Morgunblaðið - 09.06.2016, Síða 80

Morgunblaðið - 09.06.2016, Síða 80
80 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2016 Sænska sópransöngkonan Lisa Larsson kemur fram á lokatón- leikum starfsárs Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands sem fram fara í Eld- borg Hörpu í kvöld kl. 19.30. Á tónleikunum syngur hún söngvasvítu sænska tónskáldsins Rolfs Martinsson sem frumflutt var í fyrra og himinsæluljóðið í 4. sin- fóníu Gustavs Mahler. Auk þess leikur hljómsveitin Forleikinn að Khovanschina, Dögun við Moskvu- fljót, eftir Modest Músorgskíj. Stjórnandi tónleikanna er Norð- maðurinn Eivind Aadland, en hann var aðalhljómsveitarstjóri og list- rænn stjórnandi Sinfóníuhljóm- sveitar Þrándheims á árunum 2004 til 2010. Í júní eru liðin 30 ár frá því að Jean-Pierre Jacquillat, fyrrverandi aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníu- hljómsveitar Íslands, stjórnaði sín- um síðustu tónleikum með hljóm- sveitinni. Af því tilefni mun Cecile Jacquillat, ekkja Jacquillats, heiðra gesti með nærveru sinni á tónleik- unum sem tileinkaðir eru minningu Jean-Pierre Jacquillat. Tónleikarnir verða sendir út í beinni útsendingu á Rás 1. Ljósmynd/Merlijn Doomernik Á lokatónleikum Lisa Larsson. Lokatónleikar starfsársins Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is „Myndin fjallar um þrettán ein- staklinga sem deila persónulegri reynslu sinni af samvistum við dýr,“ segir Kristján Loðmfjörð um mynd sína Drottins náð, sem sýnd verður í Hafnarhúsinu í kvöld, fimmtudaginn 9. júní kl. 20:00. Heimildarmyndin hans Kristjáns er tekin upp í sveitum landsins þar sem nánd við húsdýrin er ráðandi. Titill myndarinnar vísar til hins kristilega lögmáls um dýrin sem gjöf guðs, mönnum til ununar og af- nota. En auk myndar Kristjáns verður mynd Hafsteins Gunnars Sigurðs- sonar og Huldars Breiðfjörð, Filma, sýnd. Pólsk-íslensk framleiðsla Upphafið að þessu öllu er verkefni milli pólskra ljósmyndara og ís- lenskra skálda sem átti sér stað fyr- ir nokkrum árum. Það verkefni hef- ur nú leitt til nokkurra heimildar- mynda. „Hugmyndin kviknaði hjá Pólverjunum,“ segir Kristján Loðm- fjörð. „Við gerðum heimildarmynd- irnar án þess að hafa eitthvað sam- ræmt þema myndanna, en svo small þetta allt skemmtilega saman og hver myndin virðist ríma við aðra.“ Afhverju valdir þú þetta þema við gerð myndarinnar þinnar, samvistir við dýr? „Jaaaa, þegar það var haft sam- band við mig þá hafði ég á rúmum tveimur árum eignast þrjú börn. Ég var alveg hættur að geta lesið á þessum tíma. En svo datt ég í bók eftir Elínborgu Lárusdóttir, sem er gamall höfundur og var kannski ekki mikils metinn á sínum tíma af menningarstéttinni en nokk virt af almúganum. Hún skrifaði mikið um dulspeki. En þessi bók sem ég datt í heitir Sannar dýrasögur. Ég var bara nýbúinn að lesa þá bók þegar ég var beðinn um að taka þátt í heimildar- myndagerðinni með Pólverjunum. Ég var svo uppnuminn af þessari bók að ég seldi pólsku listamönn- unum þessa hugmynd og þeir voru bara mjög ánægðir. Áður en ég fór til Póllands til að selja þeim þessa hugmynd þá kíkti ég nú samt við hjá þeim Sunnuholtsbræðrum þarna fyrir austan til að athuga hvort þeir væru ekki tilbúnir í að vera við- fangsefni svona myndar. Þeir voru það og það sem snart mig mest var hvað þeir ljómuðu mikið þegar þeir töluðu um þennan gamla vin sinn, hundinn. Þá fer maður að velta fyrir sér sambandi dýra og manna, hvað þetta getur verið innilegt samband. Svo var ýmislegt við gerð mynd- arinnar sem vatt uppá sig, einsog trúarlega tengingin í myndinni. Sú tenging kom bara í vinnunni með Brynhildi Óladóttur, presti á Skeggjastöðum í Bakkafirði.“ Líf Það eru til margar fallegar og ljótar sögur af samvistum dýra og manna. Hundar, mýs og manneskjur  Samvistir dýrðlegra dýra og manna Bræðurnir fá um nóg að hugsa á ný þegar erki- óvinur þeirra, Shredder, fær vísindamanninn Baxter Stockman til að búa til nýja tegund af andstæðingum. IMDb 6.8/10 Laugarásbíó 17.30 Sambíóin Álfabakka 17.30, 17.30, 20.00 Sambíóin Egilshöll 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Kringlunni 16.00, 17.30, 18.