Morgunblaðið - 14.10.2016, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 2016
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Ég hef samanlagt búið íNoregi í næstum í tutt-ugu ár, en ég tók mérsmá frí og kom til Íslands
í tæp þrjú ár. Ég fékk mér ekki
kindur fyrr en við keyptum
sveitabæinn okkar fyrir sex árum.
Mig hafði lengi langað til að vera
með kindur, enda er ég alinn upp á
Ströndum, á Drangsnesi, þar sem ég
var í sveit hjá Ingólfi Andréssyni
frænda mínum í fjöldamörg sumur.
Ég vann lengi skrifstofuvinnu hér í
Noregi og fann vel fyrir því að þar
var ég á röngum stað, ég var ekki að
vinna við það sem tengist mínu eðli.
Ég var með íslenska hesta í mörg ár
af mínum Noregsárum og það full-
nægði þörf minni fyrir að umgang-
ast lifandi skepnur, en núna er ég
einvörðungu með kindur. Jú, og líka
einn fjárhund, sem sinnir starfi sínu
mjög vel,“ segir Vignir Arnarson
sem býr á sveitabæ í Noregi ásamt
konu sinni Katrínu Markúsdóttur og
sex af börnum þeirra. Bærinn er í
More og Romsdal, en það er í
tveggja tíma fjarlægð frá Þránd-
heimi.
Yfir hundrað heimalningar
Féð hans Vignis er af tveimur
ólíkum stofnum, um áttatíu prósent
þess eru af norsku kyni sem kallað
er norsk hvít.
„Hin tuttugu prósentin eru af
ensku fjárkyni, Suffolk, og kostur
þessa enska kyns er að þær kindur
eru nánast alltaf tvílembdar. Þær
norsku hvítu eru aftur á móti of frjó-
samar, það er ekki óalgengt að þær
séu fjór- og fimmlembdar og geta
líka verið sexlembdar. Við látum
enga kind fara með fleiri en tvö lömb
á fjall, en fyrir vikið vorum við með
hundrað og fjörutíu heimalninga í
sumar,“ segir Vignir og hlær, en
bætir við að þau séu með góða að-
stöðu fyrir heimalninga.
„Við erum með mjólkurvél og
lömbin geta drukkið heita mjólk
hvenær sem þau vilja. Við ölum þau
á mjólk þar til þau hafa náð því að
verða um sextán kíló. Eftir það fara
þau á beit í haganum.“
Fer í frí þegar hinir heyja
Vignir hefur gert fjárbúskapinn
að sínu aðalstarfi, en Katrín vinnur
frá búinu, hún er í fullu starfi sem
hjúkrunarfræðingur.
Alsæll íslenskur
fjárbóndi í Noregi
Það átti ekki við hann að vinna skrifstofuvinnu svo hann keypti bóndabæ og fékk
sér kindur. Vignir og Katrín búa í Noregi og þau verða með þrjúhundruð og fjöru-
tíu fullorðnar kindur á vetrarfóðrum á komandi vetri. Fjárkynið, norsk hvít, er
heldur frjósamt, þær verða stundum sexlembdar og heimalningar því margir.
Góðir vinir Viggó Freyr og fjárhundurinn Lad saman í fjárhúsinu.
Sagnfræðingurinn Eggert Þór Bern-
harðsson lést fyrir aldur fram þegar
hann varð bráðkvaddur á gamlársdag
árið 2014. Hann var kennari í sagn-
fræði við Háskóla Íslands frá 1987 og
haustið 2006 varð hann dósent og
síðar prófessor í hagnýtri menningar-
miðlun. Á sviði sagnfræði var starf
Eggerts einkum tengt Reykjavík,
sögu og þróun borgar og sendi hann
meðal annars frá sér bækurnar Saga
Reykjavíkur 1-2 Borgin 1940-1990,
Undir bárujárnsboga, Braggalíf í
Reykjavík 1940-1970, og Sveitin í sál-
inni – Búskapur í Reykjavík og mynd-
un borgar.
Á morgun laugardag kl. 15 - 17
verður í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns
Íslands minningarþing um Eggert. Að
því standa Sagnfræðistofnun Há-
skóla Íslands, Sagnfræðingafélag Ís-
lands og Sögufélag í samstarfi við
Háskóla Íslands, Þjóðminjasafn Ís-
lands og Landsbankann.
Yfirskrift minningarþingsins er:
Færði almenningi söguna, og þar
ætla ýmsir að halda erindi, m.a mun
Guðmundur Hálfdanarson, forseti
Hugvísindasviðs, flytja erindi um
fræðimanninn Eggert.
