Morgunblaðið - 14.10.2016, Qupperneq 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 2016
maður, hagyrtur og stutt var í
húmorinn og brosið. Eitt skipti við
sauðburð tapaðist hringur og vor-
um við vinkonurnar heldur skúff-
aðar yfir því. Hann sagði okkur að
örvænta ekki, það myndi líklega
fæðast lamb að ári með hring í
nefinu. Sigþór var góður söng-
maður og hafði gaman af því að
taka lagið. Jákvæður var hann og
gerði gott úr hlutunum, samanber
hrós hans á sönghæfileikum mín-
um þrátt fyrir óumdeilt lagleysi.
Sigþór var mikill reiðmaður og
ógleymanlegar eru margar
skemmtilegar minningar sem
tengjast smalamennsku. Hann
hafði einstakt jafnaðargeð og það
var sama hvaða óskunda við Ósk
gerðum, aldrei skipti hann skapi.
Mér er minnisstætt að í eitt skipt-
ið þegar við höfðum verið að snúa,
mættum við í hlaðið með nánast
teinalausa snúningsvél eftir að
flestir teinarnir höfðu þeyst um
túnin, þá brosti bara Sigþór og
spurði hvort við hefðum ekki farið
heldur geyst í þetta skiptið.
Ég þakka forsjóninni fyrir að
hafa fengið að kynnast þessum
höfðingja og fjölskyldu hans.
Elsku Gerður, ég votta þér,
dætrum þínum og fjölskyldum
mína dýpstu samúð. Megi guð
styrkja ykkur í sorginni. Guð
geymi Sigþór. Góðar minningar
um hann munu lifa.
Kamma.
Minningarnar byrja að
streyma fram þegar ég minnist
vinar og í raun eins úr kjarnafjöl-
skyldunni, Sigþórs Jónssonar frá
Norðurhjáleigu. Við Sigþór áttum
sama afmælisdag og þegar ég fór
að muna aðeins eftir mér eru Sig-
þór og Gerður hluti af þeirri minn-
ingu, þau bjuggu niðri hjá mömmu
og pabba á Tryggvagötunni, allt
þar til ég var átta, níu ára gamall.
Gerður og mamma unnu á sama
stað vaktavinnu, Sigþór og pabbi
keyrðu á tímabili flutningabíl milli
Reykjavíkur og Selfoss, annar sá
um að fylla stórvörurnar á bílinn
og hinn fór á milli heildsalanna í
Reykjavík og smalaði saman
vörum sem þurfti að koma á Sel-
foss. Síðar fór Sigþór að keyra ol-
íubíl og pabbi rútur. Samgangur-
inn á milli efri og neðri hæðar var
eðlilega mikill, ég fæddur 58 og
dóttirin Guðbjörg Svava fædd 62
og hélt þessi samgangur áfram
eftir að þau fluttu á Engjaveginn.
Til eru margar flottar myndir af
ferðalögum þessara tveggja fjöl-
skyldna á þessum árum. Við Sig-
þór áttum eitt sinn sem oftar
skemmtilegt samtal niðri í eldhúsi
á Tryggvó, samtal sem fer aldrei
úr minni mínu og hefur á margan
hátt verið mér ákveðin hvatning
gegnum lífið, þar sem við veltum
fyrir okkur árangri mínum í einu
af mínum fyrstu prófum í barna-
skóla, árangri sem ekki var hægt
að hrópa húrra fyrir, ég tók af
honum loforð sem ég held að ég
hafi staðið nokkurn veginn við, lof-
orð sem hefur oft minnt mig á lífið
og lífsbaráttuna í hinum margvís-
legu markmiðum sem við erum
stöðugt að fást við í lífinu. Sigþór
og Gerður voru með hesta hér á
Selfossi, ég var mjög ungur þegar
ég fékk skjótt folald að gjöf frá
foreldrum mínum. Fyrstu árin var
ég með hestinn hjá þeim hjónum á
húsi hér á Selfossi, eða þar til þau
fluttu í sveitina. Kunnátta mín í
hestamennsku byggist að miklu
leyti á því sem Sigþór og Gerður
hafa kennt mér, ég veit, Sigþór, ég
þarf að fara að bæta við þá þekk-
ingu.
