Morgunblaðið - 06.10.2016, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2016
Bankastræti 6 – sími 551 8588 – gullbudin.is
Lækkað verð
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
„Þetta hefur gengið vel í sumar og
verið töluverð traffík. Fjöldi fólks
leggur leið sína til okkar í siglingu
og síðan koma
líka margir ein-
göngu til að
virða fyrir sér
lónið og ganga
hér um,“ segir
Steinþór Arn-
arson, einn eig-
enda Fjalls-
árlóns ehf., sem
starfrækir sigl-
ingar um sam-
nefnt lón við
einn margra skriðjökla Vatnajök-
uls. Fjallsárlón er skammt vestan
við Jökulsárlón. Töluverðar fram-
kvæmdir hafa staðið þarna yfir í
sumar og stefnt er að því að vígja
nýtt aðstöðuhús fyrir næstu vertíð.
Siglingum um lónið er að ljúka
þessa dagana þar sem styttist í að
frjósi í lóninu yfir veturinn.
Leigusamningur til 12 ára
Steinþór hóf siglingar á lóninu
fyrir þremur árum ásamt meðeig-
endum sínum, Bjarna Sigurði
Grétarssyni og Kára Ólafssyni.
Fyrirtækið gerði samning á síðasta
ári til 12 ára við Sveitarfélagið
Hornafjörð um afnot af lóninu, sem
er þjóðlenda í eigu ríkisins en
sveitarfélagið fer með leyfisveit-
ingavaldið. Fyrir afnotin eru
greiddar nærri 10 milljónir króna á
ári, óháð veltu.
Samkvæmt samningnum við
sveitarfélagið þá skuldbindur það
sig til að nota tekjur af gjaldinu til
að byggja upp aðstöðu við Fjalls-
árlón, eins og með lagningu vegar,
gerð bílaplans og göngustíga. Þær
framkvæmdir hófust í sumar og
eru vel á veg komnar. Einnig verð-
ur lagður ljósleiðari að lóninu.
Síðan réðst fyrirtæki Steinþórs
og félaga í byggingu aðstöðuhúss-
ins, sem verður á alls 400 fermetr-
um. Verktakar við þá framkvæmd
eru Mikael ehf. og Húsheild. Þar
verður aðstaða til að taka á móti
gestum og einnig veitingahús. Um
er að ræða eina aðalbyggingu og
síðan verða salerni í tveimur minni
húsum og aðstaða fyrir sigl-
ingabúnaðinn í því þriðja, en fyr-
irtækið notast við nokkra Zodiac-
gúmbáta til siglinganna.
Bæta þarf við mannskap
„Framkvæmdir munu halda
áfram í vetur eins og kostur er. Við
stefnum að því að opna næsta vor,
eða í kringum 1. maí eins og síð-
asta vor. Þetta verður mjög góð að-
staða og gerir okkur kleift að taka
við enn fleira fólki,“ segir Steinþór.
Alls hafa um 12 starfsmenn unn-
ið við lónið í sumar, að jafnaði 7-8 á
vakt á degi hverjum, en viðbúið er
að bæta þurfi við mannskap þegar
öll aðstaðan er risin.
Steinþór er kominn í fullt starf
við þetta en í upphafi var sum-
arfríið tekið í siglingarnar. Kári
sinnir siglingum hluta úr sumri en
Bjarni Sigurður hefur snúið sér al-
farið að ferðaþjónustu á Hofi í
Öræfasveit, en Steinþór er alinn
upp í þeirri sveit.
Ljósmynd/Steinþór Arnarson
Fjallsárlón Nýtt aðstöðuhús rís þessa dagana við lónið. Húsið mun bæta aðgengi og þjónustu við ferðamenn til mikilla muna. Æ fleiri leggja leið sína í lónið.
Framkvæmt við Fjallsárlón
Stórbætt aðgengi fyrir ferðamenn Nýtt aðstöðuhús tekið í notkun fyrir
næsta sumar Tekjur af leigu á þjóðlendunni renna í aðra uppbyggingu
Auk fjölda ferðamanna sem lagði
leið sína um lónið í sumar þá mætti
hljómsveitin Kaleo á svæðið og tók
upp myndband við eitt sinna vinsæl-
ustu laga, Save Yourself.
Myndbandið er nýlega komið í
loftið, m.a. á vef Wall Street Journal,
og mun án efa vekja athygli á Fjalls-
árlóni og landslaginu þar í kring.
Fjallsárlón sést ekki frá þjóðveg-
inum en hefur á seinni árum orðið æ
vinsælli áningarstaður ferðamanna.
Auk siglinga um lónið fá ferðamenn
ýmsan fróðleik um Öræfasveitina.
Tóku upp myndband á lóninu
HLJÓMSVEITIN KALEO HEIMSÓTTI FJALLSÁRLÓN
Myndband Hljómsveit Kaleo fór út á
klakana á Fjallsárlóni í sumar.
