Morgunblaðið - 09.06.2016, Page 81

Morgunblaðið - 09.06.2016, Page 81
MENNING 81 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2016 Katrín Hall hefur verið ráðin list- rænn stjórnandi GöteborgsOperans Danskompani. Til- kynnt var um ráðninguna á vef sænska dans- flokksins í gær. Katrín tekur við stöðunni af Adolphe Binder þann 1. ágúst nk. og er ráðningin til fjögurra ára. Á ofangreindum vef er rifjað upp að Katrín hafi verið listrænn stjórn- andi Íslenska dansflokksins á ár- unum 1996 til 2012. „Undir hennar stjórn breyttist Íd í hágæða samtíð- ardansflokk sem fór í sýningar- ferðalög á erlendum vettvangi,“ segir í fréttinni og á það bent að sú reynsla hennar hafi vegið þungt við ráðninguna. Haft er eftir Katrínu að henni finnist það mikill heiður að fá að stýra GöteborgsOperans Danskompani sem sé „einn af bestu samtímadansflokkum Evrópu. Mig langar að auka hróður flokksins með listrænni sýn minni“. Katrín ráðin list- rænn stjórnandi Katrín Hall Gunnar Karel Másson, tón- skáld, hefur ver- ið ráðinn list- rænn stjórnandi Myrkra músík- daga (MM) 2017. Tónlistarhátíðin MM, sem var stofnuð 1980, er vettvangur fyrir íslensk tónskáld til að fá verk sín flutt. Gunnar Kar- el lærði tónsmíðar við LHÍ og við Konunglega tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn. „Gunnar Karel hefur rekið tónlistarhátíðina Sonic Festival í Kaupmannahöfn með góðum árangri og hann er einnig einn af listrænum stjórnendum tón- listarhópsins Jaðarbers.“ Stjórn MM óskar um þessar mundir eftir umsóknum um þátttöku í MM sem fram fer 26.-28. janúar 2017. Um- sóknir skulu berast fyrir 20. júní á netfangið: myrkirmusikdagar@gmail.com. Nýr listrænn stjórnandi MM Gunnar Karel Másson Sumarljósmynda- keppni á mbl.is Ferðasumar Ferðamaður skokkar neðan við Skógarfoss á mynd Jóns Ragnars Jónssonar. Krukkuviti Vitinn í krukkunni heitir þessi ljós- mynd eftir Birki Pétursson. Leikur Jóhanna Kristín Þorsteinsdóttir á þessa mynd úr leynifjörunni. Svart/Hvítt Það er alltaf gaman í heita pottinum sem sjá má á mynd Lilju Rósar Aðalsteinsdóttur. Nú stendur yfir á mbl.is árleg Sumarljós- myndakeppni mbl.is og Canon. Hægt er að taka þátt í keppninni með því að fara inn á Fólkið á mbl.is og smella á Ljósmyndasamkeppni í und- irvalmyndinni. Þátttaka í keppninni er ókeypis og öllum heimil. Hver þátttakandi má senda inn eins margar myndir og honum sýnist og engu skipt- ir hvenær mynd er tekin eða á hvaða myndavél. Einnig má skanna inn gamlar myndir og eins má vinna myndirnar að vild. Keppninni lýkur 31. ágúst næstkomandi og þá velur sérstök dómnefnd þrjár bestu mynd- irnar sem hljóta verðlaun. 1. verðlaun eru Canon EOS 650D myndavél með 18–55mm linsu, 2. verðlaun Canon IXUS 240 HS myndavél og 3. verðlaun eru Canon PIXMA MG5450 fjölnota prentari. Sólarlag Albert Ómar Guðbrandsson kallar þessa mynd af gömlu húsi Gamalt hús. Við eigum Verið velkomin í sjónmælingu. Sólgleraugu fylgja með í kaupæti 20 ára afmæli! HAMRABORG 10, KÓPAVOGI - SÍMI: 554 3200 - OPIÐ: VIRKA DAGA 9:30-18, LOKAÐ Á LAUGARDÖGUM Í SUMAR THE NICE GUYS 8, 10:30 FLORENCE FOSTER JENKINS 5:30, 8 WARCRAFT 8, 10:30 TMNT 2 5:30 ANGRY BIRDS ÍSL.TAL 5:30 BAD NEIGHBORS 2 10:20 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.