Nokkur skipti reið ég einn frá
Selfossi austur að Varmadal og í
tvígang kom ég við í Ási og var þá
riðið á móti og mér fylgt áfram.
Fleiri hestaferðir fórum við saman
svo ekki sé talað um fjallferðirnar
inn á Rangárvallaafrétt, ógleym-
anlegt. Gagnkvæm vinátta og
virðing hefur verið á milli okkar
Sigþórs í gegnum árin, vinátta
sem ég og mín fjölskylda þökkum
fyrir. Elsku Gerður og fjölskylda,
innilegar samúðarkveðjur frá
okkur Rúnu og fjölskyldu.
Óskar Guðbjörn Jónsson.
✝ Jóhanna Dag-fríður Arn-
mundsdóttir Back-
man fæddist 7.
janúar 1923 á
Akranesi. Hún lést
á dvalar- og hjúkr-
unarheimilinu
Grund 10. október
2016.
Foreldrar henn-
ar voru Arnmund-
ur Gíslason kaup-
maður, f. 3. mars 1890, d. 10.
apríl 1978, og Ingiríður Sig-
urðardóttir húsfreyja, f. 28.
apríl 1893, d. 28. júlí 1978.
Systkini hennar voru Jófríður
María, f. 17. nóvember 1917, d.
11. nóvember 2003, Sig-
urður Bjartmar, f. 27. desem-
ber 1925, d. 17. apríl 1986,
Sveinbjörg Heiðrún, f. 15.
febrúar 1927, d. 16. febrúar
2010, og Arnfríður Inga, f. 3.
apríl 1928, d. 14. maí 1999.
Jóhanna giftist Halldóri Sig-
urði Backman húsasmíðameist-
ara, f. 30. janúar 1922, d. 20.
janúar 1984. Börn þeirra eru:
1) Arnmundur S. Backman, f.
15. janúar 1943, d. 11. sept-
ember 1998, maki Valgerður
Bergsdóttir, f. 13. nóvember
1943. Börn þeirra eru Val-
að á Akranesi fyrstu áratugi
hjúskapar síns þar sem þau, í
samvinnu við vinafólk,
byggðu sér reisulegt hús að
Skagabraut 5. Þau fluttu til
Reykjavíkur árið 1962 og áttu
falleg heimili í Fossvoginum
og síðar við Sóleyjargötu. Jó-
hanna ræktaði húsmóð-
urhlutverkið í anda kærleika,
natni og með söngívafi því
hún var listasöngvari og söng
í kirkjukór alla tíð. Hún vann
einnig utan heimilis, annaðist
m.a. rekstur Heilsulind-
arinnar á Hverfisgötu í upp-
hafi áttunda áratugarins. Jó-
hanna var mikil
hannyrðakona og var ein af
stofnendum Handprjóna-
sambandsins árið 1977, en
markmið þess var að stuðla að
bættum kjörum kvenna í
handiðnaði. Hún gerðist þar
verslunarkona með prjónavör-
ur um árabil. Síðustu árin
dvaldi hún á dvalar- og hjúkr-
unarheimilinu Grund þar sem
hún fékk góða aðhlynningu. Á
Grund hafði hún einmitt unnið
við umönnun eldra fólks sem
ung stúlka, þá 17 ára gömul.
Útför Jóhönnu fer fram frá
Háteigskirkju í dag, 14. októ-
ber 2016, klukkan 15.
gerður Margrét, f.
1967, Halldór
Helgi, f. 1972, og
Margrét, f. 1974.
2) Inga Jónína
Backman, f. 21.
júní 1947, unnusti
Friðrik Páll Jóns-
son, f. 22. nóv-
ember 1946.
Börn Ingu eru
Jóhanna Björk, f.
1967, Friðrik Karl,
f. 1969, og Ingi Örn, f. 1974,
faðir þeirra er Friðrik Örn
Weisshappel, f. 1945. 3) Ernst
Jóhannes Backman, f. 16. sept-
ember 1951, maki Ágústa
Hreinsdóttir, f. 11. september
1956. Börn Hafrún Rut, f.
1973, móðir Kristjana Gests-
dóttir, f. 1950, Elma Jóhanna,
f. 1978, Ágústa Ósk, f. 1983, og
Inga María, f. 1987. 4) Edda
Heiðrún Backman, f. 27. nóv-
ember 1957, d. 1. október
2016. Börn Eddu eru Arn-
mundur Ernst B. Björnsson, f.
