Morgunblaðið - 09.06.2016, Side 52

Morgunblaðið - 09.06.2016, Side 52
52 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2016 Basslink-sæstreng- urinn milli Tasmaníu og Ástralíu var gang- settur í desember 2005 og hefur því verið í notkun liðlega tíu ár. Basslink er 290 km að lengd og var lengsti sæstrengur í heimi þegar hann var lagður. Strengurinn getur flutt 500 MW af raforku fram og til baka, en allt að 630 MW frá Tasmaníu til Ástralíu í fjórar klst. í einu. Kapalframleiðandinn er Prysmian Group á Ítalíu. Þann 16. desember 2015 kom upp bilun í strengnum en hann er ennþá bilaður þegar þetta er skrifað, 30. maí 2016, eða 5,5 mánuðum síðar. Bilunin er 100 km frá strönd Tas- maníu, á 80 metra dýpi. Áætlanir gera ráð fyrir að sæstrengurinn komist aftur í gagnið eftir viðgerð sem á að ljúka fyrir mánaðamótin júní/júlí, eða 6,5 mánuðum eftir bil- un. Vetur er að ganga í garð á suður- hveli jarðar og hlýtur það að vekja nokkurn ugg um hvort þessar áætl- anir muni standast. Viðgerðarskipið „Ile de Re“ hefur legið í höfn síðustu þrjár vikur til að bíða eftir kyrrum sjó, veðurglugga, sem þarf að hald- ast í nokkra daga til að hægt sé ljúka viðgerðinni. Þetta hefur þurft að gera þrátt fyrir að viðgerðarstaður- inn sé í nokkuð góðu vari við eyjuna Flinders og reyndar fleiri eyjar. Kapalskipið er nú loksins komið aft- ur að bilanastaðnum. Kostnaður við viðgerðarskipið er óheyrilegur og talinn vera 10 milljónir ís- lenskra króna á dag, hvort sem viðgerðir eru stundaðar eða skip- ið liggur í höfn. Ef raforkusæ- strengur bilar þá eru algengustu ástæður að veiðarfæri fisk- veiðiskipa (t.d. botn- varpa) eða akkeri sem varpað hefur verið út (stundum í neyð- artilfellum) krækist í kapalinn. Mynd 1 sýnir hinn bilaða hluta Basslink-sæstrengsins, sem var sag- aður af á páskadag, 27. mars, en hann er nú til rannsóknar á Bret- landi. Til glöggvunar er þvermál strengsins 12 cm. Ástæða bilunar liggur enn ekki fyrir en skoðum eina hugsanlega sviðsmynd: Myndin sýnir að skaðinn er hvorki af völdum veiðarfæra né akkeris því þá mundi hnjaskið koma fram með meiri ytri löskun á kaplinum. Skað- inn á myndinni virðist koma innan- frá og það er eins og einangrunin hafi bókstaflega soðnað, kannski af yfirálagi? Ef svo reynist vera þá mætti álykta að allur Basslink- sæstrengurinn væri nú þegar ónýt- ur. Ef hér er á ferðinni óviðráðanleg atvik (force majeure) þá er atvikið hugsanlega tryggingahæft, en á þessu stigi hlýtur að vera mikil óvissa um það. Rannsóknin í Bret- landi á að leiða það mál til lykta. Ef fram kemur að þetta er eðlilegt slit og kapallinn orðinn ónýtur vegna „öldrunar“ þá mundi sú niðurstaða hafa mikil áhrif. Þar má nefna að- ferðir við framleiðslu á sæstrengj- um, mat á endingartíma sæstrengja og sérstaklega á fyrirætlanir um Icelink-sæstrenginn frá Íslandi til Bretlands. Þetta eru ennþá allt saman ágisk- anir, en hægagangur rannsóknar- innar á Basslink-biluninni vekur grunsemdir um að ekki sé allt með felldu. Aðilar á raforkumarkaði í Tas- maníu hafa gengið eftir því að fá nið- urstöður bilanagreiningar sem allra fyrst til að geta áttað sig á hvenær og hverju þeir mættu búast við næst. Umræða er nú í Tasmaníu um nauðsyn þess að leggja annan sam- síða kapal af öryggisástæðum, eins fljótt og hægt er. Það verður spenn- andi að fylgjast með hver niðurstaða rannsókna á þessari bilun verður. Mynd 2 sýnir legu Basslink og til samanburðar eina af þeim leiðum sem komið gætu til greina fyrir legu Icelink-sæstrengs frá Íslandi til Bretlands, sem fyrirhugaður er. Staðsetning bilunarinnar á Basslink er sýnd með rauðum hring. Það þarf enga snillinga til að koma auga á, hversu tröllaukin fram- kvæmd Icelink-sæstrengurinn er í samanburði við Basslink. Það þarf harða nagla til að bera ábyrgð á framkvæmd eins og Icelink, fram- leiðslu, niðurlagningu, rekstri og viðhaldi. Hafa ber í huga að það er almenningur sem mun sitja uppi með verulegan hluta af hinni fjár- hagslegu ábyrgð. Í