Morgunblaðið - 09.06.2016, Side 54

Morgunblaðið - 09.06.2016, Side 54
54 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2016 Opið virka daga frá 9- 18 lau fr á 10-1 6 Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is VEIÐIHNÍFAR Í ÚRVALI VERÐ FRÁ 3.490.- Í kvöld verður þess minnst með sérstökum hætti á tónleikum Sin- fóníuhljómsveitar Ís- lands að liðin eru þrjá- tíu ár síðan franski hljómsveitarstjórinn Jean-Pierre Jacquillat féll frá með sviplegum hætti. En Jean-Pierre var einmitt aðalstjórn- andi hljómsveitarinnar til margra ára og einn þeirra erlendu tónlistarmanna sem mótuðu sveitina hvað mest þegar hún var að vaxa til þess þroska sem raun ber vitni. Hann var fæddur í Versölum 1935 og hóf feril sinn 1967 sem aðstoð- armaður frægasta hljómsveitarstjóra Frakka á þeim tíma, Charles Munch. Jean-Pierre varð brátt í hópi kunn- ustu hljómlistarmanna Frakka um sína tíð og stjórnaði m.a. Carmen við Parísaróperuna og ýmsum tónleikum með helstu hljómsveitum Frakka. Hafa varðveist og verið gefnar út ýmsar upptökur af verkum þar sem hann heldur á tónsprotanum. Hann var fastráðinn hér um átta ára skeið, frá 1978-1986, og tók drjúgan þátt í menningarlífi okkar, ekki aðeins á vegum hljómsveitar- innar, heldur stóðum við t.d. saman að vinsælli sýningu á óperunni La Bo- hème í Þjóðleikhúsinu þar sem m.a. Kristján Jóhannsson söng í sínu fyrsta óperuhlutverki á Íslandi. Þetta var ár- ið 1981. Jean-Pierre varð vinmargur af dvöl sinni hér og það var einmitt í sam- kvæmi, sem öðrum þræði var haldið til að fagna einum af tónleikum hans, þar sem fyrstu raunverulegu fræin að því tónlistarhúsi sem nú heitir Harpa, náðu að spíra. Þarna, í þessu sam- kvæmi, var enn og aftur rætt um nauðsyn þess að koma upp fram- bærilegu húsi fyrir tónlistina í landinu og beinlínis skorin upp herör. Ungur tónlistaráhugamaður, Ármann Örn Ármannsson, tók að sér að skrifa hvatningargrein í þá veru, af hálfu okkar áheyrenda. Um þær mundir var Sinfónían einmitt að flytja níundu sin- fóníu Beethovens, sem varð sá sigur fyrir Jean-Pierre og hljómsveitina, að tónleik- arnir voru endurteknir síðdegis næsta laugar- dag. Jón Þórarinsson hafði þá samband við mig og bað mig að segja nokkur orð í tónleikalok um að „það vantaði eitt hús“, hvað og ég gerði. Þetta var 2. og 4.júní 1983 og hljóðfæraleik- arar og stjórnandinn gáfu vinnu sína af þessu tilefni. Síðan liðu ekki margir dagar eða margar vikur, uns formlega höfðu verið stofnuð „Samtök um byggingu tónlistarhúss“ með stjórn og fram- kvæmdaráði undir forystu Ármanns og fjölda annarra góðra manna sem stóðu í baráttunni næstu árin. Og aft- ur studdi Jacquillat málið með fégjöf- um. Nokkrum mánuðum eftir þetta lagði til dæmis hollvinur íslenskrar tónlistar, Vladimir Ashkenazy, sitt lóð á vogarskálina með frægum tón- leikum í London í febrúar 1985. Þeir tónleikar voru að frumkvæði Ash- kenazys en í umsjá Samtaka um bygg- ingu tónlistarhúss og enn gáfu lista- mennirnir vinnu sínu í þágu góðs málefnis. Aðkoma Jacquillats að íslenskri tónlistarsögu skipti þannig nokkrum sköpum og hefur ekki verið haldið á lofti sem skyldi. Því fer vel á því að helga tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld minningu þessa merka listamanns. Það eykur á gleðina, að eiginkona hans, Cécile Jacquillat, sem einnig er tónlistar- maður og sem hefur haldið mikla tryggð við Ísland, verður viðstödd á tónleikunum. Í minningu merks listamanns Eftir Svein Einarsson Sveinn Einarsson » Jacquillat var einn þeirra erlendu tón- listarmanna sem mót- uðu sveitina hvað mest þegar hún var að vaxa til þess þroska sem raun ber vitni. Höfundur er leikstjóri. Það hreyfir sannar- lega við öldnum huga þegar um böl áfengis er ritað eða rætt, því alltof oft er það svo að menn leiða bölið með öllu hjá sér í umræðunni eða af- neita öllu því neikvæða í blindri ofurdýrkun á þessum svokallaða gleðigjafa. Nýlegur Kastljós- þáttur var dæmi um slíkar hörmulegar afleiðingar, áminn- ing um leið til okkar allra um að