Morgunblaðið - 09.06.2016, Qupperneq 73

Morgunblaðið - 09.06.2016, Qupperneq 73
DÆGRADVÖL 73 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2016 Askalind4,Kópavogi Sími 564 1864 www.vetrarsol.is w w w .h el iu m .is Sláuvél með dri B&S 450E mótor Hækkun í einu handfangi 55 lítra graskassi Frábær heimilisvél Lúxus sláuvél með dri B&S 625E mótor, auðveld gangsetning Tvískiptur sláuhnífur, slær 2svar 70 lítra kassi, "notendavænn" Frábær vél í estan slá Sga Collector 46 SB Sga TwinClip 50 SB Sjálfskiptur lúxus sláutraktór Kawazaki FS600V mótor, þrýssmurður Notendavænt sæ og stýri 320 lítra graskassi Frábær traktór í stærri svæði Sga Estate 7102 H Léttu þér lífið með Stiga sláttuvél Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það eru svo margir möguleikar í stöðunni að þér fallast hendur og þú vilt helst ekkert gera. Litlar eða lélegar rann- sóknir geta reynst þér dýrkeyptar. 20. apríl - 20. maí  Naut Samskipti við maka verða hugsanlega eilítið stirð í dag. Hvað félagsleg samskipti varðar er betra að fara vítt en djúpt. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Rasaðu ekki um ráð fram og skoð- aðu málin frá öllum hliðum áður en þú tek- ur ákvörðun sem varðar framtíðina. En sjálfsmynd þín er ekki falin í efnislegum hlutum. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Hlustaðu á þær raddir sem vilja leiðbeina þér því þær tala af reynslu. Nú er hins vegar mál að leyfa fólki að kynnast þér smám saman. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú vilt koma skipulagi á hlutina þannig að þú getir lagt drög að því að fara í ferða- lag eða á námskeið. Gættu þess þó að brenna ekki allar brýr að baki þér. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú hefur látið margt reka á reiðanum en nú verður ekki hjá því komist að taka málin föstum tökum. Vertu opinn fyrir nýj- um tækifærum. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það er hreint ekki gefið að þínir nán- ustu skilji alltaf hvað fyrir þér vakir. Farðu varlega og gáðu að þér í dag, þér hættir dá- lítið við slysum í dag. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Klæddu þig sjálfum þér til ynd- isauka. Marseraðu fram með þá valkosti sem færa þér það sem þú vilt – og innri andstæðingurinn heldur sig tilbaka. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú tekur eftir að einhvern reynir mikið að vera eins og þú. Fólk er fastheldið á sitt þessa dagana. Láttu velgengnina ekki spilla barninu í þér. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þetta er ekki góður dagur til þess að skrifa undir samninga eða taka mik- ilvægar ákvarðanir. Líkamleg vinna hefur beðið en það gengur ekki lengur. Nú er komið að því að bretta upp ermarnar og drífa í þessu. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Farðu heim í kvöld og slappaðu af. Stundum verður maður að leyfa hlut- unum að hafa sinn gang, þótt erfitt sé. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú freistast til þess að eyða alltof miklum peningum í einhvern sem þú berð ábyrgð á. Hafðu samband við fólk sem þú átt forsögu með. Áþriðjudaginn rifjaði MagnúsSnædal á Leirnum upp vísu eftir Heiðrek Guðmundsson skáld frá Sandi, sem birtist í Verkamann- inum 18/10 1963: Fé, sem rænt er okkur af út úr landi smygla þeir, sem báti „bissniss“haf byrinn háa sigla. Heiðrekur var gott skáld og dýpkaði með árunum. En hann var líka hraðkvæður og hnyttinn í hópi vísnavina á Akureyri. Jakobi Ó. Péturssyni ritstjóra þótti gott að fá sér staup af Silver Fox púrtvíni, sem varð Heiðreki að yrkisefni: Margan hefur seggur sá