Morgunblaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 67
MINNINGAR 67 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2016 ✝ Guðvarður Elí-asson fæddist í Hafnarfirði 19. ágúst 1924. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Ísafold þriðjudaginn 31. maí 2016. Foreldrar hans voru Elías Gíslason, sjómaður, f. 6. des- ember 1896, d. 30. mars 1936, og Arn- dís Kjartansdóttir, f. 8. júní 1897, d. 14. janúar 1984. Systkini Guð- varðar eru: 1) Sigrún Elíasdótt- ir, gift Páli S. Pálssyni (látinn), 2) Kjartan (látinn), kvæntur Huldu Hafnfjörð (látin) og 3) Hanna Elíasdóttir gift Ingvari Sveins- syni. Guðvarður kvæntist Vilfríði Guðnadóttur, fædd í Raftholti í Holtum, 11. júní 1920, og voru þau gift í yfir 60 ár. Börn Guð- varðar og Vilfríðar eru: 1) Hulda, læknaritari, f. 20.2. 1948, gift Birni Guðmundssyni, húsa- smið, f. 8.1. 1949. Þau eiga sam- tals tvö börn; a) Ívar M Arn- björnsson, hestaræktandi, f. starfsævi sinni vann hann við bif- vélavirkjun í fyrstu hjá Vilhjálmi Sveinssyni í Hafnarfirði og hjá Sveini Egilssyni í Reykjavík. Seinna byggði hann atvinnuhúsnæði að Dranga- hrauni 2 í Hafnarfirði og varð sjálfstæður atvinnurekandi. Hann var umboðsmaður fyrir Ford- og Suzuki-bíla í allmörg ár. Hann spilaði með Lúðrasveit Hafnarfjarðar í nokkur ár. Hann var einn af stofnfélögum Kiw- anisklúbbsins Eldborgar sem var stofnaður 1969. Var hann virkur félagi í klúbbnum þar til hann gat ekki starfað þar lengur vegna veikinda. Hans aðal- áhugamál voru: silungs- og lax- veiði og var hann félagi í Stang- veiðiklúbb Hafnarfjarðar; íþrótt- ir þó sérstaklega handbolti og fótbolti var hans hjartans mál. Var hann stuðningsmaður FH og fór oft á íþróttaleiki fyrr á árum. Fyrstu búskaparár Guðvarðar og Vilfríðar voru á Öldugötu í Hafnarfirði, síðar í Grænukinn 20 þar sem þau byggðu sér ein- býlishús. Síðustu árin bjuggu þau á Sólvangsvegi 1 Hafn- arfirði. Guðvarður var vistmað- ur á hjúkrunarheimilinu Ísafold í þrjú ár. Útför Guðvarðar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 9. júní 2016, og hefst athöfnin klukkan 13. 25.11 1968, í sam- búð með Camillu M Andersson, leikskólakennara, f. 9.12. 1970, og eiga þau þrjár dætur: Annie, Sögu og Alice. Þau eru bú- sett í Svíþjóð. b) Hulda Fríða, fata- hönnuður, f. 10.8. 1982, gift Jóhannesi Hlyn Haukssyni, flugstjóra, f. 23.3. 1981. Þau eiga tvö börn: Benjamín Snæ og Vikt- oríu Mjöll. 2) Elías, flugvirki, f. 18.5. 1950, giftist Jónínu Njáls- dóttur (látin), þau skildu. Þau eignuðust eina dóttur Elvu, f. 9.8. 1975, hún á fjögur börn: Aniku, Justin, Joshua og Ethan búsett í Toronto, Kanada. Guðvarður ólst upp í Hafn- arfirði á Jófríðarstaðavegi 9. Hann gekk í barnaskóla, fór ungur að vinna en hann missti föður sinn aðeins 12 ára gamall. Hann stundaði ýmsa vinnu m.a. svokallaða „Bretavinnu“. Síðar var hann sendibílstjóri hjá Kaup- félagi Hafnfirðinga. Megnið af Bróðir minn sefur, honum er kalt. Ég held í hönd hans með heitri hönd minni. Finn að honum líður betur við snertingu. Ég strýk yfir hárið, kinnar og enni og hvísla, litla systir er hjá þér. Ég veit ekki hvort hann heyrir í mér, hann er á leiðinni til Guðs. Ég lít til liðinna stunda í lífi okkar. Þær voru góðar, ekki síst á bernskuárum mínum. Það var ljúft að eiga sér miklu eldri systk- ini. Í fersku minni eru