsteðjandi umhverfis- ógnir standa því frammi fyrir erf- iðasta verkefni Homo sapiens til þessa. Eftir Hjörleif Guttormsson »Á fáeinum árum hefur samskiptaumhverfi fólks tekið algjörum stakkaskiptum og heim- urinn fyrir daga Nets og snjallsíma er ungu fólki hulin ráðgáta. Hjörleifur Guttormsson Höfundur er náttúrufræðingur. Efnahagskerfi í blindgötu og hraðvaxandi umhverfisógnir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.