Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.10.2016, Page 26

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.10.2016, Page 26
... í svefnherbergið Dreymir mig um Cocomat rúm til að ná hinum eftir- sóknarverða djúpsvefni sem er svo mikilvægur fyrir fólk sem hefur mikið að gera. Mig langar í … ... í stofuna Ég er að flytja í nýtt hús með mikilli lofthæð og þá myndi Plane ljóskrónan frá Tom Dixon sannarlega vera „wow factor“ yfir borðstofuborðinu. ... í stofuna Langar mig í 4,5 metra háan bókahilluvegg sem að myndi halda utanum sjónvarp, bæk- ur, myndir, listmuni og hitt og þetta. Svo myndi ég hafa stiga rúllandi eftir honum til að geta klifrað upp vegginn. ... í eldhúsið Langar mig í Le Creuset potta í fallegum litum af því að ég stefni á frækna sigra í eldhúsinu og það hefst ekki nema með góðum pottum. ... í barnaherbergið Langar mig í fallegan, bólstraðan höfuðgafl. ... á baðherbergið Frístandandi baðkar. Sturta gildir hversdags en baðkarið væri fyrir dekurstundirnar. ... á vinnustofuna Korkvegg í yfirstærð til að pinna á allar hug- myndir, efni, prufur, myndir og allt það sem að gefur mér innblástur hverju sinni. ... í forstofuna Spegil sem er eins- og skartgripur og listaverk. Innanhússarkitektinn Hanna Stína hefur skapað sér nafn sem einn af færustu innanhúsarkitektum landsins með sinn áhugaverða og fágaða stíl. Hún hefur hannað skrif- stofur, heimili, húsgögn og fleira. Hanna Stína, sem er í þann mund að flytja inn á nýtt heimili, deildi óskum sín- um fyrir heimilið með Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is mbl.is/Freyja Gylfa ... í útópískri veröld Væri ég til i gamla franska villu sem ég myndi gera upp í rólegheitum. HÖNNUN Danska hönnunarhúsið George Jensen kynnti nýlega nýja línu afprjónavörum. Línan samanstendur af púðum og teppum sem passavel saman eða sitt í hvoru lagi. Þetta er í fyrsta skipti sem hönnunar- húsið, sem þekkt er fyrir hágæða heimilismuni, sendir frá sér prjón. Prjónalína frá Georg Jensen 26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.10. 2016

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.