bræður mínir, Varði og Daddi, sem ávallt gengu undir þeim nöfnum í Hafn- arfirði, okkar fallega bæ. Báðir voru í FH og stunduðu fótbolta af kappi. Varði sagði oft með bros á vör: „Ég hætti í boltanum þegar ég sá að Daddi var miklu betri“. Nú eru þeir báðir látnir. Eftir lifir Sigrún systir okkar, ótrúlega hress miðað við 93 árin hennar. Hún dvelur nú í Furugerði 1 í Reykjavík. Í fersku minni eru bræður sem leiddu mig á milli sín. Stundum var farið í þrjúbíó og sú litla tekin með. Og mörg eru þeirra gullkorn, sem ég nýti enn í dag. Já, það er margs að minnast á langri ævi. Ég minnist þess að heyra bræðurna blístra, ungir menn komandi heim af dansleik. Þeir voru að koma heim og það þýddi öryggi. Við ólumst upp hjá móður okk- ar í dásamlegu bárujárnshúsi skammt frá Klaustrinu og í nánd við Hafnarfjarðarspítala. Ég tel það til tekna í lífinu, að bernskuár- in voru einmitt þarna. Lífið varð litríkara fyrir krakkana, forvitni- legt og gaman að fylgjast með nunnunum í klaustrinu. Faðir okkar lést árið 1936, aðeins fer- tugur að aldri. Að vera einstæð móðir með fjögur börn á þeim ár- um hefur ekki verið auðvelt. Ég lít til Fríðu, konu Varða, sem lést fyrir nokkrum árum. Við andlát hennar fór heilsa og lífs- löngun Varða þverrandi. Þau voru ólík hjón, hún hæglát og prúð, hann félagslyndur og stutt í gam- anið og lífið var gott. Saman nutu þau tilverunnar þar til heilsan leyfði ekki lengur. Varði hafði mikið dálæti á silungs- og laxveiði. Að komast í veiði var aðal málið. Mikill var sársauki hans þegar Fríða lést. Eftir það fór honum stöðugt aftur. Þó að hann glímdi við minnis- leysi geisluðu augu hans og stutt var í glettnina þegar minnst var á ferðir þeirra hjóna, einkum ferð þeirra á skemmtiferðaskipi með Kiwanisbræðrum. Það var sko FERÐ með stórum stöfum. Varði minntist oft á Dóra Júll og Kötu í Hvammi sem reyndust honum sannir vinir, ekki síst eftir að minnið fór að svíkja hann. Slík vinátta vex ekki á færibandi. Varða leið vel á Ísafold þar sem starfsfólkið annaðist hann síðustu árin og þar kvaddi hann líf sitt, þakklátur. Ég strýk aftur yfir silfurhvíta hárið, halla mér að bróður mínum, skyndilega opnar hann augun og segir: „Ert það þú?“ Kyssir mig síðan á kinnar, klappar létt á öxl og fellur síðan í dá. Þetta var hans kveðja. Varla er hægt að hugsa sér betri kveðjustund systkina. Kom, vornótt og syng þitt barn í blund! Hve blítt þitt vögguljóð og hlý þín mund (Jón frá Ljárskógum) Við systurnar og mágur Varða vottum börnum Fríðu og Varða, þeim Huldu og Elíasi, og fjöl- skyldum þeirra einlæga samúð. Hanna Elíasdóttir, Ingvar Sveinsson og Sigrún Elíasdóttir. Guðvarður Elíasson HINSTA KVEÐJA Ferð þín er hafin. Fjarlægjast heimatún. Nú fylgir þú vötnum sem falla til nýrra staða. Og sjónhringar nýir sindra þér fyrir augum. (Hannes Pétursson.) Hvíl í friði, elsku pabbi. Þín dóttir, Hulda. ✝ KristínValgerður Ell- ertsdóttir fæddist í Reykjavík 10. des- ember 1934. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Sóltúni 28. maí 2016. Foreldrar henn- ar voru Ellert Helgi Ketilsson, f. 17. júní 1913 að Álfstöðum í Skeiðahreppi, d. 10. apríl 1973, og Guðmunda Hi- ramia Sigurðardóttir, f. 16. jan- úar 1902 á Steinhólum í Grunnavíkurhreppi, d. 18. apríl 1969. Systkini Kristínar: El- ísabet K. Starr, f. 18. apríl 1922, d. 23. júlí 1999, Helga S. Helga- dóttir, f. 7. nóvember 1925, ín Valgerður, f. 4. nóvember 1982, eiginmaður hennar er Ró- bert Þórir Sigurðsson og eiga þau þrjú börn; Kristófer Svavar, Sunnevu Rakel og Elínu Rós. b) Elín Þóra, f. 11. ágúst 1990, og unnusti hennar Luke Duffy. 