Morgunblaðið - 09.06.2016, Page 84

Morgunblaðið - 09.06.2016, Page 84
FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 161. DAGUR ÁRSINS 2016 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR. 1. Grunaður um kynferðisafbrot 2. Stærsta dráttarvélin afhent 3. Breiðholtið sker sig úr 4. Gjaldþrota eftir stuttan rekstur »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Sýning bandarísku myndlistarkon- unnar Ninu Zurier, Gefið (það kemur í ljós), verður opnuð í dag í Galleríi skilti, Dugguvogi 3, kl. 17 og verður Zurier viðstödd opnunina. Eins og nafnið gefur til kynna er galleríið skilti, utan á húsinu. Zurier vinnur aðallega í ljósmyndun og vídeó og sýnir á skiltinu ljósmynd sem hún tók af ljósmynd í sænskri bók um innan- hússarkitektúr. „Þetta er myndin í heild, mikið stækkuð, svo að punktarnir í röstum prentsins verða ráðandi þáttur, rétt eins og í verkum Roys Lichtenstein frá sjöunda áratug síðustu aldar,“ segir hún m.a. um verkið. Silfurlit- aður bakgrunnur verksins sé einnig tilvísun í popplistina, bæði vísan í verk Michelangelos Pistoletto og eins verk Andys Warhol og myndin sjálf minni á síðasta verk Marcels Duchamp. Sýningin stendur fram í desember. Nina Zurier sýnir í Galleríi skilti  Hið léttblúsaða Skuggatríó Sig- urðar Flosasonar saxófónleikara heldur tónleika í Hofi í kvöld kl. 20. Tónleikarnir eru þeir fyrstu í sumar- dagskrá Menningarfélags Akureyrar í samstarfi við veitingastaðinn Bistro 1862 í Hofi. Auk Sigurðar eru í tríóinu Þórir Baldurs- son Hammond-orgel- leikari og Einar Scheving trommu- leikari og munu þeir leika af fingrum fram á tónleikunum. Skuggatríó Sigurðar leikur í Hofi Á föstudag, laugardag og sunnudag Austlæg átt, 5-10 m/s syðst, en annars hægari vindur. Lítilsháttar rigning sunnan- og vestanlands en annars skýjað með köflum og þurrt, en líkur á þokulofti við austurströndina. Hiti 12 til 19 stig að deginum. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Bjart veður á N- og A-landi en líkur á þoku- lofti við A-ströndina og á annesjum fyrir norðan. Hiti 12 til 20 stig. VEÐUR „Ég hef ekki áður lagt svona markvissa áherslu á andlega þáttinn en það er að virka mjög vel. Þegar þú ert í toppformi, sér- staklega í tæknigrein eins og spjótkastið er, þá er það bara hausinn sem skilur á milli hjá kepp- endum. Það er engin sem er líkamlega miklu fram- ar en aðrar,“ segir Ásdís Hjálmsdóttir spjótkast- ari. »3 Leggur áherslu á andlega þáttinn „Þetta var tvísýnna en fólk heldur og hefði getað farið á báða vegu,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður og einn lykilmanna íslenska karla- landsliðsins í knattspyrnu, um axlarmeiðslin sem hann varð fyrir í haust og héldu honum frá æfingum og keppni í fimm mánuði. »1 Tvísýnt og hefði getað farið á báða vegu „Það er enginn galdur í þessu, þetta snýst bara um mikla vinnu og það ætti að passa okkur Íslendingum vel. Við þurfum að setja kröfur á leik- menn, og þeir leikmenn sem ætla að koma með í þetta ferðalag verða að gera sér grein fyrir því að það að vera landsliðsmaður kostar aukalega,“ segir Axel Stefánsson, nýr þjálfari kvennalandsliðsins í handbolta. »2 Kostar aukalega að vera landsliðsmaður ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Hólmsteinn Eiður Hólmsteinsson safnar frumsömdum bókum eftir Halldór Laxness sem og erlendum þýðingum og á yfir 550 eintök. „Þegar ég byrja á einhverju vil ég gera það almennilega,“ segir hann og bætir við að öfgarnar séu líf- seigar og langlífar. Söfnunin hófst árið 2000, þegar tengdamóðir Eiðs gaf honum Ís- landsklukkuna í nýrri útgáfu í til- efni þess að hann útskrifaðist í sálfræði frá Háskóla Íslands. „Þá átti ég tvær bækur fyrir eftir Halldór, frumútgáfu af Barni náttúrunnar, sem ég fann óvænt hjá Braga fornbókasala á Vestur- götunni í stafla innan um bækur um Morgan Kane og Ísfólkið, og aðra útgáfu Kvæðakvers, sem ég fékk frá pabba heitnum. Með þriðju bókinni byrjaði ég að safna bókum eftir Halldór og rugludall- ur eins og ég verður að eignast allar útgáfur. Ég er líka þannig að ég verð að eiga bækur sem ég les, get ekki farið á bókasafn til að fá lánaðar bækur.“ Kápurnar mikilvægar Síðan þessi árátta hófst hefur Eiður verið með annan fótinn hjá fornbókasölum. Hann segir að þótt útgáfurnar séu oft eins séu káp- urnar það ekki alltaf og því verði hann að eignast allar útgáfur. Samt sé það svo að bókbindarar fleygi oft kápunum og fyrir bragð- ið vanti hann nokkrar kápur. „Kápurnar eru oft fallega mynd- skreyttar, segja mikla sögu og eru hluti af bókunum,“ segir hann og bendir meðal annars á kápumynd Gunnlaugs Blöndal á danskri þýð- ingu af Sölku Völku frá 1934. Sjálfstætt fólk er í miklu uppá- haldi hjá Eiði, en hann á um 50 út- gáfur af sögunni. Hann hefur lesið allar bækur Halldórs og auk þess þýðingar á þeim málum sem hann skilur en flett öðrum. „Það er til dæmis gaman að skoða japönsku þýðinguna á Sjálfstæðu fólki, byrja á öfugum enda, en ég segi eins og Halldór að ég verð að treysta því að þetta sé textinn hans!“ Þýðingarnar eru misjafnar og oft er þýtt úr öðru máli en ís- lensku. Eiður vísar meðal annars til þess að Halldór hafi sagt enska þýðingu af Sölku Völku frá 1936 mjög einfalda, mikið af stílnum hafi tapast og allt það skemmtileg- asta. „Ég er mjög hrifinn af þýð- ingu Gunnars Gunnarssonar á dönsku 1934 og þýðing Jakobs Benediktssonar á Sjálfstæðu fólki frá 1935 og 1936 er góð,“ segir Eiður. Nóbelsskáldið haldið í heiðri  Á yfir 550 bækur eftir Halldór Laxness Morgunblaðið/Ófeigur Í bókaherberginu Hólmsteinn Eiður Hólmsteinsson á yfir 550 bækur eftir Nóbelsskáldið Halldór Laxness. Hólmsteinn Eiður Hólmsteinsson tengir gjarnan mannanöfn við mat. Þannig segir hann að reykangan leggi frá nafninu Kjartan og reykt hangikjöt komi fyrst upp í hugann þegar hann segi eða heyri nafnið. Hann rifjar upp göngu með föður sínum. „Við hittum mann á förnum degi og faðir minn sagði: „Sæll, Kjartan.“ Þá hrökk upp úr mér: „Já, þú ert hangi- kjöt.““ Eiður segist ekki geta tengt eigið nafn við mat, „en Magnús getur ekki verið neitt annað en kartöflumús og Sveinn ljóst kartöflusnakk frá Maruud. Halldór tengist brauðmeti og helst nýbökuðum, mjúkum kanel- snúðum og þegar ég ber fram nafnið Stein- þór er tilfinningin eins og að borða sveskju- graut með þeyttum rjóma“. Halldór og mjúkir kanelsnúðar MANNANÖFN OG MATUR Sjálfstætt fólk Bækurnar eru um 50.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.