Morgunblaðið - 14.10.2016, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 2016
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Bleika slaufaner orðin aðtákni fyrir
baráttuna gegn
brjóstakrabba-
meini. Undanfarin
ár hefur Krabba-
meinsfélagið blásið til söfnunar
með sölu á bleiku slaufunni og
nú er það gert undir yfirskrift-
inni „fyrir mömmu“. Markmiðið
er að nota féð, sem safnast með
sölu barmnælunnar, til að kaupa
þrjú tæki til leitar á brjósta-
krabbameini. Mun þörfin á end-
urnýjun vera orðin brýn. Um
leið er tækifæri til að benda á
mikilvægi reglulegrar leitar.
Þótt framfarir hafi orðið í
krabbameinslækningum er
staðan þó enn sú að mestar lík-
ur eru á bata ef meinið greinist
á frumstigi. Að meðaltali grein-
ast 210 konur á ári með brjósta-
krabbamein á Íslandi. Með-
alaldur við greiningu er 62 ár.
Þrjú þúsund konur, sem
greinst hafa með krabbamein,
eru á lífi í dag. 40 konur látast
úr brjóstakrabba á ári hverju.
Talið er að kerfisbundin leit að
brjóstakrabba geti lækkað dán-
artíðni af völdum þess um allt
að 40%. Lífslíkur hafa aukist
verulega og lifa 90% þeirra sem
greinast lengur en fimm ár eftir
greiningu.
Lögð hefur verið áhersla á að
konur fari reglulega í brjósta-
myndatöku eftir að þær ná 40
ára aldri og skoði brjóstin
reglulega. Oft
finnst mein vegna
þess að konur
verða sjálfar varar
við hnút af tilviljun.
Orsakir brjósta-
krabbameins eru
ýmsar. Á heimasíðu Krabba-
meinsfélagsins kemur fram að
eitt af hverjum tíu tilfellum
megi rekja til erfða, nánar til-
tekið stökkbreytinga í til-
teknum genum. Hin arfgengu
afbrigði koma fram fyrr á æv-
inni en önnur. Einnig eru til-
greindar sem ástæður horm-
ónar, offita, áfengisneysla,
röskun á lífklukku vegna vakta-
vinnu og skortur á hreyfingu.
Kolbrún Silja Ásgeirsdóttir,
kynningar- og fjáröflunarstjóri
Krabbameinsfélags Íslands,
segir í samtali við Morgun-
blaðið í dag að það þurfi alltaf
að minna konur á að koma í
krabbameinsleit: „Fjöldi þeirra
sem koma í skoðun eykst alltaf í
tengslum við svona átak,“ segir
hún. „Mætingin hefur verið góð
í heild, eða um 68%, sem er með
því besta sem gerist en við vilj-
um gjarnan sjá þessa tölu fara
upp í 80%.“
Mörg fyrirtæki eru reiðubúin
að leggja hönd á plóg til að
hjálpa Krabbameinsfélaginu.
Hryggjarstykkið er þó velvilji
almennings. Í dag er bleiki dag-
urinn og þá er tækifæri til að
láta gott af sér leiða í þágu
mæðra okkar allra.
Krabbameinsfélagið
hefur unnið þrek-
virki í baráttunni
gegn brjóstakrabba}
Bleika slaufan
Ákvörðunsænsku nób-
elsnefndarinnar
hefði glatt gamla
Nobel. Hvernig
getum við vitað
það? Vegna þess að
hún kom eins og sprengja.
Það vekur nokkra athygli að
góðir rithöfundar og gagnrýn-
endur halda því sumir fram að
nefndin hafi farið út af sporinu.
Þeir sem lengst ganga segja að
nefndin sé með þessari ákvörð-
un komin á plan með nefnd um
friðarverðlaun Nóbels, sem upp
á síðkastið hefur dottið í alla þá
pytti sem hún gat með lúsarleit
fundið. Bob Dylan er söngva-
skáld og það flækist fyrir sum-
um núna. Það eru til ótal ljóð og
sum ómannblendin, sem engum
hefur dottið í hug að gera lag
við og syngja. Ljóð Dylans
standa óstudd og liggur ekki í
augum uppi hvort kemur á und-
an lag eða ljóð. Hvernig getur
nokkrum manni dottið í hug að
snjallt lag felli gengi ljóðsins
sem kallaði á það?
Jónas var löngu farinn þegar
að Inga T. bar að. Ella hefði
hann örugglega
beðið feginsamlega
að heilsa honum.
Það hefði reyndar
verið stórslys ef lag
og ljóð hefðu farist
á mis.
„Dylan er skemmtikraftur
fremur en skáld,“ segja menn
núna, af því að hann gaf ljóð sín
út á plötum, eins og það breyti
einhverju. Er Shakespeare
verri en hin skáldin þar sem
verk hans voru flutt en ekki les-
in?
Það er ábót á góða ákvörðun
að henni fylgdi sprengja og
fjarri því fyrsti hvellurinn frá
Bob Dylan.
