Morgunblaðið - 09.06.2016, Qupperneq 71

Morgunblaðið - 09.06.2016, Qupperneq 71
rekstur, stofnaði fyrirtækið Rafgeisla og starfrækti það til 2014 er hann seldi fyrirtækið þó að hann starfi þar enn. Tómas var vitavörður á Dalatanga 1967-68. Hann gekk í björgunar- sveitina Gerpi á Norðfirði er 13 ára og starfar þar enn, var formaður hennar í 16 ár, gekk ungur í Slökkvi- lið Norðfjarðar, starfaði með því í áratugi og var slökkviliðsstjóri Norð- fjarðar um 12 ára skeið. Tómas hefur kennt rafvirkjun við VMN í nokkur ár og hefur auk þess verið snjóeftirlitsmaður Veðurstof- unnar á Norðfirði frá 1996: „Snjóeftirlitið fellst í því að fylgjast með snjóalögum í fjallinu, en það er að mestu gert með því að lesa á stikur sem þar hefur verið komið fyrir. Fylgst er með sumum þeirra með tölvum en lesið á aðrar með góðum kíki. Auk þess þarf að fara á vettvang, taka snjógryfjur og meta snjóalög. Ég vann hjá RARIK þegar mann- skæða snjóflóðið féll hérna 20. des- ember 1974 og var þá í Oddsskarðinu að gera við rafmagnslínur. Ég hef aldrei lent í eins miklum snjó. Ég lenti hins vegar í lífsháska þeg- ar við vorum að flytja snjóbíl frá Kerlingarfjöllum á Eskifjörð 1975. Við keyrðum upp á Vatnajökul frá Jökulheimum og í Grímsfjöll og þar féll ég í jökulsprungu, 20 metra djúpa, höfuðkúpubrotnaði og festist. Senda þurfti menn til að höggva mig lausan. Þetta tók tvo klukkutíma og ég var orðinn kaldur og votur. Þetta voru lengstu tveir klukkutímar sem ég hef upplifað.“ Fjölskylda Eiginkona Tómsar er Sigurborg Gísladóttir, f. 14.3. 1948, ræstitæknir. Foreldrar hennar voru Gísli Bergvin Björnsson, f. 1.6. 1908, d. 21.9, 1996, bóndi á Höfðabrekku í Mjóafirði, og k.h., Hrefna Einarsdóttir, f. 29.10.1914, d. 25.4. 1996, húsfreyja. Börn Tómasar og Sigurborgar er Hrefna Zoëga, f. 12.3. 1967, sjávar- útvegsfræðingur og matreiðslukona á Hótel Eddu á Norðfirði, en maður hennar er Arnar Baldursson kerfis- fræðingur og er dóttir þeirra Sigur- borg auk þess sem Arnar á Elínu og Helenu frá því áður; Reynir Zoëga, f. 8.8. 1968, eftirlitsmaður hjá Alcoa á Reyðarfirði, en kona hans er Dýrunn Pála Skaftadóttir, forstöðumaður Olís á Norðfirði og á Reyðarfirði, og eru synir þeirra Tómas Bergvin, og Svav- ar Þór auk þess sem dætur Dýrunnar eru Jóna Bára og Aníta Eir, og Hjálmdís Zoëga, f. 9.3. 1976, hár- greiðslukona og sjúkraliði á Norð- firði, en maður hennar er Magnús Guðmundsson, starfsmaður við álver Alcoa á Reyðarfirði og eru börn Hjálmdísar Ísak Tandri, Amalía og Hrefna Lára. Systkini Tómasar eru Jóhann Zoëga, f. 26.2. 1942, vélvirki og kenn- ari á Norðfirði; Ólöf Zoëga, f. 14.4. 1953, sjúkraliði á Norðfirði, og Stein- unn Zoëga, f. 28.8. 1960, fisk- verkakona á Vopnafirði. Foreldrar Tómasar: Reynir Zoëga, f. 27.6. 1920, rennismiður og fyrrv. skrifstofumaður hjá Síldarvinnslu í Neskaupsstað, og k.h., Guðlaug Sig- ríður Jóhannsdóttir Zoëga, f. 12.12. 1921, d. 18.11. 