1989, faðir Björn Ingi Hilm-
arsson, f. 1962, og Unnur
Birna J. Backman, f. 1998, fað-
ir Jón Axel Björnsson, f. 1956.
Langömmubörn hennar eru
22 talsins.
Jóhanna og Halldór settust
Elsku besta amma Hanna.
Ég er mjög stolt af því að vera
skírð í höfuðið á þér. Það var
alltaf svo huggulegt að heim-
sækja þig, þú gafst þér ávallt
tíma til að taka vel á móti mér
og mínum með mikilli vænt-
umþykju og faðmlagi. Þú dekr-
aðir við okkur, ýmist með besta
lambalæri í heimi, sem þú sagð-
ir þó að væri „örugglega óætt“,
eða með tertum og öðru góð-
gæti sem sló öllu við þrátt fyrir
að þú segðir að þú „ættir eig-
inlega ekkert með kaffinu“.
Enginn gat bakað eins fallegar
pönnukökur og þú. Við bakstur
fer ég alltaf eftir ráðleggingum
þínum um að setja alltaf eitt
auka egg. Ég hef margoft reynt
að baka Bessastaðakökurnar
eins lýtalausar og þú gerðir en
það hefur mér aldrei tekist.
Einnig kenndir þú mér að út-
búa rifsberjahlaup, það tærasta
og fallegasta. Ég man vel eftir
veiðiferðunum með þér, afa og
fleirum í fjölskyldunni. Þú gast
staðið tímunum saman með
veiðistöngina enda varstu þú
mikil veiðikló. Þú varst líka svo
mikil dama, þekkt fyrir glæsi-
leika, alltaf vel tilhöfð og
smekkleg í klæðaburði. Man
hvað það var mikið ævintýri
þegar við frænkurnar á barns-
aldri fengum að klæðast tjull-
náttkjólum og hælaskóm á Sól-
eyjargötunni og halda
tískusýningu fyrir fullorðna
fólkið. Þá hlóst þú manna mest.
Einnig var ég svo heppin að
eignast hvíta perlukjólinn þinn,
silfurskóna og silfurveskið, sem
þú notaðir þegar þú varst á
mínum aldrei. Nýlega, um fjór-
um áratugum seinna, mætti ég
í þessum fínheitum á árshátíð,
sló í gegn enda ennþá hámóðins
klæðnaður. Í sláturgerð varst
þú þó engin pjattrófa. Þú sást
um að hræra öllu saman, salta
og smakka til, en það hef ég
aldrei getað hugsað mér að
prófa. Þú kenndir okkur frænk-
unum að sauma vambir og ég
man vel eftir því hve okkur
fannst lyktin af vömbunum
ógeðsleg en þú sagðir að þér
þætti lyktin „eins og af besta
ilmvatni“. Þú elskaðir söng og
tónlist. Mér eru minnisstæð ár-
in sem við sungum saman
ásamt mömmu í Neskirkju-
kórnum, þrjár kynslóðir saman.
Ég er þakklát fyrir allar
góðu samverustundirnar, amma
mín, í ferðalögum, heima hjá
þér og seinni ár þegar þú varst
hjá okkur í heimsóknum, af-
mælum og stundum á hátíðum.
Þú varst alltaf tilbúin að hjálpa
til, veita góð ráð og hafðir alltaf
áhuga á því sem við höfðum
fyrir stafni.
Ég veit að þú ert á góðum
stað núna, hjá Halla afa og
börnunum þínum, Arnmundi og
Eddu Heiðrúnu, sem og fjöl-
mörgum öðrum látnum ástvin-
um.
Þín dótturdóttir,
Jóhanna Björk W.
Það er ekki hægt að hugsa
um ömmu Hönnu án þess að
hugsa um perlufestar, Chanel
nr. 5 og naglalakk. Því hún
amma Hanna var án efa ein
glæsilegasta amman á Íslandi.
Hún var heillandi í framkomu
og hafði líka svo fallegan og
smitandi hlátur.
Við systur minnumst góðra
stunda með henni bæði á Sól-
eyjargötu og svo síðar meir á
Aflagranda þangað sem hún
flutti eftir að afi Halli lést.
