Morgunblaðið - 09.06.2016, Page 68

Morgunblaðið - 09.06.2016, Page 68
68 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2016 Ýmislegt Sælureitur í sveitinni! Til sölu glæsilegar lóðir í Fjallalandi í Landsveit. Veðursæld, fjallasýn og ægifögur náttúra. Gönguleiðir meðfram Ytri-Rangá. Aðeins 100 km frá Reykjavík. Uppl. s. 8935046 og á fjallaland.is Bílar SKODA OCTAVIA AMBIENTE COMBI 5 dyra. Árg. 7/2012, Ek: 102þ Sk:2018, 1600 Diesel-bsk. Ný sumardekk og nagladekk fylgja. Dráttarbeisli. Ný tímareim og vatnsdæla. Nýlegir diskar og klossar. Þjónustubók. Bíllinn er til sýnis hjá Bílasölunni Bílfang Malarhöfða 2. Uppl. í síma: 615-8080. Toyota Avensis árg 2007 til sölu á 1490þ. Ekinn 169xxx. Nýskoðaður án athugasemda. Nánari uppl. gefur Ófeigur í síma 8693468 Smáauglýsingar Atvinnublað alla laugardaga Sendu pöntun á augl@mbl.is eða hafðu samband í síma 569-1100 Allar auglýsingar birtast bæði í Mogganum og ámbl.is ER ATVINNUAUGLÝSINGIN ÞÍN Á BESTA STAÐ? ✝ SigvaldiJóhannsson fæddist 3. júlí 1932 á Syðra-Lágafelli, Miklaholtshreppi, Snæfellsnesi, og ólst þar upp. Hann lést á Droplaugarstöðum þann 29. maí 2016. Foreldrar hans voru Jóhann Magn- ús Kristjánsson, bóndi frá Ytra-Lágafelli, f. 7.9. 1893, d. 29.8. 1965, og Borghildur Júlíana Þórðardóttir frá Borgarholti í sömu sveit, f. 9.7. 1897, d. 5.1. 1971. Systkini hans: Steinunn, f. 3.8. 1924, d. 25.1. 2010, Jóhann Gunnar, f. 21.1. 1928, d. 12.2. 2001, Kristján f. 28.9. 1929, d. 20.2. 1999, Þórir, f. 28.9. 1929, Sigurður, f. 22.12. 1930, Sesselja Anna, f. 19.11. 1934, d. 2.4. 2009, Vigdís Þórkatla, f. 8.8. 1939, d. 17.6. 2010. Sigvaldi kvæntist þann 17. júní 1961 Hólmfríði Helgu Guðjóns- dóttur, hjúkrunarfræðingi og ljósmóður, f. 20.2. 1937. For- Þórðardóttir, f. 2.1. 1999. Sig- valdi starfaði sem bóndi að Syðra-Lágafelli frá unglings aldri þegar hann tók við búinu vegna hnignandi heilsu föður síns. Hann brá þó búi um eins árs skeið og gerðist tollvörður í Reykjavík. Sigvaldi flutti aftur vestur með konu sinni og for- eldrum árið 1962, gerðist sæð- ingamaður hjá Búnaðarfélagi Snæfellinga meðfram störfum sínum sem bóndi. Sigvaldi og Helga brugðu búi árið 1967 og fluttu til Reykjavíkur, þar sem hann gerðist þaklagningarmaður og síðar meistari fyrir Jens Vil- ladsen & Co. Hann starfaði síðar sem verktaki með eigið þaklagn- ingafyrirtæki. Sigvaldi var mikill söngmaður og söng með Karla- kórnum Fóstbræðrum og Kór eldri borgara. Þá hafði hann mik- inn áhuga á leiklist og lék í ýms- um kvikmyndum, m.a. í Lénharði fógeta, Paradísarheimt, Agnesi, og Stellu í framboði. Hann var út- lits síns vegna einnig vinsæll í auglýsingum, t.d. við að leika jólasvein. Sigvaldi var glaðlyndur og oft hrókur alls fagnaðar, vel liðinn og barngóður, enda vildu afabörnin vera hjá honum sem oftast. Útför Sigvalda fer fram frá Háteigskirkju í dag, 9. júní 2016, klukkan 15. eldrar hennar voru Guðjón Guðbjörns- son skipstjóri, f. 4.5. 1897, d. 8.1. 1976, og Matthea Jónsdóttir, f. 1.9. 1908, d. 5.9. 1978. Börn þeirra eru: 1) Sigrún Matt- hea, skrifstofumað- ur, f. 29.4. 1962, maki Már Sigur- björnsson, f. 20.6. 1959. Þeirra synir: a) Matthías, f. 31.7. 