2) Elín, f. 28. maí 1958, var gift Hinrik Morthens, f. 16. ágúst 1955. Synir þeirra eru: a) Vig- fús, f. 5. apríl 1979, var kvæntur Inger Rut Hansen og börn þeirra eru Hrafnhildur Alice og Gunnar Örn. b) Orri, f. 1. janúar 1985, unnusta hans er Margrét Írena Ágústsdóttir og dóttir þeirra er Sunna María. Kristín ólst upp á Laugarnes- veginum þar sem hún lék sér í fjörunni og talaði oft um þá góðu tíma. Kristín starfaði fyrst hjá Sláturfélagi Suðurlands en síðar var hún ræstingastjóri hjá elliheimilinu Grund þar til hún fór á eftirlaun. Útför Kristínar fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 9. júní 2016, klukkan 13. Helgi Helgason, f. 14. apríl 1927, d. 11. október 1993, Elín Ellertsdóttir, f. 21. október 1933 og Erla Ellertsdóttir, f. 23. júlí 1941. Kristín giftist Vigfúsi Tómassyni 21. nóvember 1953. Foreldrar hans voru Tómas Hall- dórsson, f. 28. febr- úar 1960, d. 24. júní 1935, og Vigdís Vigfúsdóttir, f. 14. sept- ember 1875, d. 22. september 1933. Vigfús og Kristín eign- uðust tvö börn: 1) Ellert, f. 10. júní 1955, kvæntur Jóhönnu Sig- ríði Njálsdóttur, f. 6. janúar 1956. Dætur þeirra eru: a) Krist- Móðir okkar lést þann 28. maí síðastliðinn. Hún hafði alla tíð ver- ið heilsuhraust, en síðustu tvö árin varð hún fyrir nokkrum áföllum svo að það dró af henni og hún fékk hvíld sem hún hafði beðið eft- ir til að geta hitt pabba eins og hún orðaði það. Það er einhvern veginn þannig að maður er aldrei undirbúinn undir andlát móður eða föður þó að vitað sé í hvað stefnir. Foreldrar okkar voru gift í 56 ár þegar faðir okkar dó og þau voru alla tíð mjög samrýmd, höfðu sama áhugamál sem var hesta- mennskan. Hann hætti að vinna nokkuð á undan henni og ef hann fór eitthvað úr húsi þá skrifaði hann miða og setti á ísskápinn hvert hann hefði farið og teiknaði alltaf hjarta eða endaði skilaboðin á ástúðlegum orðum. Þessa miða geymdi mamma og sagði að þetta væri með bestu minningum sem hún ætti. Eftir að faðir okkar dó í byrjun árs 2009 þá var eins og hluti af mömmu hefði dáið með honum. Hún hafði lítinn áhuga á því að hreyfa sig og vera innan um fólk, vildi helst sofa. Hann var sterkur persónuleiki og hún hafði alla tíð reitt sig mjög á hann í öllu. Þegar við vorum að alast upp þá var mamma ávallt heima og byrj- aði ekki að vinna úti fyrr en við vorum nánast uppkomin. Henni fannst að hún yrði að vera heima þegar við kæmum heim úr skól- anum. Áhugamálið hennar var hesta- mennskan. Hún sagði við pabba að ef hann vildi halda henni í hest- unum þá yrði hann að kaupa fyrir hana alvöru gæðing, hún vildi ekki neina „truntu“. Þannig að pabbi sá til þess að mamma væri alltaf á bestu hestunum. Þytur var aðal- gæðingurinn hennar og áttu þau margar góðar stundir saman. Það var sérstakt samband milli þeirra tveggja. Þytur var mjög viljugur og skapmikill hestur. Pabbi reið honum stundum en hætti því fljót- lega vegna þess að hann varð þreyttur á því að halda í taumana vegna vilja hestsins. Mamma hins vegar hafði ekkert fyrir því að ríða honum, hún talaði við hann í