standa vörð um hin dýrmætu gildi heilbrigðis og hollra lífshátta. Og því miður eru dæmin mýmörg. Bindindissamtökin á Íslandi hafa verið óþreytandi við að draga fram staðreyndir, blákaldar staðreyndir einar byggðar á traustum rannsókna- grunni, aðvaranir um leið að gengið sé eins hægt um gleðinnar dyr og mögu- legt er hverju sinni og þá er átt við hina sönnu lífsgleði. Alltof oft höfum við verið eins og hrópendur í eyði- mörk og samlíkingin um eyðimörkina sem áfengið skilur gjarnan eftir sig raunsönn, því miður. Baráttan gegn frumvarpinu sem fengið hefur háðs- heitið „brennivín í búðirnar“, sem við háðum lengi vel svo til ein í fjöl- miðlum, er nú reifuð og rædd af svo mörgum sem byggja á sömu eða svip- uðum staðreyndum og við höfum not- að. Það hefur heldur ekki verið í kot vísað í heimildatilvitnunum okkar sem eru virtustu heilbrigðisstofnanir heims. Það hversu margir hafa svo að und- anförnu látið málið til sín taka er okk- ur sérstakt gleðiefni. Vonandi verður tekið mark á þeim ágætu mótrökum sem þarna hafa verið borin fram af hinum mætustu talsmönnum heil- brigðra sjónarmiða þar sem heill fólks og samfélagsins í heild eru höfð í fyr- irrúmi. En þó alltof mörg séu tíðindin sem vekja manni óhug og eru harmsefni þá ber ekki síður og enn frekar í raun að minna á það jákvæða sem hefur verið og er að gerast í þessum málum. Þeim tíðindum fögnum við og viljum gjarnan vekja á þeim verðuga athygli. Það, hversu neyzla áfengis á ungl- ingastigi hefur snarminnkað á síðustu árum, gefur okkur vonir um betri tíð og vonir standa þá til að endast megi sem allra lengst og að þetta unga fólk hafi bind- indi áfram í heiðri og af- neiti bölvaldinum, vitandi hversu hættulegur hann er og alltof oft óviðráðan- legur. Bindindissamtökin IOGT hafa ásamt mörg- um öðrum komið að átaki því sem fært hefur okkur þennan ávinning. Þau öll eiga okkar einlægustu þakkir. Það hefur hins vegar verið áhyggjuefni hversu unglingarnir hafa breytt um lífsstíl hvað áfengið varðar þegar komið er í framhaldsskóla, allt yfir í ákveðið hömluleysi. Þar höfum við haldið því fram að þarna áfram eins og á yngri aldursstigum hafi foreldrar, viðhorf þeirra og ég tala nú ekki um fyrir- myndir, gríðarlega mikið að segja, þrátt fyrir að sagt sé nú eins og reynd- ar alltaf áður að æskan sé uppreisnar- gjörn og hlusti ekki. Það gladdi því hug minn sérstaklega þegar ég las um það í Morgunblaðinu að samkvæmt könnun Saman hópsins þá fylgdust foreldrar 16-18 ára ung- linga afar vel með sínum unglingum og alveg sérstaklega gladdi það gamlan hug að sjá að 92% foreldra hefðu mjög neikvætt viðhorf til neyzlu áfengis hjá unglingum á þessu aldursstigi og fylgdust vel með þeim. Góðar fregnir sem hjartað gleðja. Að lokum skal þó minnt á að aldrei má slaka á klónni í baráttunni gegn þessum sem og öðrum vágestum sem herja af miskunnarleysi á allt sam- félagið þar sem saman fara í einingu hins illa: Bakkus og Mammon. Munum það um leið og við gleðjumst yfir ágætum árangri. Góðar fregnir gleðja hug Eftir Helga Seljan Helgi Seljan » Aldrei má slaka á klónni í baráttunni gegn þeim vágestum sem herja af miskunnar- leysi á allt samfélagið þar sem saman fara í einingu hins illa: Bakk- us og Mammon. Höfundur er formaður fjölmiðla- nefndar IOGT. Hvernig er að vera starfsmaður á elliheim- ili? Þetta virðist mér vera efni í eina hugleið- ingu hér í blaði; þar eð stór hluti greinahöf- unda og lesenda virðist vera kominn á eftir- launaaldurinn! Ég hef nú unnið í fimmtán ár á dvalar- og vistheimilinu Grund sem starfs- maður við umönnun. Þegar ég byrjaði þar, var ég nánast eini karlmaðurinn í umönnuninni, hvað þá með háskóla- próf. En á síðustu árum virðist að karl- ar, sem og fólk sem hefur lokið há- skólaprófi af óhagnýtu tagi, finni að þetta ófaglærða starf sé í svo gefandi félagslegu umhverfi, að það geti vel hugsað sér að staldra þar lengi við, að loknu námi. Þannig má nú nefna þar fólk með menntun svo sem í heimspeki, mannfræði, félagsfræði, bókmennta- fræði, stjórnmálafræði