1998, b) Jó- hannes Bjarki, f. 11.11. 2003 (Már átti fyrir dótturina Örnu Sif, f. 2.11. 1984, d. 12.3. 2016, og son- inn Sigurbjörn, f. 29.10. 1993). 2) Guðjón leikstjóri og leiðsögu- maður, f. 5.10. 1963. 3) Áslaug, myndlistarmaður og kennari, f. 10.3. 1965, maki Þórður Ingimar Runólfsson, f. 7.2. 1965, dætur: a) Silja Ósk, f. 29.3.1987, maki Tumi Ferrer, f. 4.5. 1988, synir Kol- beinn Þinur, f. 19.7. 2011, og Þór- bergur Váli, f. 14.12. 2013, b) Sól- rún, f. 13.6. 1989, maki Atli Rafn Sívertssen, f. 3.11. 1987, dóttir Jenný Helga, f. 4.5. 2014, c) Helga Kveðja til pabba. Elsku, besti, fallegi pabbi minn, þakka þér fyrir allt, minn kæri. Pabbi var skemmtilegur, glaðlyndur, hrókur alls fagnaðar og söngmaður góður. Hann var blíður, umhyggjusamur, hvetj- andi faðir. Þjóðsöngurinn minnir mig á þig. Á sunnudögum var ekki slökkt á sjónvarpinu fyrr en bú- ið var að spila þjóðsönginn, það var svo oft sem við sátum sam- an, horfðum á fallegar, tærar myndir af Íslandi og hlustuðum. Þegar ég horfi á jökulinn, hlusta á veðurfréttirnar, heyri í lóu, spóa, jaðrakan og hrossagauk þá minnir þetta allt á þig, þig og sumar og Lágafell. Veiðiferðir inn í Baulárvalla- vatn, í torfærum á grænum Bronkó. Pabbi, mamma, börn og bíll, við vorum saman í liði. Eftir að við fluttum suður þá fórum við ófáar ferðir vestur á Lága- fell, þú við stýrið og við sungum. Allar ferðir var sungið, þá tók enga tvo tíma að aka vestur, það tók rúma fjóra tíma. Þú sagðir okkur frá því þegar þú varst ungur, þá fórstu upp á Kast og söngst hástöfum. Kastið var þitt svið og sveitin hlustaði. Söngur og sögur, það var meðal þess sem einkenndi þig. Þú kenndir okkur að njóta tón- listar og það var allt frá óp- erusöng með Jussi Björling yfir í Kim Larsen. Einn daginn á Kvisthaganum komstu heim með sambyggðar græjur plötuspilara, útvarp og kassettutæki. Þetta var þvílíkt flott. Þú fékkst lánaðar plötur hjá Menningarstofnun Banda- ríkjanna, Elvis, Harry Bela- fonte, Mahaliu Jackson og marga fleiri. Þú varst lengi í Karlakór Fóstbræðra og það var unun að hlusta á þig æfa, hljómfögur tenórrödd og þegar hlustað var gat maður látið hugann svífa. Þú varst heill í gegn, óeig- ingjarn, gjafmildur, og stór- huga. Þú hjálpaðir og stóðst eins og klettur með okkur í öllu því sem okkur datt í hug. Leiklist, myndlist, ferðalög, Trúðir á það sem við vorum að gera og fannst leiðir að takmarkinu með okkur. Þú studdir okkur Þórð og tókst heilshugar undir þegar okkur datt í hug að rækta og byggja upp á Lágafelli. Þú tókst þátt í að skapa það sem við höf- um í dag. Kappsamur í vinnu og ósér- hlífinn. Svo kappsamur að þú varst alltaf kominn á fætur eld- snemma og kominn út á undan öllum. Þú varst hreinskiptinn og heiðarlegur. Takk fyrir að kenna mér að vera bjartsýn, og að lífið er leik- ur og gleði. Takk fyrir að kenna mér að trúa á hið góða í fólki. Takk fyrir að kenna mér þraut- seigju og vinnusemi. Takk fyrir stuðninginn í náminu. Takk fyr- ir sönginn og sögurnar. Takk fyrir að vera fyrirmynd afa- barnanna dætra og frænda minna. Ég er fegin því að geta verið með þér síðustu sporin, og finna hve fallega þú lyftir þér á vængjum með síðasta anda- drættinum. Eins