blíð- um tón og hélt aftur af honum án þess að þurfa að streða í taumun- um, þetta gat enginn annar gert. Hesturinn gerði mikinn manna- mun er hún átti í hlut. Þau pabbi ferðuðust mikið um á hestum og höfðu mjög gaman af því að fara með trússhesta inn á hálendið í eina til tvær vikur í senn yfir hásumarið. Eftir að hún fór á hjúkrunar- heimilið Sóltún fyrir tveimur árum síðan þá sagði hún oft að pabbi kæmi inn á herbergið til hennar til að láta vita að hann myndi taka á móti henni þegar tíminn kæmi. Þessir síðustu dagar áður en hún andaðist voru erfiðir fyrir alla en hún hafði beðið okkur um að vera hjá sér við andlátið og jafnframt passa upp á að hún þjáðist ekki. Við gátum orðið við ósk hennar og vilj- um við þakka starfsfólki hjúkrunar- heimilisins Sóltúns fyrir frábæra umönnun og hlýhug í garð mömmu. Blessuð sé minning þín, elsku mamma, þín er sárt saknað. Ellert og Elín. Í dag kveðjum við elsku Stínu ömmu okkar. Elsku amma, mikið munum við sakna þín. Þú elskaðir fólkið þitt al- veg fram í fingurgóma og hann afa sem þú hlakkaðir svo mikið til að hitta aftur. Við trúum því að núna séuð þið sameinuð og á hestbaki um fagrar grundir. Við erum búnar að eiga góðar stundir saman í gegnum árin og okkur fannst alltaf svo gaman að fara til ykkar afa í Rauðagerðið. Sérstaklega þegar þið leyfðuð okk- ur að fara upp á háaloftið, sem var eins og töfraveröld fyrir okkur. Þar mátuðum við gömul föt og skó af þér og lékum okkur með gamla lest- arsettið hans pabba. Stundum laumaðir þú jafnvel til okkar kex- kökum og gosglasi, sem sló í gegn hjá tveimur litlum skottum. Þú varst alltaf svo mikil pæja og elskaðir að klæðast bleikum og glitrandi fötum, ásamt því að vera alltaf með litríkar og vel snyrtar neglur. Við töluðum oft um að það hlyti að fylgja nafninu að elska bleika litinn því það gerðum við nöfnurnar svo sannarlega. Verst fannst þér að hvorug ömmustelpan þín gengi í háum hælum því þú áttir ógrynni af fínum hælaskóm sem þú vildir að við myndum nota þó svo að stærðin á fótunum væri ekki sú sama. Það var svo yndislegt að sjá hvað þú elskaðir langömmubörnin þín. Þú ljómaðir alltaf þegar þau komu í heimsókn og þegar við sögðum þér góðar sögur af þeim. Sérstaklega þótti þér gaman að heyra af prakkarastrikunum þeirra, sem komu þér alltaf til að hlæja. Við munum sakna þín sárt, elsku amma, og vonum að þér líði betur þar sem þú ert. Við elskum þig. Þínar ömmustelpur, Kristín Valgerður og Elín Þóra. Tengdamóðir mín, Kristín Val- gerður Ellertsdóttir, er látin. Mín eigin sjálfselska veldur því að ég er mjög hryggur því mér finnst missir minn mikill. Fyrir henni var komið nóg og óskaði hún þess að fá að skoða ljósið frá kertinu með honum Fúsa sínum. Þetta skildu allir nákomnir og virtu. Þó svo við Elín dóttir hennar og ég hefðum skilið skiptum gerðum við Stína samkomulag um að við yrðum áfram tengdasonur og tengdamóðir. Svo var til enda. Stína var yndisleg manneskja og óeigingjörn. Alveg sama hve- nær til hennar var leitað, alltaf var hún boðin og búin. Alltaf. Að láta okkur öllum líða vel. Það var Stína. Hún kom alltaf framan að fólki og ég var henni alltaf þakklátur fyrir að tala við mig beint og án skreyt- inga. Mér fannst það gott. Mér leið vel í návist þessarar konu. Þurfti aldrei að geta mér til um hvað hún meinti. Ég held að Stína hafi