Ármann H. Gunnarsson menn-
ingarmiðlari og Halla Kristín Einars-
dóttir kvikmyndagerðarmaður munu
sýna stuttmynd um sögu deildar-
innar Hagnýt menningar miðlun,
deild sem er í sagnfræðiskor á MA
stigi við Háskóla Íslands, en Eggert
stóð fyrir því að stofna hana með
hjálp Landsbankans. Í dag er þessi
deild afar vinsæl.
Sumarliði R. Ísleifsson, lektor í
hagnýtri menningarmiðlun, flytur er-
indið „Við urðum sjálfir að setja blað-
ið“ um Eggert Þór og miðlun sög-
unnar.
Gunnar Theodór bókmenntafræð-
ingur og sonur Eggerts flytur erindið
Tölvuleikir og menningarmiðlun –
Hugleiðingar unglingsins á heim-
ilinu.
Að loknum þessum erindum verður
tónlistarflutningur þar sem verkið
Sakna verður frumflutt af þessu til-
efni, en textann gerði Þórunn Jarla
Valdimarsdóttir og lagið er eftir Lilju
Valdimarsdóttur í útsetningu Völu
Gestsdóttur. Lilja spilar á horn, Vala
spilar á lágfiðlu, Andrea Gylfadóttir
spilar á selló, Þórarinn Heiðar Harð-
arson á gítar og Þórunn syngur eigin
texta.
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhann-
esson, opnar að þessu öllu loknu ljós-
myndasýningu Eggerts Þórs Bern-
harðssonar: Myndir tala. Þar verða til
sýnis fimmtán tvennur.
Umsjónarmenn sýningarinnar eru
synir Eggerts, þeir Gunnar Theodór
og Valdimar Ágúst. Sýningarstjóri er
Guðbrandur Benediktsson, safnstjóri
Borgarsögusafns Reykjavíkur, og
fundarstjóri verður Anna Agnars-
dóttir prófessor. Allir velkomnir og
léttar veitingar í boði.
Minningarþing um Eggert og ljósmyndasýning
Morgunblaðið/Ómar
Sagnfræðingur Eggert með bókina sína, Horfinn heimur höfuðborgarinnar.
Hann færði almenningi söguna
Ég tek strætó í vinnunanánast alla morgna. Þaðer ekki í frásögur fær-andi nema fyrir þær sak-
ir að ég bý í Hlíðunum og tek
strætó upp í Árbæ. Þetta eru þrír
vagnar sem ég þarf að taka og er
það eiginlega bara heppni séu
þeir allir á réttum tíma, enda hef
ég oft lent í því að þurfa að bíða
í Ártúni vegna þess að tengi-
vagninn er farinn áður en
sexan kemur. Ég veit vel
að ég er að tuða og trúið
mér, þetta er ekki í
fyrsta skipti.
Það sem fer þó
sennilega meira í
taugarnar á mér en
hið óáreiðanlega
strætókerfi Reykja-
víkur, er fólk á bíl
sem segir mér að
það sé nú bara fínt
að taka strætó.
Fólk sem notar ekki
strætó á ekki að tjá
sig um ágæti þess að
taka strætó!
„Ég væri alveg til í
að skilja bílinn eftir
einhvern tímann og
taka strætó í vinn-
una.“ Jú, jú, það er alveg
notaleg tilhugsun á góð-
viðrisdögum þegar maður er
í stuði en... Á vindasömum
mánudagsmorgni er bíllinn þó
líklega besti vinur þinn.
Þeir sem taka strætó langa
vegalengd daglega hafa ekki þolin-
mæði í rómantískar hugmyndir bíl-
eigandans.
Við nennum heldur ekki að hlusta
á hvað þér finnist gaman að
fara með krakkana í strætó
um helgar í rólegheitunum,
þegar við komum
pirruð og köld inn
eftir labbið úr
strætóskýlinu.
Síðan eru aðrir
sem benda mér á
það að vinnustað-
urinn minn sé svo
langt í burtu að
auðvitað sé þetta
svona. Já, takk
fyrir þetta innlegg.
Ég hvet því alla for-
réttindapésa (bílaeig-
endur) um að þegja
þegar strætónotandinn
tuðar yfir reynslu sinni.
Við nennum ekki að
hlusta á hvað þetta sé gam-
an.
»Fólk sem not-ar ekki strætó
á ekki að tjá sig
um ágæti þess að
taka strætó!
Heimur Sigurborgar Selmu
Sigurborg Selma
sigurborg@mbl.is