og blær. Þín verður sárt saknað, elsku pabbi minn, það eina sem hugg- ar hjartað er trúin á að ég hitti þig aftur svo óendanlega þykir mér vænt um þig. Við hittumst fyrir hinum megin, þú verður búin að útbúa fallegt hús handa þér og mömmu og við munum hittast þar. Við hlustum og heyrum rödd þína hljóma. Þá finnum við þig. Far í friði, elsku pabbi minn. Þín Áslaug. Elsku afi. Ef það er einhver staður sem ég á eftir að minnast þín á þá er það fyrir utan húsið á Lágafelli, eldsnemma dags þar sem þú sast á hvalbeininu og horfðir út á jökulinn og sveitina. Í minn- ingunni er alltaf gott veður og smá tóbakslykt. Núna ferð þú í ferð og mig langar að senda sykur og salt með þér svo þú getir bætt kaffið og saltað matinn að þínum hætti. Mig langar að þakka þér fyrir að hafa mig hjá þér þegar ég fór í menntaskóla, kenna mér að meta bækur, hjálpa mér með margföldunartöfluna þegar við bjuggum hjá ykkur ömmu eitt árið og fyrir að vera fastur punktur í tilverunni í horninu á stofunni með bók og kaffi við höndina. Þín dótturdóttir, Silja Ósk Þórðardóttir Elsku afi. Nú ert þú fallinn frá, en ég veit að þú ert kominn á betri stað, vestur á Snæfellsnes í sveitablíðuna. Mínar fyrstu minningar um þig eru þegar þú greiddir flók- ann minn með svörtu greiðunni þinni sem þú varst alltaf með í brjóstvasanum á skyrtunni þinni, en þú varst sá eini sem máttir greiða flókann úr hárinu. Ég man ávallt eftir þér, glettnum á svip raulandi lög og ætíð var stutt í hláturinn. Það var alltaf jafn spennandi þegar við systurnar vissum að þið amma væruð á leið vestur því þá vissi ég að framundan væru spennandi dagar í að bar- dúsa við hitt og annað við Syðra-Lágafell eða rölta eftir girðingum til að laga þær eða bera í opin svæði uppi í Kasti eða Lágafellshyrnunni. Þú varst alltaf með hugann við að betr- umbæta landið og græða það upp. Þegar ég flutti í bæinn fékk ég að búa hjá þér og ömmu á Grettisgötunni ásamt Silju Ósk. Mér fannst það mjög spennandi enda aldrei verið jafn sjálfstæð og fullorðin, 15 ára. Þið amma tókuð okkur systrum opnum örmum og var þetta okkur eins og annað heimili. Varst þú ávallt til staðar í gamla bláa hæg- indastólnum, lesandi Moggann með kaffibollann og smjörkex eða dottandi yfir útvarpsfrétt- um. Það eru margar minningar sem hrannast upp þegar ég skrifa þér þessi lokaminningar- orð og gæti ég skrifað heila bók um allt sem ég upplifði og fékk að bardúsa með þér. En þessar minningar verða ávallt í hjarta mínu eins og þú. Elsku afi, ég mun ávallt sakna þín en ég veit að þú horfir til mín þegar ég kem vestur. Þín dótturdóttir, Sólrún Þórðardóttir. Elsku afi. Þegar ég hugsa til baka á ég margar minningar um þig sem mér þykir mjög vænt um, en sú helsta sem stendur upp úr þeim öllum er þegar ég kom suður á Grettisgötuna með mömmu og pabba einn vetur. Eins og í flest öll skiptin fór ég út á leikvöll fyrir aftan húsið til að leika, en hafði ekki tekið neina vettlinga með mér út. Þegar ég kom inn þá var mér svo nístingskalt á höndunum, en þú tókst þær í þínar stóru hendur og byrjaðir að ylja þeim og í leiðinni söngstu: Kristín litla komdu hér með kalda lófa þína. Þessi minning sýnir