1988, húsfreyja. Úr frændgarði Tómasar R. Zoëga Tómas R. Zoëga Ingibjörg Brynjólfsdóttir húsfr. á Sandhóli Gísli Þorláksson útvegsb. á Sandhóli í Norðfirði og fyrsti múrari á Norðfirði Ólöf V. Gísladóttir húsfr. á Norðfirði Jóhann Gunnarsson rafveitustj. á Norðfirði Sigríður J. Zoëga húsfr. á Norðfirði Nikólína Sigurðardóttir húsfr. í Holti Gunnar Jónsson útvegsb. á Holti í Mjóafirði Jóhannes Zoëga hitaveitustj. í Rvík Petrún Gísladóttir húsfr. í Enni á Norðfirði Bjarni Jónsson vígslu- biskup í Rvík Friðrik Sigurjónsson b. á Héraði Áslaug Geirsdóttir Zoëga húsfr. í Rvík Guðrún Geirsdóttir Zoëga húsfr. í Rvík Geir Hallgrímsson forsætisráðherra Geir Þorsteinsson verkfr. og forstj. Ræsis Geir T. Zoëga vegamálastjóri Ingileif B. Björnsdóttir stjórnar- form. í Rvík Björn Hallgrímsson forstjóri Hallgrímur Geirsson lögmaður Gunnar Snorri Hallgrímsson sendiherra Kristinn Björnsson forstjóri Skeljungs Finnur Geirsson forstj. Nóa-Síríus Emilía B. Björnsdóttir ljósmyndari við Morgunblaðið Tómas Zoëga yfirlæknir Guðrún Zoëga verkfr. og fyrrv. borgarfulltr. Benedikt Jóhannesson stærðfræðingur og form.Viðreisnar Sigríður Davíðsdóttir húsfr. á Iðunnarstöðum Símon Jónsson b. á Iðunnarstöðum í Lundarreykjadal Steinunn Símonardóttir húsfr. á Norðfirði Tómas Zoëga sparisjóðsstj. á Norðfirði Reynir Zoëga rennismíðam., verkstj. og fyrrv. bæjarfulltr. á Norðfirði Geir Zoëga rektor Lærða skólans í Rvík Jóhannes Zoëga Tómasson skipstjóri í Rvík Ólöf Hafliðadóttir húsfr. í Rvík Guðný Hafliðadóttir húsfr. í Rvík, af Engeyjarætt ÍSLENDINGAR 71 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2016 Þór fæddist í Reykjavík 9.8.1930. Foreldrar hans voruVilhjálmur Þ. Gíslason, skólastjóri VÍ og útvarpsstjóri í Reykjavík, og Inga Oddný Árna- dóttir. Vilhjálmur var sonur Þor- steins Gíslasonar, ritstjóra og skálds í Reykjavík, og Þórunnar Páls- dóttur, en Ingileif var dóttir Árna Jónssonar, alþm. og prófasts á Skútustöðum og Auðar Gísladóttur. Bróðir Vilhjálms var Gylfi Þ. Gísla- son, prófessor, alþm. og ráðherra. Eiginkona Þórs var Ragnhildur Helgadóttir, hdl., alþingismaður og ráðherra sem lést 29.1. sl. og eign- uðust þau fjögur börn, Helga, Ingu, Kristínu og Þórunni. Þór lauk stúdentsprófi frá MR 1949, embættisprófi í lögfræði frá HÍ 1957, stundaði framhaldsnám í ríkisrétti við New York University 1958 og við Kaupmannahafnarhá- skóla 1959 og sinnti eigin rann- sóknum í Reykjavík 1959-60. Þór var stundakennari við VÍ 1950-53, blaðamaður við Morgun- blaðið 1957-59, upplýsingafulltrúi SÞ og Evrópuráðsins, fulltrúi hjá borgardómara 1960-62, var borgar- dómari 1962-67, kenndi lögfræði við HÍ frá 1959 og prófessor þar 1967- 76, var forstöðumaður Lagastofn- unar HÍ 1974-76, skipaður hæsta- réttardómari 1976, var forseti Hæstaréttar 1983-84 og 1993, var dómari í Mannréttindadómstóli Evr- ópu 1971-98 og við EFTA-dómstól- inn frá 1994 en lét af störfum 2002. Þór gegndi fjölda trúnaðarstarfa, var m.a. formaður Orators og SUS, varaborgarfulltrúi fyrir Sjálfstæð- isflokkinn, sat í stjórnarnefnd Rík- isspítalanna, í sendinefnd Íslands á allsherjarþingi SÞ 1963, í stjórn nor- rænu réttarfélagsfræðisamtakanna, var formaður Félags háskólakenn- ara, Lögfræðingafélags Íslands og byggingarnefndar Lögbergs, var í sendinefnd Íslands á fundum hafs- botnsnefndar SÞ í New York og Genf 1972 og 1973 og í sendi- nefndum á hafréttarráðstefnum SÞ í Caracas 1974 og í Genf 1975. Þá var hann einn af forgöngumönnum und- irskriftasöfnunar Varins lands 1974. Þór lést 20.10. 