og guðfræði og eru þá sumir með bæði BA-gráðu og MA- gráðu í farteskinu og sumir þeirra nýbúar frá útlöndum! Sköpum mun hafa skipt um viðhorf slíkra til starfsins eftir að það varð aðallega að félagslegu starfi á síðustu öld, við það að ræst- ingar greindust frá og rafmagnslyft- arar komu til við að lyfta rúmum og örvasa fólki. En þá eru eftir samtölin og félagsskapurinn og hjálpin við að klæða fólkið og baða og færa milli her- bergja, svo sem á náðhúsið og í mat- stofuna, og einnig: í félagssamkomuna í morgunstundinni, sjúkraþjálfun, íþróttir, spurningar og spjall, iðjuþjálf- un við handavinnu og föndur, sem og sunnudagsmessu og kór. Fyrir mig, sem er menntaður í mannfræði, hafa hin fjölbreytilegu smáatriði í daglegum kynnum við vistfólkið (og starfsfólkið) gert vinnustaðinn að sífrjóu áhugaefni alla tíð. (Ekki hefur og sakað að ég hef áður unnið með börn og geðsjúka og stundað kennslu; og er raunar með uppeldis- og kennslufræði til kennslu- réttinda líka. Og heilsugóður í þokka- bót!) Raunar kýs ég að vinna eingöngu á morgunvöktum, því þá er vistfólkið mest vakandi og flest félagsstarfsemin í gangi, sem og starfsmannamötuneyt- ið gómsæta og félagslega til boða! Dag- lega tengist ég öðru starfsfólki, svo sem sjúkraliðum, hjúkrunarfræð- ingum, læknum, ræstingafólki, iðn- aðarmönnum, skrifstofufólki, matseld- arfólki og jafnvel klerkum og kórfélögum og aðstandendum skjól- stæðinganna. En margt af þessu fólki er nýbúar frá helstu innflytjendalönd- unum okkar, einkum þó ræstingafólkið og eldhúsfólkið, en einnig í vaxandi mæli starfsfólkið í aðhlynningu og hjúkrun. Þannig upplifi ég mig í dag- legri snertingu við fólk frá Póllandi, Tælandi, Kanada, Kína, og jafnvel Rússlandi! Á sumrin og í fríum hópast svo skólanemar að í af- leysingar, mennta- skólanemar, læknanem- ar, og fólk í skyldum fögum, t. d. sálfræði, mat- vælaverkfræði og lyfja- fræði. Er þá sífellt gaman að hitta og kynnast þessu unga fólki. Ekki vantar svo að starfsfólk deild- arinnar fer stundum út að borða saman eða á skemmtanir sem og starfsmannafélagið! (Einnig var ég um tíma í Grundarkórnum og var þar með trompet-hlutverk! En kórinn er fyrir starfsmenn, heimilismenn og vel- unnara Grundar.) Ég mun líklega enda mína starfsævi þar! En ólíkt nemunum ungu, hafði ég ekki áður viljað vinna þar sjálfur, vegna svo mikillar nálægð- ar við dauðann, fyrr en ég varð svo að taka slíkt inn á mig við missi eigin for- eldra! Og sjálfsagt er starfið þar síðan hluti af viðvarandi sorgarferli gagn- vart vaxandi nálægð dauða míns og minna, meira en mig grunar! Starfs- fólkið á svona stað er sífellt meðvitað um málefni aldraðra, svo sem að fólkið er að koma inn til okkar veikara og að elliheimilin eru að verða alltof fá, og einnig um fjölbreytilega afstöðu heim- ilisfólks í trúmálum og er varðar fram- haldslífið, sem og um skoðanamuninn á hversu lengi sé eftirsóknarvert að lífa við síversnandi heilsu. En þess má að lokum geta, að starfsfólkið sem og heimilisfólkið á Grund er nú orðið eitt- hvað á fjórða hundrað talsins, hvert um sig; en voru áður fleiri. (Og að að- albygging Grundar var reist í kringum 1930.) Vinnustaðurinn er farinn að smitast inn í ljóðagerðina mína. Þann- ig orti ég ljóð um árið sem var inn- blásið af einni samstarfskonu minni, og heitir það Náttfiðrildi. (Það hefur þó enn ekki ratað í Heimilispóst Grundar, Áss og Markar.) En þar segi ég m. a. svo: Ég er einsog nóttin, segir hún, því hún mun verða þá á næturvakt; og bregður aðeins fyrir okkur ella. En þakkar mér nú bjartri röddu. Mér gæti þótt enn vænna um hana; en við erum víst ávallt dæmd til að hittast helst í hálfrökkrinu hérna á elliheimilinu; meðan heilsan leyfir. Að vinna á elliheimili Eftir Tryggva V. Líndal Tryggvi V Líndal » Starfsfólkið á svona stað er sífellt með- vitað um málefni aldr- aðra, svo sem að fólkið er að koma inn til okkar veikara. Höfundur er skáld og menningar- mannfræðingur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.