hversu góðhjartaður og yndislegur afi þú varst. Þín Helga Þórðardóttir. Ég og afi höfum alltaf verið hinir mestu vinir, allt frá því að ég var pínulítill og alveg fram að dánardegi hans. Mamma seg- ir mér oft frá því þegar ég var lítill og lá á skiptiborðinu heima og hún spurði mig oft og mörg- um sinnum „hver væri best“ vonandi að svarið yrði „mamma“, en þess í stað var svar mitt alltaf það sama og það var „afi“. Mömmu brá í fyrstu við þetta en sá svo að ég og afi vorum svo svakalega góðir vinir, að hann var það besta í lífi mínu. Ég man eftir því að þegar ég var í heimsókn hjá ömmu og afa í gegnum árin, þá sá afi allt- af um það að ég væri snyrti- legur og fínn, alveg frá því að ég man eftir mér var hann alltaf að taka upp greiðuna sína og greiða mér svo að hárið stæði ekki allt útí loftið og að ég liti sómasamlega út. Það má halda að þetta hafi orðið vani hjá mér, því í gegnum árin þá hef ég allt- af séð vel um hárið á mér fyrir afa. Svo þegar ég varð eldri þá fórum við að horfa meira á sjón- varpið saman, afi var t.d. sá fyrsti sem leyfði mér að horfa á Lord of the Rings-myndirnar, reyndar var mamma ekki sátt með það en það má segja að afi hafi kveikt áhuga minn á bíó- myndum því ég horfði á margar klassískar myndir hjá afa. Hann afi minn hefur alltaf verið mikið glæsimenni, bæði í útliti og í hegðun, hann hefur alltaf litið alveg stórkostlega út með sitt glæsilega hár og skegg. Einnig var hann mikið ljúfmenni og kom hann alltaf vel fram við alla sem hann talaði við. Það var samt eitt sem hann stóð sig langbest í og það var að sjá um fjölskylduna, allt frá því ég man eftir mér, þá hefur hann alltaf verið uppáhaldsmanneskjan í fjölskyldunni hjá mörgum fjöl- skyldumeðlimum og sakaði það ekki að hann átti alveg ynd- islega konu sem var alveg jafn góð og yndisleg og hann, sú kona er að sjálfsögðu hún amma mín. Þinn Matthías. Ég man þegar ég kom og spilaði fyrir afa á harmonikkuna og sá að afi ljómaði allur upp og varð mikið málglaðari þegar hann sá mig koma röltandi inn með harmonikkuna. Einnig gladdi það mig þegar ég leit upp frá nótunum og sá að afi hafði tárast, ég hélt fyrst að þetta væru sorgartár en þegar ég tók eftir því að afi táraðist í hvert skipti sem ég spilaði fyrir hann, þá kveikti ég, þetta voru ekki sorgartár, heldur gleðitár, sem komu vegna þess að fagrir tón- arnir gerðu hann svo óskaplega glaðan og minntu hann á gamla og góða tíma. Þinn Jóhannes Bjarki. Vængjum vildi eg berast í vinda léttum blæ, djarft um fjöll og dali og djúpan reginsæ; Vængjum líða í lofti við ljósblátt sólarhvel, vængjum sælum svífa. Með sigri yfir lífi og hel. Vængi, vængi gef mér, sem von og æskudraum. Fagra, sterka og frjálsa, að flýja úr sollnum glaum; Vængi að fái eg flogið og fundið sæluvist, það allt sem eg þrái, og þá sem eg hef misst. Vængi í hæð að hefjast, sem háfleygt arnakyn, vængi loks er leiftra við ljóssins hæsta skin; Vængi er þjóta án þreytu, en þiggja kyrrðar bið þá bjartir saman sveipast í sælum himins frið. (J. H., IV.) Stgr. Thorst. þýddi. Með kveðju frá Áslaugu og Þórði, Guð- jóni, Sigrúnu og Má. Sigvaldi Jóhannsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.