„Sæl, amma mín,“ átti maður
að segja, því að segja „hæ“
þótti henni alls ekki góð ís-
lenska. Hún amma vildi nefni-
lega að við töluðum vandað ís-
lenskt mál. Hún var líka
ekkert að skafa utan af hlut-
unum. Hún var hreinskilin og
sagði hlutina beint út, eins og
þeir voru. Hnyttin gat hún líka
verið og húmorinn var aldrei
fjarri og henni fannst ekkert
verra ef grínið var á hennar
kostnað.
En umfram allt var hún hlý
og brosmild og sparaði ekki fal-
legu orðin til barnabarnanna
sinna. Það var líka mikilvægt
að eiga nóg með kaffinu enda
erum við systur sammála um
að hjá ömmu Hönnu fékk mað-
ur bestu pönnukökur í heimi.
Okkur langar að enda á ljóði
sem mun alltaf minna okkur á
ömmu Hönnu og er okkur í
fjölskyldunni mjög kært:
Búddi fór í bæinn
og Búddi fór í búð.
Búddi sat á torginu
og var að borða snúð.
Þá kom löggumann og hirti hann
og stakk honum ofan í rassvasann.
(Höf. ók.)
Hafrún Backman,
Elma Jóhanna Backman,
Ágústa Ósk Backman,
Inga María Backman
og fjölskyldur.
Hún var falleg hún Hanna
Backman og einhvern veginn
var allt í kringum hana fallegt.
Hún var fallega klædd, átti fal-
legt heimili, börnin hennar
voru falleg og ekki síst var
söngröddin hennar fögur. Það
var gott að vera í návist við
hana og fjölskylduna alla. Við
fjölskyldurnar á Skagabraut 5
á Akranesi deildum gleði og
sorgum í fleiri áratugi. Sam-
býlið var einstakt, þarna ól-
umst við upp krakkarnir við
leik og störf. Aldrei man ég eft-
ir árekstrum, hvorki foreldra
okkar, þó ólík væru, né okkar
krakkanna. Já, ólík voru þau
foreldrarnir á Skagabrautinni.
Pabbi, stór, sterkur, rólegur
hugvitsmaður. Mamma, snör,
kraftmikil og virk í öllu sem
hún tók sér fyrir hendur. Halli,
eldfjörugur, fljóthuga, hug-
myndaríkur og með ómælda
frásagnargáfu og Hanna,
spaugsöm, ljúf, hæglát, fögur
og kvenleg svo af bar. Allt
þetta fólk, sem nú hefur kvatt,
gerði æskuna svo trygga og
örugga.
Já, það var margt brallað og
hvað þau voru virk með okkur
krökkunum. Þau voru með okk-
ur á skautum og drógu okkur í
halarófu á treflunum. Þau
byggðu með okkur snjóhús úti í
garði og við fengum kertaljós
og nesti. Þau ræktuðu með
okkur jarðarber, radísur og
rabarbara og ekki má gleyma
allri kartöfluuppskerunni á
haustin. Þau voru umboðsmenn
Þjóðviljans og við krakkarnir
dreifðum þeim í hús til þeirra
er keyptu slíkt blað – en stund-
um fengum við tóninn yfir ill-
viljanum og kommúnistaskríl
og fleira í þeim dúr. En út var
blaðið sent frá „Kreml“ við
rauða torgið, en það nafn fékk
húsið okkar af hugsjónafólkinu
sem þar bjó.
Já, fallegt var heimilið henn-
ar Hönnu á Skagabrautinni –
ég man sem stelpa hversu fal-
lega var alltaf búið um rúmið
hjá henni. Það var gulbrúnt
glansandi satínteppi með
blómamunstri á miðjunni og
það var svo rennislétt að ég var
eiginlega viss um að Halli hefði
skorið krossviðarplötu til að
leggja ofan á sængurnar – en
svo var auðvitað ekki. Ég hef
reynt að leika þetta eftir en
sjaldnast tekist. Ekki má
gleyma aríunum sem hljómuðu
„fyrir handan“. Það var ótrú-
legt hvað hún náði háa tón-
inum, hún Hanna. Ég sé hana
fyrir mér með mikið hár, þunna
slæðu bundna létt yfir hárið, í
hælaháum skóm tiplandi á milli
drullupollanna á leið niður í
kirkju að syngja við messu á
sunnudögum. Hanna var nefni-
lega alltaf fín, hún var meira að
segja fín þegar hún fór út á
snúru að hengja upp þvott.