ljósi þessarar reynslu af bilun á Basslink þá blasir við, að ef sams- konar bilun yrði á Icelink á miklu dýpi úti á Atlantshafi þá gæti verið ómögulegt að komast að til viðgerða. Þá þyrfti líklega að leggja annan samhliða kapal frá Íslandi til Bret- lands, sem gæti tekið um þrjú ár og með óheyrilegum kostnaði. Önnur útfærsla væri þá að leggja tvo kapla strax í upphafi til vonar og vara. Þarna þurfa menn að gera sér grein fyrir bilanalíkum og taka tillit til þeirra í kostnaðaráætlunum. Reynslan af Basslink-biluninni gæti verið gott veganesti við þá áætlunar- gerð. Sjálfsagt er að gæta fyllstu varúðar og upplýsa almenning jafn- óðum um raunverulega framvindu málsins. Gera vandaðar áætlanir um kostnað við verkefnið og birta þær. Bilun í Basslink-sæstrengnum 16. desember 2015 Eftir Skúla Jóhannsson » Þetta eru ennþá allt saman ágiskanir, en hægagangur rann- sóknarinnar á Basslink- biluninni vekur grun- semdir um að ekki sé allt með felldu. Skúli Jóhannsson Höfundur er verkfræðingur. D ýp i( m ) Lengd (km) Basslink (Tasmania Ástralía) Icelink (Ísland Skotland) Bilun 16. des. 2015 0 -200 -400 -600 -800 -1.000 -1.200 -1.400 0 100 200 300 400 500 600 700 800 900 1.000 1.200 Sæstrengur Bilunin í Basslink sæstrengnum milli Tasmaníu og Ástralíu. www.fr.is FRÍTT VERÐMAT ENGAR SKULDBINDINGAR HRINGDU NÚNA 820 8081 sylvia@fr.is Sylvía G. Walthersdóttir Löggiltur fasteignasali Salvör Davíðsdóttir Nemi til lögg.fasteignasala Brynjólfur Þorkellsson Sölufulltrúi Sjöfn Ólafsdóttir Skrifstofa Því hefur verið hald- ið fram að þorskastríð- in hafi ekki verið eigin- leg stríð af þeirri ástæðu einni, að því er virðist, að ekki hafi nokkur hundruð hið minnsta fallið í þeim. Til eru margar teg- undir af stríðum eins og svonefnd „köld stríð“ þar sem herafla er ekki beitt gegn andstæðingi með beinum hætti, „ósamhverf stríð“ þar sem annar aðilinn er mun veikari en hinn, „þreytistríð“ þar sem reynt er fá andstæðing til að eyða öllum þeim auð- lindum sem hann þarf til stríðsins eða sér sér fært að nota og „algert stríð“ þar sem öllum auðlindum stríðsaðila er beitt til að ráða niðurlögum hins og borgaralegum skotmörkum er eytt jöfnum höndum með hernaðarlegum. Bersýnilegt er að ekkert þorska- stríðanna á 20. öld voru algjör stríð á borð við heimsstyrjaldirnar tvær en þar með er ekki sagt að þau hafi ekki verið stríð í einhverri merkingu. Í fyrsta kafla rits hins forna her- kænskusnillings Sun Tzu, Stríðslistin, setur höfundurinn fram þrjú boðorð eða ráðleggingar til valdhafa sem neyðast til að fara í stríð: 1. Andstæðing skal sigra á sem stystum tíma. 2. Hann skal sigra með minnsta mannfalli og fyrirhöfn. 3. Hann skal ennfremur sigra með minnsta hugsanlegu mannfalli úr röð- um fjandmanna. Færa má rök fyrir því að Íslendingar hafi skilið andstæðing sinn árin 1958, 1972 og 1975. Þeir hafi áttað sig á því að hann hafði úr takmörkuðum auðlind- um að ráða í formi her- skipa sem þurftu við- hald og eldsneyti og áttu í raun að sinna öðrum mikilvægari verkefnum. Hann varð einnig að binda hendur sínar af pólitískum ástæðum, því hann gat ekki beitt öfl- ugustu vopnum her- skipa sinna af fyrra bragði gegn bandalagsþjóð sem var að auki aug- ljóslega minni máttar því ellegar hefði hann skaðað ítök sín og ímynd um all- an heim. Líta má því á málin á þann veg að Íslendingum hafi tekist að heyja af- brigði af ósamhverfu þreytistríði gegn Bretum og bandalagsþjóðum þeirra um landhelgina og síðar efnahags- lögsöguna og haft sigur í hvert sinn. Ennfremur mætti þar segja að Ís- lendingar hafi sýnt þar ágæta her- kænsku á mælikvarða Sun Tzu. Mannfallið var takmarkað á báða bóga og efnahagur landsins var ekki allur undirlagður í hergagnaiðnað. Hvað er stríð? Eftir Pétur Guð- mund Ingimarsson Pétur Guðmundur Ingimarsson » Bersýnilegt er að ekkert þorska- stríðanna á 20. öld voru algjör stríð á borð við heimsstyrjald- irnar tvær. Höfundur er sagnfræðingur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.