2015. Merkir Íslendingar Þór Vilhjálmsson 90 ára Nanna Þrúður Júlíusdóttir 85 ára Ragna Kristín Árnadóttir Rögnvaldur Ólafsson 80 ára Árni Sigurður Guðmunds- son Bjargmundur Júlíusson Guðbjörg Alda Jóhannsdóttir Guðmundur Karlsson Guðrún Erna Narfadóttir Högni Gunnlaugsson Rannveig Bjarnadóttir 75 ára Bjarni Stefánsson Hrafnhildur Óskarsdóttir Hulda Ellertsdóttir Margrét Kristjánsdóttir 70 ára Ebba Valvesdóttir Elsa Lísa Jónsdóttir Erla Hrönn Snorradóttir Fríður Ólafsdóttir Guðmundur Sigurðsson Haraldur E. Ingimarsson Jón Þorsteinsson Málfríður Sigurðardóttir Ólafur Bjarnason Salvatore Torrini Sigríður Hauksdóttir Sigríður Pálsdóttir Tómas R. Zoéga 60 ára Einar Páll Guðmannsson Guðný B. Lúðvígsdóttir Jakob Jóhann Jónsson Sigurður Ingólfsson Sigurður Viggó Gunnarsson Vilborg Einarsdóttir 50 ára Alexandra S. Arnardóttir Auðbjörg Jakobsdóttir Ásgrímur Ásgrímsson Eiður Freyr Jóhannsson Ester Óskarsdóttir Guðjón Guðjónsson Guðmundur Karl Björnsson Gunnar Nelke Einarsson Ingvar Örn Karlsson Laufey Ýr Sigurðardóttir Maria Theresa Michelsen Steinar Gíslason Örn Guðnason 40 ára Agnes Hlíf Andrésdóttir Christophe Joseph Paccard Derek Michael Murphy Draupnir R. Draupnisson Eiður Arnar Pálmason Eiríkur Júlíus Þórðarson Elísabet Anna Jónsdóttir Elísabet Helgadóttir Hólmfríður Guðnadóttir Lilja Torfadóttir Mekkin G. Bjarnadóttir Páll Jakobsson Piotr Szuba River-Life Carmalt Tomasz Dorozinski Tomasz Uscio 30 ára Alexander Dungal Arnar Þór Tulinius Ásta Ragna Stefánsdóttir Bjartmar S. Guðjónsson Dóra Sigfúsdóttir Gígja Jóhannsdóttir Gunnar Hrafn Jónsson Gunnbjörn Gísli Kristinsson Heimir Björnsson Íris Daníelsdóttir Svana L. Kristjánsdóttir Svava Sigurjónsdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Svana býr í Hafnarfirði, lauk prófi í vöruhönnun frá LHÍ, er sjálfstæður hönnuður og er með bloggsíðu: Svart á hvítu á Trendnet.is. Maki: Andrés Garðar Andrésson, f. 1986, hús- gagnasmiður. Sonur: Bjartur Elías Andrésson, f. 2014. Foreldrar: Katrín Sveins- dóttir, f. 1962, og Kristján Rúnar Kristjánsson, f. 1958. Svana Lovísa Kristjánsdóttir 30 ára Íris býr á Dalvík, lauk prófi í viðskiptafræði frá HA og sér um bókhald og laun hjá Marúlfi. Maki: Kristinn Ingi Vals- son, f. 1985, húsamálari og tamningamaður. Börn: Arnor Darri, f. 2010, og Daníela Björk, f. 2013. Foreldrar: Svala Svein- bergsdóttir, f. 1965, hár- snyrtir, og Daníel Þór Hilmarsson, f. 1964, d. 2002, húsasmíðam. Íris Daníelsdóttir 30 ára Gunnbjörn ólst upp í Þorlákshöfn, er nú búsettur í Reykjanesbæ og starfar hjá Ace Handl- ing í Leifsstöð. Dætur: Emilía Mist og Erla Kamilla, f. 2011. Bróðir: Þorfinnur Kristinn Árnason, f. 1979. Foreldrar: Kristinn Gísla- son, f. 1957, netagerðar- maður í Þorlákshöfn, og Anna María Hauksdóttir, f. 1957, húsfreyja í Reykjavík. Gunnbjörn Gísli Kristinsson Dreifingardeild Morgunblaðsins leitar að dugmiklu fólki 13 ára og eldra, til að bera út blöð. Blaðburður fer fram mánudaga til laugardaga og þarf að vera lokið fyrir kl. 7 á morgnana. Allar nánari upplýsingar í síma 569 1440 eða dreifing@mbl.is Hafðu samband í dag og byrjaðu launaða líkamsrækt strax á morgun. www.mbl.is/laushverfi Vantar þig aukapening?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.