Morgunblaðið - 09.06.2016, Qupperneq 74

Morgunblaðið - 09.06.2016, Qupperneq 74
74 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2016 Mikil eftirvænting ríktivið Íslands-frumflutn-ing fyrstu óperu ÖnnuÞorvaldsdóttur tón- skálds, en viðburðurinn markaði annan aðalhápunkt Listahátíðar. Á Myrkum músíkdögum í fyrra var boðið upp á innlit í vinnustofu Ur_-hópsins er hafði þá nýlega sótt innblástur í náttúru Græn- lands við Biskaiflóa í leit að upp- runa, frumeðli og kjarna. Vinnu- skissur og hugmyndir á við „harmony, voices honour the cent- ral being“ lifðu í sýningunni nú á laugardag sem frumspekilegir hljóð- og framvindustrúktúrar, sem bergmál, skrap – tóna hop- andi jökla er lýsti á óbeinan hátt undanhaldi siðmenningar og heims á hverfanda hveli; andann, andar- drátt, andann í húsinu, frumið í rýminu. Ekki færri en þrjá söngv- ara þurfti nú til að túlka togstreitu svo margbrotins anda eða sálar fjarri rökhugsandi manneskju. Þá tók einn leikari, Miké Phillip, og flygill undir forsjá Tinnu Þor- steinsdóttur þátt auk tólf hljóð- færaleika CAPUT-hópsins. Hástemmd upphafsorð í tón- leikaskrá útlistuðu með loðnum hætti frumið í titli verksins (Ur). Hvað lágstrikið _ stóð fyrir virtist opið, undirstrikun, áhersla, tenging eða grafískt spjátur. Í boði var „...íhugult ferðalag um óræða ver- öld í tíma og rúmi í leit að upp- runa og tengingu við rætur sjálfs- ins...“. Risavöxnum siðferðislegum spurningum var velt upp; vegleys- um mannskepnunnar, „brothættri nánd, yfirþyrmandi þrá eftir sann- leika og von um endurheimt jafn- vægi.“ Hvergi var minnst á Græn- land í dagskrá þrátt fyrir að öll rannsóknarvinnan tæki mið af náttúru landsins og menningu. Síð- hærður, indíánalegur maður minnti reyndar á Grænlending, eins ísbjarnarfeldur og ísjaka- props. Sviðsetningin ein hleypti tónverkinu upp í póstmódern farsa með svo skýrum fingraförum að öll bönd berast að Þorleifi Erni Arn- arssyni leikstjóra. Verkið hófst í myrkri og ljósið spratt úr tóminu líkt og stendur einhvers staðar. Því næst orðið, eða hvæs og búkhljóð sem söng- vararnir þrír miðluðu listilega; „kom lys, kom ljós, kom glorie, kom gloria, come light...“ sungu CAPUT-liðar í bakgrunni. Raunar þjófstartaði sviðsmaðurinn í verk- inu (Örnólfur Eldon) andartakinu strax með flatneskjubrandara; skæru ennis-vinnuljósi því fyrst þurfti náttúrlega að færa til flygil- inn um tvo metra. Rauð glóðar- pera skein brátt miðlægt yfir litlu hringsviði sem snerist óháð öllu því sem gekk á líkt og himnafest- ingin í þrjósku sinni. Ef nálgun Önnu og Þorleifs Arn- ar á verkið var jafn frábrugðin líkt og talið var upp í efnisskrá, sem annarsvegar leið mannsins er gekk á frumhljóðið í átt að upphafinu, og sem glapstigur mannsins hins- vegar, leið úrkynjunar sem rekur af leið, þá er skiljanlegt að útkom- an hafi verið svo yfirgengilega ruglingsleg og ofhlaðin. Þorleifur Örn fór offari í nálgun sinni jafn- vel þó afstrakt inntakið hafi verið ærið fyrir. Þvert á risavaxnar sið- ferðisspurningar reyndi hann að „...kljást við grundvallarspurningar um listræna ferlið sem liggur að baki sérhverri óperuuppfærslu og leyfa því ferli að skína í gegn ... að taka listformið sjálft og staðsetn- ingu þess í nútímanum til endur- skoðunar“ og spegla „díalektíska endursögn sköpunarsögunnar við samtímaóperuna sjálfa sem bak- grunn.“ Sá brechtíski háttur, að sagan sé búin til á staðnum eða á sviðinu getur virkað heillandi ef svo ber undir. Og Þorleifi Erni var vissulega vorkunn að hafa ekki sterkari söguþráð (kaðal) að spinna við (Njála, einhver?), en að bregðast við á svo sjálfhverfan hátt er óboðlegt; handheld upp- tökuvél sem varpar mynd upp á tjald í beinni er einfaldlega jaskað og banalt atriði. Frostbitnar tung- ur, rauður gunnfáni birtist ör- snöggt líkt og á götuvígi. Eins gór- illa. Ísbjörn lagði sig á trópíska strönd í barna-plastbaðkeri undir plast-pálmatré. Á einum stað var skyndilega kveikt á sterkum vinnuljósum og sýningin sett á bið því hljómsveitarstjóri varð að hjálpa sviðsmanni að rogast með flygilinn upp á hringsviðið. Slíkt póstmódern uppbrot, sem í þessu tilfelli afmáir línur og mæri milli sérfaga (sviðsmanna og lista- manna) og skapar upplausn, skyldi aðeins nota í ýtrustu neyð. Það var svo ótalmargt í veginum sem