Morgunblaðið - 09.06.2016, Side 56

Morgunblaðið - 09.06.2016, Side 56
Glæsilegur veitingastaður á Hótel Örk. Vandaður matseðill og hlýlegt umhverfi. Pantaðu borð í síma 483 4700 MATARferðamennska Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is U m 19 km suður af Akur- eyri er að finna lítinn sælureit fyrir sælkera. Á bænum Holtseli er rekið notalegt kaffihús og hægt að kaupa ís sem framleiddur er á staðnum, úr mjólk sem kemur beint frá kúnum sem rölta þar um haga í eyfirskri sveitasælunni. Guðmundur Jón Guðmunds- son er bóndinn á Holtseli (www.holtsel.is) en honum til halds og trausts er eiginkona Guðmundar, hún Guðrún Egils- dóttir. Það var árið 2006 sem þau fjárfestu í forláta ísgerðarvél frá Hollandi. „Við höfðum séð auglýs- ingar ætlaðar breskum bændum þar sem framleiðandinn sagði ís- gerðina góða leið til að fimmfalda verðmæti hrámjólkurinnar,“ segir Guðmundur. Eins og best þekkist á Ítalíu Vélin samanstendur af tveim- ur hólfum. Er mjólkinni hellt beint í fyrra hólfið, þar sem hún er gerilsneydd og blönduð með alls kyns bragðefnum. Að því loknu færist blandan yfir í frysti- hólfið sem býr til sjálfan ísinn. Útkoman er dýrindis ís á ítalska vísu, af gelatto-gerðinni. „Hann er þykkur og þungur, og er rúmþyngdin á ísnum okkar um 800 g en algengt er að tilbúinn ís úti í búð hafi 450 g rúmþyngd.“ Á kaffihúsinu er ísinn seldur í kúlum og líka hægt að kaupa 2,5 lítra öskju til að taka með heim. Þá framleiðir Holtsel fimm lítra öskjur fyrir veitingastaði. Er hægt að finna Holtselsísinn til sölu í völdum verslunum, og með- al annars hefur Melabúðin haft þennan handverksís í boði í hart- nær átta ár. „Úr 60 grunntegundum af bragðefnum getum við gert 400 uppskriftir. Af vinsælustu ísunum má nefna skyrís sem blandaður er með bláberjum héðan af svæðinu sem tínd voru gagngert fyrir okk- ur. Í skafborðinu eru alltaf fjór- tán tegundir í boði, en þær eru ekki alltaf þær sömu.“ Er notað ekta hráefni í ísinn. „Við notum alvöru eggjarauður, mjólk og rjóma. Í Baileys-ísinn fer ekta Baileys, og ekta viskí í viskíísinn,“ upplýsir Guðmundur, en auk þess að geta fengið sér ís og kaffi geta gestir á bænum keypt vörur frá 14 öðrum býlum í gegnum verkefnið Beint frá býli. Eru það kræsingar eins og sultur og saftir, fyrirtaks kjötvörur og egg úr landnámshænum. Sló strax í gegn „Við vorum varla byrjuð þeg- ar þetta var strax farið að vaxa okkur yfir höfuð, svo miklar voru vinsældirnar,“ segir Guðmundur, en hann segir fastakúnnana ótal- marga og vinsælt hjá sumum Ak- ureyringum að skjótast í stuttan bíltúr út úr bænum til að fá ís- skammtinn sinn. „Ekki er óal- gengt að á bilinu 3-500 manns komi hér við daglega yfir sum- artímann og þegar mest var töld- um við 800 manns á einum degi. Varð þessi starfsemi til þess að skapa tvö til þrjú aukastörf á bænum, enda miklu meira umfang á þessu en við höfðum reiknað með.“ Greinilegt er að bæði heima- menn og ferðamenn hafa mikinn áhuga á matvælum úr héraði. Bendir Guðmundur á að á ferða- lögum sínum um landið sækist fólk ekki bara eftir því að upplifa fallega náttúru og litríka menn- ingu heldur sé líka hluti af æv- intýrinu að smakka þann mat sem verði til á hverjum stað. Þá skemmir ekki fyrir þegar gæðin eru af bestu sort og metnaður lagður í framleiðsluna. Nefnir Guðmundur sem dæmi hráfæðis- veitingastaðinn Silva hinum meg- in í dalnum, sem hefur getið sér gott orð fyrir hráfæðisrétti. „Ég get ekki sagt að ég sé mjög hrif- inn af þessum stíl á mat en við hjónin höfum farið tvisvar á Silva og fengið þar hreint yndislega rétti.“ Matvælaframleiðslan gerir lífið á bæjunum fjölbreyttara, tryggir að stríðan straum gesta beri að garði og hjálpar líka við að láta enda ná saman. Guð- mundur segir fjárfestinguna í hol- lensku ísvélinni heldur betur hafa gefist vel. „Ísframleiðslan stendur fullkomlega undir sér og rúmlega það.“ Ísinn laðar að hundruð gesta daglega  Ísinn frá Holtseli er hnausþykkur hágæðaís  Notað er ekta hráefni í ísblönduna, eggjarauður og rjómi, og mjólkin beint úr kúnum á bænum Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Alvöru „Í Baileys-ísinn fer ekta Baileys, og ekta viskí í viskíísinn,“ segir Guðmundur Jón Guðmundsson um framleiðsluaðferðir ísgerðarinnar. Fjölbreytni Í skafborðinu eru alltaf margar tegundir í boði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.