verið mesti mannþekkjari sem ég hef kynnst. Þau Stína og Fúsi voru mikið hestafólk og höfðu verið það um langa hríð áður en ég kom í fjöl- skylduna. Stína reið hrossi sem var engu öðru líkt og þegar hún sat Þyt varð maður bara orðlaus yfir því sem maður sá. Hún reið reyndar alltaf ein þó í hópi færi, því hún og Þytur fóru fremst. Var alveg sama hverjir reyndu að vera þeim við hlið, þá juku þau við töltið þar til aðrir gerðu sér grein fyrir hvernig var. Stína sagði einu sinni við mig „Þytur ræður ferðinni, ég sit hann bara“. Þvílíkt par sem þarna fór. Stína sagði að sinni hestamennsku myndi ljúka með Þyt því ekkert hross myndi fylla skarðið. Svo varð líka raunin og þó svo Fúsi hafi verið duglegur að finna handa henni hross eftir Þyt sáum við aldrei þessa einingu sem verið hafði. Stína talaði „ísl-ensku“ betur en flestir og notaði oft enska frasa til að auðga íslenskuna sem lýstu best að henni fannst ástandi eða umhverfi. Fyrir henni var þetta bara skeyting við okkar ástkæra mál og fannst henni það ekki út- lenska eða enska heldur bara svona útvíkkun og aukinn þungi á lýsingu einhvers sem íslenskan fangaði ekki alveg. Því var það spaugilegt er við sátum einu sinni á kínverskum matsölustað í Soho og hún sagði okkur að þetta væri bara „lásí pleis“. Stínu lá alltaf hátt rómur svo þetta heyrðu fleiri en við sem sátum með henni til borðs. Þetta var moment sem við geym- um og færist alltaf bros yfir andlit mér er ég hugsa um þetta. Þarna hitti „ísl-enskan“ beint í mark. Ég mun sakna þessarar konu meðan ég lifi og tel að barnabarna- börn mín sérstaklega missi af þeim forréttindum sem felast í því að kynnast manneskju sem henni. Synir mínir báðir Fúsi og Orri náðu sem betur fer að kynnast henni vel og veit ég að þau kynni taka þeir með sér inn í framtíðina. Veganestið er gott sem hún færði þeim og okkur öllum. Mest langar mig að hrópa svo allir heyri hversu merk manneskja er þarna farin en í staðinn ætla ég að hvísla að ykkur að megi hún vel fara. Tengdasonur og vinur alltaf. Hinrik Morthens. Kristín Valgerður Ellertsdóttir Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, HERDÍSAR ERLINGSDÓTTUR frá Gilsá í Breiðdal, sem lést 18. maí á hjúkrunarheimilinu Hulduhlíð Eskifirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hulduhlíðar fyrir frábæra umönnun. . Lárus H. Sigurðsson Helga P. Harðardóttir Erla Þórhildur Sigurðardóttir Guðjón Einarsson Stefán Sigurðsson Þorgeir Sigurðsson Berglind Hrafnkelsdóttir ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubarn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGA ÞÓRARINSDÓTTIR frá Þykkvabæ, sem andaðist þriðjudaginn 31. maí, verður jarðsungin frá Prestsbakkakirkju á Síðu laugardaginn 11. júní klukkan 13. . Einar Bjarnason Þórarinn Bjarnason Helga Jónsdóttir Arnar Bjarnason Anna María Pétursdóttir Halldóra Eyrún Bjarnadóttir Orri Guðjohnsen barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR Álftamýri 42, lést mánudaginn 6. júní. Útför hennar fer fram frá Háteigskirkju þriðjudaginn 14. júní klukkan 13. . Magnea I. Þórarinsdóttir, Guðmundur B. Guðjónsson, Soffía D. Þórarinsdóttir, Eggert Þ. Sveinbjörnsson, Sonja Þórarinsdóttir, Pétur Kristinsson, Gísli G. Þórarinsson, Kristín Helgadóttir, ömmu- og langömmubörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.