stífl- aði framvindu verksins sem gat mögulega svarað hinum risavöxnu spurningum. Einungis tónskáldið skildi að less is more. Raunalegt ávarp verksins leið fyrir tilgerð. Vissulega var þarna sitthvað fyrir augað, munúðarfull sjónarspil; svörtum vessum sem líktust olíu var hellt yfir söngvara, mennina sem líta á náttúruna sem hvert annað hráefni. Flyglinum var oft skutlað milli staða, trjágreinar og lauf lágu ofan á hörpunni og undan lokinu, en sýningin varð fyrir vikið nánast efni í gestaþraut í eftir- partíinu; hvað átti hvað að tákna eiginlega? Kjarnaspurningar verksins voru á þá leið hvernig málið varð til og hvernig við misstum tengslin við náttúruna. Maður spyr sig hvort hópurinn hafi í raun farið til Grænlands eða bara skype-að. Að minnsta kosti höndlaði sviðsverkið á engan hátt kjarnann og sneri al- vöru málsins upp í grín. Það eina sem var ósvikið (genuine) og snart var einræða Grænlendingsins sem enginn skildi, nema orðin AC/DC og Guns ’N’ Roses. Annars var heilt yfir ógjörningur að fylgjast með textaframvindu. Á einum stað heyrðist þó hrópað: „now this opera is just starting to make sense“ sem var líklega stærsti kjánahrollur kvöldsins. Tónlist Önnu Þorvaldsdóttur, snilldarlega útfærð búkhljóð söngvaranna og afbragðsflutningur CAPUT-tónlistarhópsins, undir stjórn Bjarna Frímanns Bjarna- sonar, stóð upp úr. Ánægjulegt var að upplifa kammeróperuformið í Norðurljósum Hörpu sem passar vel í umhverfi okkar (og vanefni) því auðvelt er að rannsaka og gera tilraunir með lágmarksáhöfn líkt og í tilfelli Ur_. Í þeim skilningi var verkið meira en velkomið fyrir sjónir óperugesta og allt umstang fyrirhafnarinnar virði. Tónlistin liggur auk þess á svo háu afstrakt plani að vel mætti spenna annan leikstjóra fyrir verkið og reyna aftur því sviðsútfærslan náði aldrei að botna viðkvæma angist og ljóð- rænu efniviðsins. Upplifunin snart hvorki hjarta né hug rýnis; óperu- verk sem hafði alla burði til að verða innblásið reyndist sýndar- mennska og umbúðir, eða eins og póstmódernistinn myndi orða það; var keisarinn í nærbuxum? Úr_að neðan Ljósmynd/Vincenzo Laera Tilgerð „Einungis tónskáldið skildi að less is more. Raunalegt ávarp verksins leið fyrir tilgerð. Vissulega var þarna sitthvað fyrir augað, munúðarfull sjónarspil; svörtum vessum sem líktust olíu var hellt yfir söngvara, mennina sem líta á náttúruna sem hvert annað hráefni,“ segir m.a. í gagnrýni um kammeróperuna Ur_. Norðurljós í Hörpu Ur_ bmnnn Tónlist: Anna Þorvaldsdóttir. Texti: Anna Þorvaldsdóttir og Mette Karlsvik. Leikstjórn: Þorleifur Örn Arnarsson. Leikmynd og búningar: Anna Rún Tryggvadóttir. Framleiðandi og listrænn stjórnandi Far North: Arnbjörg María Danielsen. Hljómsveitarstjóri: Bjarni Frímann Bjarnason. Flytjendur: Joa Helgeson, Melis Jaatinen, Sofia Jern- berg, Tinna Þorsteinsdóttir, Miké Phillip Fencker Thomsen, Örnólfur Eldon og CAPUT tónlistarhópur. Laugardaginn 4. júní kl. 20. Óperusýning á Listahátíð í Reykjavík 2016. INGVAR BATES TÓNLIST Daníel Freyr, einnig þekktur sem DaCox, opnar í dag kl. 17 myndlist- arsýninguna ÓSýniLegaR TálsýniR TrúaR & TáknaR í Gallery O hjá Or- ange Project, Ármúla 4-6. Shades of Reykjavik og Taco Supreme munu flytja tónlist við opnunina. Daniel Freyr er tíundi listamaður- inn sem sýnir hjá Gallery O en áður hafa þau Guðmundur Hilmar, Ólöf Benediktsdóttir, Þorsteinn Óli Sig- urðsson, Arnar Birgis, Margeir Dire, Guðrún Anna Magnúsdóttir, Jóhann S. Vilhjálmsson, Gunnar Gunnarsson og Finnbogi Gunn- laugsson sýnt í galleríinu. Gallery O mun setja upp sölusýningu með verkum frá öllum ofantöldum lista- mönnum og fleirum til styrktar góð- gerðarmála, að því er fram kemur í tilkynningu frá galleríinu. Sýningin er opin virka daga kl. 9-17. Skuggar Shades of Reykjavík koma fram við opnun sýningar Daníels Freys. Daníel Freyr sýnir í Gallery O Hver sem er getur þvegið og skammtað þvottaefni. Aðeins einn gerir það fullkomlega. Upplifðu sjálfvirka sápuskömmtun með innbyggðu þvottaefni. Í Miele W1 með TwinDos tækni. *Eirvík mun gefa þér fríar ársbirgðir af UltraPhase 1 og 2 þvottaefni, ef þú kaupir Miele W1 með TwinDos tækni á tímabilinu 7. mars 2016 til 7. mars 2017. Ársnotkun er miðuð við 250 þvotta á ári.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.