Steinþór
Arnarson
Makrílvertíð er nánast lokið og var
heildarafli íslenskra skipa á vertíð-
inni 163 þúsund tonn, samkvæmt yf-
irliti sem Fiskistofa hefur tekið sam-
an um afla fyrstu níu mánuði ársins í
norsk-íslenskri síld, makríl og kol-
munna. Það sem af er ári er afli í ís-
lenskra skipa í þessum deilistofnum
minni en á sama tíma í fyrra.
Makrílaflinn er litlu minni en á
vertíðinni 2015 þegar hann var 166
þúsund tonn. Íslensk skip fengu
151,5 þúsund tonn, eða 89% aflans, í
íslenskri lögsögu en 6,8 þúsund tonn í
grænlenskri lögsögu og 3,8 þúsund
tonn á alþjóðlegu hafsvæði. Afla-
hæsta skipið á makrílveiðunum var
Venus NS-150 með 11,6 þúsund tonn.
Næst kemur Víkingur AK-100 með
9,6 þúsund tonn og Vilhelm Þor-
steinsson EA-11 með 19 þúsund
tonn.
Það sem af er ári hafa íslensk skip
veitt 163 þúsund tonn af kolmunna. Á
sama tíma í fyrra var aflinn 188 þús-
und tonn. Mestur afli á yfirstandandi
vertíð er veiddur í lögsögu Færeyja
eða 154,6 þúsund tonn og í íslenskri
lögsögu 6,8 þúsund tonn. Aflahæsta
skipið í kolmunna á ofangreindu
tímabili er Beitir NK-123 með 19,3
þúsund tonn og Börkur NK-122 með
19,2 þúsund tonn.
Heildarafli íslenskra skipa í norsk-
íslenskri síld á fyrstu níu mánuðum
ársins er nokkru minni en á síðasta
ári. Íslensku skipin höfðu landað 25,3
þúsund tonnum á yfirstandandi ver-
tíð miðað við 32,7 þúsund tonn á sama
tíma í fyrra. Þar af hafa íslensku
skipin fengið 25,2 þúsund tonn úr ís-
lenskri lögsögu eða 99,8% af afla úr
norsk-íslenska síldarstofninum.
Svipaður
makrílafli og
á síðasta ári
Aflaskip Beitir NK og Venus NS.
Mest af kolmunna
úr færeyskri lögsögu
Elísa Steinunn Jóns-
dóttir, leirkerasmiður
og stofnandi Gallerí
Listar, lést 1. október
á Landspítalanum
eftir stutt veikindi.
Elísa fæddist 4. júlí
1935 á Vaðstakks-
heiði, Snæfellsnesi.
Foreldrar hennar
voru þau Jón Sig-
urjónsson og Helga
Káradóttir.
Elísa var einn af
stofnendum listmuna-
verslunarinnar Gallerí Listar
árið 1987 og rak galleríið um
margra ára skeið.
Elísa giftist dr.
Gunnari G. Schram,
lögfræðingi, alþing-
ismanni og ræð-
ismanni Íslands í
New York, 26. jan-
úar 1957. Gunnar
lést árið 2004. Þau
eignuðust fjögur
börn, þau Jón Gunn-
ar, Kára G., Þóru
Björk og Kristján.
Elísa verður jarð-
sungin frá Nes-
kirkju 12. nóvember og verður
jarðarförin auglýst síðar.
Andlát
Elísa Steinunn Jónsdóttir
Icelandair hefur ákveðið að hefja
áætlunarflug til bandarísku borg-
anna Philadelphia og Tampa á
næsta ári og er sala farseðla þegar
hafin. Borgirnar eru 17. og 18.
áfangastaðurinn í Norður-Ameríku
sem Icelandair býður upp á í leiða-
kerfi sínu. Flugið til Philadelphia
hefst 30. maí, stendur til 20. sept-
ember og verður flogið þangað
fjórum sinnum í viku. Flugið til
Tampa er heilsársflug sem hefst 6.
september á næsta hausti.
Flugáætlun Icelandair fyrir árið
2017 verður um 13% umfangsmeiri
en á þessu ári. Áætlað er að farþeg-
ar verði um 4,2 milljónir á árinu
2017 og muni fjölga um 450 þúsund
frá yfirstandandi ári. Alls verða 30
flugvélar nýttar til farþegaflugsins
næsta sumar, en tvær Boeing 767
vélar bætast við flotann, segir í
frétt frá Icelandair.
Leiðakerfi Icelandair hefur
margfaldast að umfangi frá árinu
2009. Þá voru farþegar um 1,3
milljónir, eða um 30% þess fjölda,
sem gert er ráð fyrir á árinu 2017.
Icelandair hyggst hefja áætlunarflug til
Philadelphia og Tampa á næsta ári