Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.10.2016, Side 4
Unnið er að því að hrinda íframkvæmd aðgerðum tilþess að draga úr notkun
burðarplastpoka hér á landi. Mark-
miðið er að fyrir árslok 2019 verði
notkun hér á landi ekki meiri en 90
plastpokar á ein-
stakling á ári, en nú
er talið að hver ein-
staklingur noti um
105 plastpoka á ári.
Stefnt er að því að
þessi tala verði
komin niður í 40
poka árið 2025.
Í lok janúar á
þessu ári var starfs-
hópur skipaður og skilaði tillögum
um aðgerðir til að draga úr notkun
plastpoka í lok júní.
Litu til Írlands
Hólmfríður Þorsteinsdóttir, sérfræð-
ingur á sviði sjálfbærni hjá Umhverf-
isstofnun, átti sæti í starfshópnum.
„Þetta verkefni er fyrst og fremst
hugsað þannig að það þurfi að vera
jákvætt. Við vildum ekki fara að
tengja neikvæðni við þetta því það er
afar mikilvægt að hvetja fólk til þess
að draga úr notkun í stað þess að
þvinga það. Kynning og fræðsla spil-
ar þar stóran þátt í því að fá fólk til að
breyta hegðun sinni með jákvæðum
hætti,“ segir Hólmfríður. „Það sem
er það stærsta í þessum aðgerðum er
að það stendur til að leggja umhverf-
isgjald á burðarplastpokana og það
fjármagn fari í sjóð sem verður síðan
notaður í verkefni tengd umhverfis-
málum. Við litum þar meðal annars til
Írlands en þar var stofnaður sér-
stakur umhverfissjóður þar sem
gjöld af pokum renna í og notaður er í
ýmis umhverfisverkefni.“
Pokagjald í pokasjóð
Burðarplastpokar eru allir pokar sem
notaðir eru í verslunum, hvort sem
um ræðir matvöruverslanir eða sér-
vöruverslanir. Í dag selja matvöru-
verslanir burðarplastpoka á um 20 kr.
en umrætt gjald til að draga úr burð-
arplastpokanotkun yrði lagt ofan á
það. Hólmfríður segir að fulltrúar
þeirra matvöruverslana sem starfs-
hópurinn ræddi við hafi tekið vel í
verkefnið um að draga úr burðar-
plastpokanotkun og að mikill ilji og
áhugi sé innan ráðuneytisins að draga
úr sóun alveg sama hvar.
„Við sjáum fyrir okkur að á alla
burðarplastpoka verði lagt þetta
gjald. Í raun eru pokar úr sérvöru-
verslunum mun meira vandamál en
þeir sem fást í matvöruverslunum
þar sem þeir síðarnefndu passa betur
í ruslafötur heimilanna. Hinir fara oft
á tíðum beint í ruslið eða það sem er
þó betra, í plastendurvinnslu,“ segir
Hólmfríður. „Það var ætlunin að
leggja þetta gjald á pokana núna í
október en það hefur reynst snúnara
að koma þessum sjóði á sem verið er
að vinna í.“
Af hverju ekki bann?
Sums staðar hefur sú leið verið farin
að banna plastpoka alfarið, eins og til
dæmis í Frakklandi. Hólmfríður segir
starfshópinn hafa verið sammála um
að ekki sé tímabært að banna plast-
poka heldur sé mikilvægt að hrinda
verkefninu af stað á jákvæðum nótum.
„Það eru margar þjóðir að banna
plastpoka núna, en umræddar þjóðir
eru komnar mun lengra í þessu ferli
en við. Oft var byrjað á því að draga úr
notkun með hvatningu, sköttum eða
öðrum stjórntækjum áður en bann var
lagt á,“ segir Hólmfríður. Hún segist
merkja breytingu í þjóðfélaginu hvað
varðar umhverfismál. Almennt virðist
fólk mjög tilbúið í svona aðgerðir og
það eigi líka við um fyrirtæki og stofn-
anir. „Það er þó mikilvægt að benda á
að þessar aðgerðir sem snúa að því að
draga úr plastpokanotkun eru aðeins
fyrsta skrefið í átt að því að draga úr
notkun annarra einnota umbúða.“
Getty Images/iStockphoto
Til stendur að leggja umhverfisgjald á burðarplastpoka í
öllum verslunum, bæði matvöru- og sérverslunum, og
nýta fjármagnið í verkefni tengd umhverfismálum.