Nóbelsnefndin veitti Win-
ston Churchill bókmenntaverð-
launin á sínum tíma. Sá átti svo
sannarlega allt gott skilið. Og
það var ekki af vanþakklæti
sem hrökk upp úr honum við
fréttirnar: Ég vildi frekar hafa
fengið friðarverðlaunin en bók-
menntaverðlaunin.
Bob Dylan hefði raunar get-
að risið betur en margur annar,
sem fengið hefur, undir hvorum
tveggja þessum verðlaunum.
Sænska
Nóbelsnefndin fór
ekki öfug framúr í
þetta sinn}
Ég bið að heilsa
Nóbelsnefndinni
Þ
að vakti mikla athygli þegar Unnur
Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálf-
stæðisflokksins, gaf sex vikna gam-
alli dóttur sinni brjóst á meðan hún
hélt ræðu á Alþingi í fyrradag.
Brjóstmylkingar eru sjaldséðir í ræðustól Al-
þingis, reyndar mun þetta vera í fyrsta skiptið
sem einn slíkur kemur í pontu, a.m.k. meðan á
þingfundi stendur. Glöggir bentu á að þar með
hefði litla stúlkan mætt betur á þingfundi und-
anfarna mánuði en Sigmundur Davíð Gunn-
laugsson, en það er önnur umræða.
Ýmsar merkingar hafa verið lagðar í þetta
sem virðist stefna í að verða frægasta brjóstagjöf
Íslandssögunnar. Til dæmis að þarna hafi hægri
flokkarnir sýnt og sannað í eitt skipti fyrir öll að
jafnrétti kynjanna og femínismi sé síður en svo
einkamál vinstri flokkanna. (Líklega var Unnur
Brá ekki mikið að hugsa um það þegar dóttir hennar var
svöng og þurfti að fá að drekka.) Og eins og við mátti búast
hefur þetta atvik verið jól, áramót og páskar fyrir hneyksl-
unarpúka sem hafa m.a. kallað þingkonuna athyglissjúka
brjóstabínu.
En þeir eru miklu fleiri sem hafa lýst yfir velþóknun sinni,
Unnur Brá var t.d. kölluð valdeflandi og töffari á Twitter og
þar sagði líka einhver að þetta hefði verið það fallegasta sem
almenningur hefði fengið að sjá úr sölum Alþingis svo árum
skipti. Það má svo sannarlega taka undir það.
Svo hefur brjóstagjöf Unnar Bráar vakið athygli langt út
fyrir landsteinana, fjallað hefur verið um hana í fjölmiðlum
víða um heim og atvikið nefnt sem dæmi um
hversu frjálslynt og femínískt land Ísland er.
Sjálfri finnst þingkonunni lítið til koma og
bendir á að hún sé einfaldlega nýbökuð móðir
með barnið sitt í vinnunni og það hafi þurft að fá
mjólk að drekka. Hún brást við því og þurfti á
sama tíma að fara í ræðustól Alþingis til að
svara atkvæðaskýringu annars þingmanns. „Er
þetta ekki bara eðlilegasti hlutur í heimi, að gefa
barninu sínu að borða?“ spurði Unnur Brá í við-
tali við mbl.is.
Sumar athugasemdirnar sem hafa birst á
samfélagsmiðlum um brjóstagjöfina á Alþingi fá
mann til að velta fyrir sér hvort það sé virkilega
búið að kynlífsvæða brjóst kvenna svoleiðis í
drasl að margir séu hreinlega búnir að stein-
gleyma að það er líka hægt að nota þau til að
gefa litlum börnum mjólk að drekka.
Konubrjóst eru blygðunarlaust notuð í auglýsingum til að
selja hamborgara, súkkulaðistykki, ilmvötn, bíla, skó, nær-
buxur og eiginlega bara hvað sem er. Þeir sem gera at-
hugasemdir við slíkar auglýsingar eru gagnrýndir fyrir að
vera gamaldags teprur, stundum af þeim sömu sem finnst
það vera dónalegt og óviðeigandi að gefa barni brjóst á al-
mannafæri. Brjóstmylkingurinn litli í sal Alþingis fékk að
drekka hjá mömmu sinni og hefur vonandi sofnað vært að
því loknu. Hugsunin náði örugglega ekki lengra en að seðja
hungrið, en alls óafvitandi kom litla krúttið með þarfa
áminningu um að brjóst eru til margra hluta nytsamleg.
annalilja@mbl.is
Anna Lilja
Þórisdóttir
Pistill
Brjóstmylkingur í pontu Alþingis
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Viðbrögð fólks við áföllumeru eins mismunandi ogfólk er margt. Æ fleirumverður þó ljóst að aðstoð
við þá sem lent hafa í slysum, upp-
lifað stríðátök eða að lífi sínu eða sér
nákominna sé ógnað – svo eitthvað
sé nefnt – verður alltaf að taka mið
af andlegri líðan viðkomandi,“ segir
Þóra Sigfríður Einarsdóttir sálfræð-
ingur. „Hefðbundin skyndihjálp,
sem til dæmis er kennd á nám-
skeiðum, miðar að því að bjarga lífi.