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Akureyri 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Keflavík 20.00 Smárabíó 15.30, 17.40 Teenage Mutant Ninja Turtles: Out of the Shadows 12 Úti að aka Ólafur Gunnarsson og Einar Kárason héldu í ferð þvert yfir Ameríku á 1960 árgerð af Kadiljáki. Bíó Paradís 18.00 Jökullinn logar Sagan af gullkynslóð ís- lenskrar knattspyrnu.. Smárabíó 15.30, 16.45, 17.30, 19.00 Háskólabíó 17.30, 20.00 Myndiner byggð á einu þekktasta máli Ed og Lorraine Warren, en það er draugagangur sem ein- stæða móðirin Peggy Hodgson upplifði árið 1977. Sambíóin Álfabakka 17.00, 18.00, 20.00, 20.00, 21.00, 22.20, 22.45, 22.45 Sambíóin Egilshöll 17.10, 20.00, 22.45 Sambíóin Kringlunni 20.00, 22.45 Sambíóin Akureyri 20.00, 22.45 Sambíóin Keflavík 20.00, 22.45 The Conjuring 2 16 Warcraft 16 Í heimi Azeroth er sam- félagið á barmi stríðs. Metacritic 32/100 IMDb 8,4/10 Laugarásbíó 20.00, 22.30 Sambíóin Keflavík 22.30 Smárabíó 18.15, 21.00 Háskólabíó 22.20 Borgarbíó Akureyri 22.15 Alice Through the Looking Glass Lísa þarf hún að ferðast í gegnum dularfullan nýjan heim til að endurheimta veldissprota. Bönnuð yngri en 9 ára. Metacritic 39/100 IMDb 5,8/10 Sambíóin Álfabakka 17.30, 20.00 Sambíóin Egilshöll 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Kringlunni 17.30 Sambíóin Akureyri 17.30 Money Monster 12 Lee Gates (George Clooney) er sjónvarpsmaður. Eftir að Gates fjallar um verðbréf sem síðar hrynur á dul- arfullan hátt ræðst reiður fjárfestir inn í upptökuver þáttarins og tekur Gate, Fenn og framleiðsluteymi þáttarins í gíslingu. Metacritic 55/100 IMDb 6,8/10 Smárabíó 20.10, 22.30 Háskólabíó 17.30, 20.00, 22.30 Borgarbíó Akureyri 17.50 Florence Foster Jenkins Florence fyllti tónleikasali og glæsihótel og söng þekktar óperuaríur. Hún var gædd órjúfanlegu sjálfstrausti en hafði þann eina galla að geta ekki haldið lagi. Metacritic 63/100 IMDb 6,7/10 Háskólabíó 17.30, 20.00 Borgarbíó Akureyri 17.50, 20.00 Keanu 16 Vinir setja saman áætlun um að endurheimta stolin kett- ling, með því að þykjast vera eiturlyfjasalar í götugengi. Metacritic 63/100 IMDb 7,1/10 Sambíóin Álfabakka 22.30 Sambíóin Egilshöll 22.40 X-Men: Apocalypse 12 Metacritic 51/100 IMDb 8,3/10 Smárabíó 21.10 Háskólabíó 22.10 Captain America: Civil War 12 Morgunblaðið bbbbn Metacritic 83/100 IMDb 8,7/10 Sambíóin Álfabakka 22.20 Sambíóin Egilshöll 19.45 Mothers Day Metacritic 17/100 IMDb 5,4/10 Sambíóin Álfabakka 20.00 Sambíóin Kringlunni 21.00 The Nice Guys 16 Metacritic 70/100 IMDb 7,9/10 Laugarásbíó 20.00, 22.30 Smárabíó 19.45, 20.00, 22.20, 22.40 Háskólabíó 18.00, 21.00 Borgarbíó Akureyri 20.00, 22.15 Bad Neighbours 2: Sorority Rising 12 Metacritic 58/100 IMDb 6,2/10 Laugarásbíó 22.20 Angry Birds Á ósnortinni eyju úti á hafi hafast við ófleygir fuglar. Líf- ið leikur við fuglana þar til dag einn, þegar undarlegir grænir grísir flytja á eyjuna. Metacritic 49/100 IMDb 6,6/10 Laugarásbíó 17.30 Smárabíó 15.30, 17.45 The Jungle Book Munaðarlaus drengur er al- inn upp í skóginum. Bönnuð innan 9 ára. Metacritic 75/100 IMDb 8,2/10 Sambíóin Álfabakka 17.30 Sambíóin Egilshöll 17.20 The Witch 16 Svartigaldur og trúarofstæki í eitraðri blöndu. Metacritic 83/100 IMDb 6,8/10 Morgunblaðið bbbbn Bíó Paradís 22.00 Arabian Nights: Vol. 1: The Restless one 12 Metacritic 80/100 IMDb 7,2/10 bíó Paradís 17.15 Citizen Four Bíó Paradís 20.00 Hrútar 12 Morgunblaðið bbbbm Metacritic 83/100 IMDB 7,4/10 Bíó Paradís 18.00 Þrestir 12 Bíó Paradís 20.00 Carol 12 Bíó Paradís 22.15 Fúsi Bíó Paradís 22.00 The Rocky Horrror Picture Show Metacritic 58/100 IMDb 7,4/10 Bíó Paradís 20.00 Kvikmyndir bíóhúsannambl.is/bio
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.