Fyrirhugaðar
aðgerðir stjórnvalda
til að draga úr notkun
burðarplastpoka
• Hvetja allar verslanir til þess að
leggja strax gjald á alla burðarplastpoka
• Leggja á bann við að afhenda burðar-
plastpoka ókeypis frá 1. janúar 2019
•Vinna að fræðslu og kynningu til
verslana og neytenda
• Stuðla að breytingum á Pokasjóði
svo pokagjald fari í umhverfis-
tengd verkefni
... að meðaltali
er talið að
hver plastpoki
sé notaður í um
25
mínútur
... ætla
má að um
70
... fjögurra manna
íslensk fjölskylda
notar um
420
8
burðarpoka á ári
hverju eða um
burðar-
poka á
viku … plastúrgangur
á Íslandi er um
5.000
5.000
tonn á ári sem
jafngildir um
smábílum
milljónum plastpoka
sé fleygt á hverju
ári hér á landiVissir
þú að...
Plastátak tekið í
stuttum skrefum
Hólmfríður
Þorsteinsdóttir
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.10. 2016
Dregið hefur veru-
lega úr burðar-
plastpokanotkun í
Stykkishólmi eftir
að átak um notkun
annarra poka en
plastpoka fór þar
af stað haustið
2014. Ákveðið var
að festa einn sér-
stakan dag til þess að hefja átakið,
sem var 12. september. Þá var boðað
til hátíðar í bænum, boðið upp á and-
litsmálningu og tónlistaratriði og um
fjórðungur bæjarins mætti til að
kveðja burðarplastpokann. „Við
ákváðum að prófa að hafa þetta á já-
kvæðum nótum, ekki nein bönn held-
ur hvatning og athuga hvað við kæm-
umst langt með því. Það er hægt að ná
mjög miklum árangri með hvatningu
og stöðugri fræðslu en maður nær
ekki að losna alveg við burðar-
plastpokana nema með skattlagningu,
gjaldtöku eða einfaldlega banni,“ segir
Róbert A. Stefánsson, forstöðumaður
Náttúrustofu Vesturlands og stjórn-
armaður í umhverfishópi Stykk-
ishólms.
Buðu upp á aðrar lausnir
„Við byrjuðum á því að hafa sam-
band við alla verslunar- og þjón-
ustuaðila í sveitarfélaginu sem bjóða
upp á plastpoka og vorum með
fræðslu um plast og skaðsemi þess.
Við buðum upp á aðrar lausnir sem
þessir aðilar gátu valið á milli, að
fara í margnota poka, bréfpoka eða
maíspoka,“ segir Róbert. „Það tóku
þessu allir rosalega vel og voru
tilbúnir að vinna með okkur nema
ein verslun. Við reyndum að kynna
þá sem voru hættir að nota plast-
poka og þeir fengu límmiða í
gluggann hjá sér og auglýsingar um
að þeir væru burðarplastpoka-
lausir.“
Róbert segir að sumir hafi endan-
lega skipt út og hætt að nota plast-
poka og séu búnir að venja sig á það.
„Þetta er mikið spurning um að venja
sig á það að taka með sér poka í búð-
ina og sleppa plastpokanum.“
Sveitarfélag til fyrirmyndar
Stykkishólmur var fyrsta sveitarfélagið
til að taka upp þriggja ruslatunnu kerfi
árið 2007. Ein tunnan er fyrir lífrænt,
önnur fyrir endurvinnanlegt sorp eða
pappa, pappír, plast og málm og sú
þriðja fyrir óendurvinnanlegt.
„Ef ruslið er flokkað vel þá þarf lítið
af pokum undir sorp. Við mælum með
því að nota maíspoka frekar en plast-
poka undir óflokkanlegt rusl. Við not-
um tæplega einn maíspoka á viku fyrir
óendurvinnanlegt sorp. Þetta er vel
hægt,“ segir Róbert.
Stykkishólmur hefur kvatt plastpokann
Róbert A.
Stefánsson
’
Plast eyðist ekki, heldur brotnar niður í
smærri einingar með tímanum.
Staðreynd.
INNLENT
GUNNÞÓRUNN JÓNSDÓTTIR
gunnthorunn@mbl.is