Sálræn skyndihjálp þarf þó líka að
vera til staðar, það er að sýna sam-
kennd og umhyggju og aðstoða þann
sem er í tilfinningalegu uppnámi að
átta sig á aðstæðum.“
Komið í veg fyrir erfiðleika
Alþjóðlegi geðheilbrigðisdag-
urinn var síðastliðinn þriðjudag, 10.
október. Fólk með geðraskanir og
fleiri voru með fjölbreytta og fræð-
andi dagskrá af því tilefni, en þema
dagsins nú var sálræn skyndihjálp.
Af því tilefni lét fólk í Sálfræðinga-
félagi Íslands í sér heyra en innan
vébanda þess eru sálfræðingar sem
aðstoða fólk sem þarf aðstoð eftir
áföll.
Þóra Sigfríður, sem er varafor-
maður félagsins, hefur mikið starfað
með fólki í slíkum aðstæðum. Hún
telur að sálræn skyndihjálp, þegar
vofveiflegir hlutir gerast eða vondar
fréttir berast, hefði getað hjálpað
mörgum skjólstæðinga sinna. Í sum-
um tilvikum jafnvel komið í veg fyrir
erfiðleika sem viðkomandi hafi
gengið í gegnum.
„Sálræn skyndihjálp er ekki
flókið fyrirbæri. Málið snýst um að
vera til staðar og sýna þeim sem er í
vanda samkennd og umhyggju,“
segir Þóra. Hún leggur áherslu á að
á vettvangi sé hlustað á fólk í áfalli
en ekki pressað á það að tala. Meta
þurfi og tryggja grunnþarfir, svo
sem koma með hlýtt teppi eða vatn
eða annað slíkt eftir aðstæðum ef
þess þá þarf. Einnig að virkja tengsl
með því að koma á sambandi við vin
eða fjölskyldu. Þá sé upplýsingagjöf
til dæmis eftir bíl- eða flugslys mikil-
væg svo þeir sem eftir verða fái upp-
lýsingar um líðan þess eða þeirra
sem fóru á sjúkrahús.
Þóra segir framangreind bjarg-
ráð byggð á gagnreyndum aðferðum
sem dugað hafi ágætlega við sálræn-
um áföllum. Mikilvægt sé að gefa
lögreglu, slökkviliði, heilbrigðis-
starfsfólki og öðrum ákveðinn
ramma sem hægt er að starfa sam-
kvæmt í aðstæðum sem oft séu yfir-
þyrmandi öngþveiti.
Áfallastreita getur þróast
„En það geta fleiri aðstoðað en
fagfólk. Mörg okkar fara á námskeið
hjá Rauða krossinum og læra þar
fyrstu hjálp: að blása lífi í fólk í and-
nauð, hnoða í hjartastoppi og stöðva
hættulegar blæðingar. Það væri af
hinu góða ef sálræni þátturinn væri
tekinn inn í kennsluna á skyndi-
hjálparnámskeiðum. Mér finnst slíkt
góð hugmynd,“ segir Þóra.
Ákveðnir hópar eru fremur en
aðrir útsettir fyrir andlegum áföllum
sem geta haft alvarleg eftirköst.
Börn sem verða viðskila við foreldra
sína í margmenni og fólk sem
hefur lent í alvarlegri lífs-
hættu eða séð aðra verða
fyrir alvarlegum skaða er í
áhættuhópi. Eftir því sem
áföllin verða fleiri eykst –
og það eðlilega – hætta á
að fólk þrói með sér
áfallastreitu. Einna helst
gerist slíkt þó þegar
skaða er valdið af
ásetningi, svo sem
í kynferðis-
brotum.
Aðstoðin miðist við
andlega líðan fólksins
Morgunblaðið/Freyja
Líf Andleg líðan skiptir öllu og stuðningur þegar á bjátar er mikilvægur.
„Sálræn skyndihjálp getur spar-
að miklar þjáningar og samfélag-
inu stórar fjárhæðir,“ segir Þóra,
sem undirstrikar að flestir nái
sér – hjálparlaust – á strik án
þess að þróa með sér raskanir.
„Hvert samfélag ætti þó að
skoða hvernig það getur dregið
verulega úr þjáningum samborg-
ara sinna með skýrum línum
varðandi sálræna fyrstu hjálp.
Án slíkrar skyndihjálpar geta
áhrif þessara atburða orðið al-
varleg. Þekkt er að geðraskanir
geta þróast í kjölfarið, til dæmis
kvíði, áfallastreituröskun,
þunglyndi, vímuefnaneysla
og fleira.“ – Norræn rann-
sókn frá 2010 sýndi að
13,8% karla og 27,5%
kvenna þróuðu með sér
áfallastreituröskun í
kjölfar hörmunga eins
og ofbeldis,
náttúru-
hamfara,
slysa og
fleira.
Sparar mikl-
ar þjáningar
SAMFÉLAGIÐ BREGÐIST VIÐ
Þóra Sigfríður
Einarsdóttir