silfurrefinn unnið. Voru skrefin varla smá væri á þefinn runnið. Kristján frá Djúpalæk kvað: Himinn blánar öðrum yfir, alltaf gránar minn. Heiðrekur botnaði: Annan smánar allt sem lifir, eltir lánið hinn. Í ljóðabók sinni Mannheimar yrk- ir Heiðrekur um taprekstur: Frá því ég byrjaði, barnið, blöðunum í að stafa, tapað á einu og öllu atvinnurekendur hafa. Að Eyjólfur héðan af hressist hættur er ég að vona. – En hafa þeir alltaf efni á því að tapa svona? Í síðustu ljóðabók Heiðreks, Landamæri, er þetta smáljóð, – Stofuhornið: Þar átti sér afdrep forðum elsta konan á bænum, sat með prjóna og sagði þér sögur og ævintýri. En farin er hún að heiman í húsið til jafnaldra sinna. Þá sóttir þú sjónvarpstæki og settir í stofuhornið. Heiðrekur sendi okkur Kristrúnu Landamæri með þessari áletrun, sem er svo hlý og falleg og lýsir skáldinu: Haustið er komið, ævin orðin löng og engin von um fleiri bækur nýjar. Ég hef nú lokið mínum svanasöng og sendi ykkur jólakveðjur hlýjar. Heiðrekur orti í viðsjárverðu tíðarfari: Þegar vindar þyrla snjá þagna og blindast álar, það er yndi að eiga þá auðar lindir sálar. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Vísur eftir Heiðrek skáld frá Sandi Í klípu „ÞETTA ER KVÍÐASTILLANDI. MEÐAL AUKAVERKANA GÆTI VERIÐ AÐ ÓTTI ÞINN VIÐ SKULDBINDINGAR HVERFI.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG VONA AÐ ÉG FÁI MITT EIGIÐ HERBERGI,“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar hjörtu ykkar slá í takt. HVERNIG LÍKAR ÞÉR ÞEGAR ÉG ER OF SEIN Á STEFNUMÓT? ÉG ÁT MATINN ÞINN HELGU ER GREINILEGA UMHUGAÐ UM AÐ MEINA MÉR AÐ KOMA HEIM! O-Ó… SKIPTI HÚN UM LÁSINN? NEI… HÚN SKIPTI UM HURÐINA! Víkverji er ágætlega lífhræddurmaður. Hann er einnig það sem hann vill kalla „skemmtilega væni- sjúkur“. Þetta tvennt saman verður oft til þess að Víkverji telur að eitt- hvað ami að sér, jafnvel þótt ekkert bendi til þess. Minnsti marblettur verður að vísbendingu um hræðileg- an sjúkdóm, eða jafnvel tvo eða þrjá slíka, sem allir herji á Víkverja í einu lagi. Svo kemur jafnan í ljós að ekk- ert amar að Víkverja. Þangað til hann hnerrar næst. x x x Sökina á þessu „ástandi“ Víkverjamá að stóru leyti skrifa á hið stórmerka ritverk „Heimilislækn- inn“, sem kom út á níunda áratugn- um og „terroriseraði“ íslensk ung- menni víða um land. Sjálfur landlæknir sagði altso um bókina í Mogganum þegar hún kom út að hún kæmi nú ekki í stað faglærðra heilbrigðisstarfsmanna en að hún gæti „aukið öryggi og skilning hjá lesendum“. Það var nú öðru nær. x x x Aftast í fyrsta bindinu var nefni-lega fjöldi svonefndra „flæði- rita“, þar sem hægt var að taka minnstu sjúkdómseinkenni og kom- ast að því að í raun var lesandinn kominn með ólæknandi form Svarta dauða. Víkverji þræddi sig í gegnum hvert einkennið á fætur öðru og komst að því að hann væri meðal annars kominn með upphafs- einkenni tíðahvarfa og holdsveiki. x x x Ertu með hósta? Leitaðu læknis,strax! Ertu með hita? Leitaðu læknis, strax! Ertu pínu sloj? Af hverju ertu enn að lesa þessa bók, af hverju ertu ekki kominn í líkhúsið? Víkverji lét í kjölfarið útbúa erfða- skrá þegar hann var átta ára, þar sem bróðir hans fékk Lukku Láka- bækurnar en foreldrarnir Lukku Láka-leikföngin. x x x En nú þarf engan „Heimilislækni“,þökk sé netinu. Í staðinn fyrir að eyða tíma í flæðirit slær Víkverji einkennin sín í Google. Og hverju svarar leitarvélin alsjáandi? „Leit- aðu læknis, strax!“ víkverji@mbl.is Víkverji Í honum eigum við endurlausnina, fyrirgefningu synda okkar. (Kól. 1:14)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.