Hún var með einhverjum
óskiljanlegum hætti líka fín og
falleg í kartöflugarðinum. Feg-
urðin sem fylgt hefur henni alla
tíð birtist okkur ljóslifandi í
barnabörnunum hennar – öllum
fallegu stúlkunum hennar sem
báru kransa við útför Eddu
Heiðrúnar nú í vikunni. Hver
annarri fallegri.
Við systurnar „fyrir handan“
viljum senda Ingu, Ernst og
fjölskyldunni allri innilegar
samúðarkveðjur og þökkum
fyrir einlæga og djúpa vináttu.
Hrafnhildur
Sigurðardóttir.
„Ég á ekkert með kaffinu,“
segir amma og bætir áttundu
kökunni á borðið ásamt fullri
skál af þeyttum rjóma. „Ætlið
þið ekki að fá ykkur meiri
rjóma með þessu?“ spyr hún
svo, lagar aðeins hárið og bros-
ir. Það var yndislegt að heim-
sækja ömmu. Hún hafði áhuga
á að heyra hvernig gengi, hvað
væri að frétta af langömmu-
börnunum, hverjum strákarnir
líktust, vildi sjá myndir og
segja sjálf frá hvað væri í frétt-
um af hinum og þessum. Hún
fylgdist vel með öllu sínu fólki,
allt fram á síðustu daga.
„Er hann ekki búinn að fá
súkkulaði,“ spurði hún mig eitt
sinn þegar ég kom með Arn-
mund minn á fyrsta ári til
hennar. „Nei, amma mín, við
viljum bíða aðeins með það.“
„Já en hann verður að fá að
smakka súkkulaði, drengur-
inn,“ segir hún og laumar
litlum mola í munn hans. Svona
var amma. Börn áttu ekki að
fara á mis við unaðssemdir
súkkulaðisins. Amma var nefni-
lega besti bakari og sælkeri í
heimi. Enginn í fjölskyldunni
hefur náð slíkri list við pönnu-
kökurnar, terturnar og
jólasmákökurnar, þó fínt sé
það. Minningar frá Sóleyjargöt-
unni eru sterkar. Við frænd-
systkinin á jólunum, fallega
skreytt jólatré með dáleiðandi
litríkum kúlum, veisluborð
hlaðið kræsingum, hlátur, söng-
ur, leikur, gleði og glens.
„Er hann farinn að syngja?“
Amma spurði mig reglulega að
þessu þegar ég eignaðist syni
mína þrjá. Það var henni mik-
ilvægt að það væri sungið fyrir
börn og að börn hefðu lag,
fengju tónlistarlegt uppeldi.
Hún varð svo gleðin uppmáluð
þegar ég sýndi síðar myndbönd
af sonum mínum syngjandi.
Ég kveð yndislega ömmu
með þakklæti fyrir tímann sem
ég fékk með henni.
Margrét.
Jóhanna Dagfríður
Arnmundsdóttir Backman
Þökkum innilega samúð og hlýhug við
andlát og útför föður okkar, tengdaföður,
afa og langafa,
SIGURÐAR JÓSEFSSONAR
frá Torfufelli.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk hjúkrunar-
heimilisins Lögmannshlíðar fyrir frábæra
umönnun.
.
Börn hins látna og fjölskyldur.
Konan mín og besti vinur,
KOLBRÚN DEXTER,
Andrésbrunni 4,
er látin. Útför hefur farið fram.
Þeir sem vilja minnast hennar láti félag
aðstandenda alzheimersjúklinga njóta.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
.
Björn Másson.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug í kjölfar andláts og
útfarar
DÓRU PÁLSDÓTTUR,
Tjarnargötu 44,
Reykjavík.
.
Jens Tollefsen
Páll Ásgeir Davíðsson Þórdís Filipsdóttir
Tryggvi Björn Davíðsson Fabienne Soulé
Davíð Tómas Davíðsson Elísabet Hafsteinsd.
og barnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ELÍN ÓLAFÍA FINNBOGADÓTTIR,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Grund 12.
október.
Fyrir hönd aðstandenda,
.
Helgi Valdimarsson
Sigríður G. Valdimarsdóttir
Aðalheiður Valdimarsdóttir